Svandís greinir frá ákvörðun um hvalveiðar á Egilsstöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2023 14:03 Frá hvalskurði hjá Hvali hf. í Hvalfirði. Vísir/Egill Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að greina frá ákvörðun sinni varðandi framhald hvalveiða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Þetta staðfestir Dúi Landmark upplýsingafulltrúi í matvælaráðuneytinu. Um er að ræða sumarfund ríkisstjórnarinnar sem fer fram á Egilsstöðum. Svandís stöðvaði sem kunnugt er hvalveiðar í sumar með frestun til 1. september sem ber upp á föstudaginn. Ráðherra hefur verið þögul um hvað taki við varðandi hvalveiðar. Hún sagði í júní spurningu uppi hvort atvinnugreinin ætti sér yfir höfuð framtíð. Í eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem skilað var til ráðherra í maí var niðurstaðan sú að aflífun dýranna hefði tekið of langan tíma út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Fagráði um velferð dýra var í framhaldinu falið að meta hvort veiðarnar gætu yfirhöfuð uppfyllt markmið laganna. Fagráðið skilaði áliti þann 19. júní en niðurstaða þess var að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki lögunum. Í ljósi þeirrar niðurstöðu ákvað Svandís að fresta upphafi hvalveiðivertíðar til 1. september svo ráðrúm gæfist til þess að kanna hvort unnt sé að tryggja að veiðarnar geti farið fram í samræmi við ákvæði laganna. „Ég hef tekið ákvörðun um að stöðva hvalveiðar tímabundið í ljósi afdráttarlauss álits fagráðs um velferð dýra,” sagði matvælaráðherra við ákvörðun sína þann 20. júní. „Skilyrði laga um velferð dýra eru ófrávíkjanleg í mínum huga, geti stjórnvöld og leyfishafar ekki tryggt kröfur um velferð á þessi starfsemi sér ekki framtíð.“ Ráðherra skipaði í framhaldinu starfshóp sem var falið að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Henry Alexander Henrysson, talsmaður fagráðs um velferð dýra, sagði niðurstöðu starfshópsins í takt við það sem hann bjóst við. Fjórir kurteisir embættismenn að fara yfir tillögur Hvals hf. Skýrslan svari spurningum ekki betur en áður hafði verið gert hvort hægt sé að tryggja mannlega aflífun stórhvela við veiðar. Því telur hann ólíklegt að hægt sé að gefa grænt ljós á veiði stórhvela á föstudag. Málið er eitt stærsta átakamálið innan ríkisstjórnarinnar um þessar mundir og birtist skoðanamunurinn skýrt í ályktunum á flokksráðsfundinum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri Ölfus hafa talað fyrir vantrauststillögu á matvælaráðherra komist umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Svandís hafi farið gegn lögum þegar hún frestaði veiðunum í júní. Ljóst er að Kristján Loftsson og félagar hjá Hval hf. gera ráð fyrir að vertíðin hefjist á föstudag. Áhöfn hvalveiðiskips Hvals hf. reri á miðin suður, suðvestur og vestur af landinu í gær. Hvað verður kemur í ljós að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Vísir verður í beinni útsendingu frá Egilsstöðum á morgun þegar Svandís kynnir ákvörðun sína. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Múlaþing Dýraheilbrigði Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Svandís stöðvaði sem kunnugt er hvalveiðar í sumar með frestun til 1. september sem ber upp á föstudaginn. Ráðherra hefur verið þögul um hvað taki við varðandi hvalveiðar. Hún sagði í júní spurningu uppi hvort atvinnugreinin ætti sér yfir höfuð framtíð. Í eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem skilað var til ráðherra í maí var niðurstaðan sú að aflífun dýranna hefði tekið of langan tíma út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Fagráði um velferð dýra var í framhaldinu falið að meta hvort veiðarnar gætu yfirhöfuð uppfyllt markmið laganna. Fagráðið skilaði áliti þann 19. júní en niðurstaða þess var að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki lögunum. Í ljósi þeirrar niðurstöðu ákvað Svandís að fresta upphafi hvalveiðivertíðar til 1. september svo ráðrúm gæfist til þess að kanna hvort unnt sé að tryggja að veiðarnar geti farið fram í samræmi við ákvæði laganna. „Ég hef tekið ákvörðun um að stöðva hvalveiðar tímabundið í ljósi afdráttarlauss álits fagráðs um velferð dýra,” sagði matvælaráðherra við ákvörðun sína þann 20. júní. „Skilyrði laga um velferð dýra eru ófrávíkjanleg í mínum huga, geti stjórnvöld og leyfishafar ekki tryggt kröfur um velferð á þessi starfsemi sér ekki framtíð.“ Ráðherra skipaði í framhaldinu starfshóp sem var falið að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Henry Alexander Henrysson, talsmaður fagráðs um velferð dýra, sagði niðurstöðu starfshópsins í takt við það sem hann bjóst við. Fjórir kurteisir embættismenn að fara yfir tillögur Hvals hf. Skýrslan svari spurningum ekki betur en áður hafði verið gert hvort hægt sé að tryggja mannlega aflífun stórhvela við veiðar. Því telur hann ólíklegt að hægt sé að gefa grænt ljós á veiði stórhvela á föstudag. Málið er eitt stærsta átakamálið innan ríkisstjórnarinnar um þessar mundir og birtist skoðanamunurinn skýrt í ályktunum á flokksráðsfundinum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri Ölfus hafa talað fyrir vantrauststillögu á matvælaráðherra komist umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Svandís hafi farið gegn lögum þegar hún frestaði veiðunum í júní. Ljóst er að Kristján Loftsson og félagar hjá Hval hf. gera ráð fyrir að vertíðin hefjist á föstudag. Áhöfn hvalveiðiskips Hvals hf. reri á miðin suður, suðvestur og vestur af landinu í gær. Hvað verður kemur í ljós að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Vísir verður í beinni útsendingu frá Egilsstöðum á morgun þegar Svandís kynnir ákvörðun sína.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Múlaþing Dýraheilbrigði Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira