Brighton að fá ungstirnið Fati frá Barcelona Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2023 08:01 Ansu Fati er að ganga til liðs við Brighton. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Spænska ungstirnið Ansu Fati virðist vera á leið á láni til Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni frá spænska stórveldinu Barcelona. Hinn tvítugi Fati hefur fallið neðar í goggunarröðinni hjá Barcelona og félagið þarf að losa pláss í hópnum til að geta fengið Joao Cancelo á láni frá Englandsmeisturum Manchester City. Fati, sem er fæddur í Gínea-Bissá en hefur leikið fyrir spænska landsliðið, er af mörgum talinn einn efnilegasti leikmaður heims. Árið 2021 skirfaði hann undir nýjan samning við Barcelona sem gildir til ársins 2027 og felur í sér klásúlu sem segir að reiða þurfi fram einn milljarð evra til að losa leikmanninn undan samningnum. Það samsvarar 143 milljörðum íslenskra króna. Hann virðist nú vera á leið til Brighton á láni út tímabilið. Lánssamningurinn kveður ekki á um að Brighton þurfi að kaupa leikmanninn og enska úrvalsdeildarfélagið mun greiða stóran hluta af launum leikmannsins. 🚨 Ansu Fati to Brighton is HERE WE GO done! ✍️🇪🇸The English club will take a large part of his salary. 🤝Loan without option to buy. 💰(Source: @FabrizioRomano ) pic.twitter.com/TA89W720KD— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 31, 2023 Brighton er ekki eina liðið sem hefur haft áhuga á því að fá Fati í sínar raðir. Lundúnaliðin Tottenham og Chelsea eru einnig sögð hafa verið áhugasöm, en leikmaðurinn valdi Brighton eftir að hafa séð liðið spila undir stjórn Roberto de Zerbi. Fati er sem áður segir aðeins tvítugur að aldri en á að baki 80 deildarleiki fyrir Barcelona þar sem hann hefur skorað 22 mörk. Þá hefur hann einnig skorað tvö mörk í níu leikjum fyrir spænska landsliðið. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Hinn tvítugi Fati hefur fallið neðar í goggunarröðinni hjá Barcelona og félagið þarf að losa pláss í hópnum til að geta fengið Joao Cancelo á láni frá Englandsmeisturum Manchester City. Fati, sem er fæddur í Gínea-Bissá en hefur leikið fyrir spænska landsliðið, er af mörgum talinn einn efnilegasti leikmaður heims. Árið 2021 skirfaði hann undir nýjan samning við Barcelona sem gildir til ársins 2027 og felur í sér klásúlu sem segir að reiða þurfi fram einn milljarð evra til að losa leikmanninn undan samningnum. Það samsvarar 143 milljörðum íslenskra króna. Hann virðist nú vera á leið til Brighton á láni út tímabilið. Lánssamningurinn kveður ekki á um að Brighton þurfi að kaupa leikmanninn og enska úrvalsdeildarfélagið mun greiða stóran hluta af launum leikmannsins. 🚨 Ansu Fati to Brighton is HERE WE GO done! ✍️🇪🇸The English club will take a large part of his salary. 🤝Loan without option to buy. 💰(Source: @FabrizioRomano ) pic.twitter.com/TA89W720KD— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 31, 2023 Brighton er ekki eina liðið sem hefur haft áhuga á því að fá Fati í sínar raðir. Lundúnaliðin Tottenham og Chelsea eru einnig sögð hafa verið áhugasöm, en leikmaðurinn valdi Brighton eftir að hafa séð liðið spila undir stjórn Roberto de Zerbi. Fati er sem áður segir aðeins tvítugur að aldri en á að baki 80 deildarleiki fyrir Barcelona þar sem hann hefur skorað 22 mörk. Þá hefur hann einnig skorað tvö mörk í níu leikjum fyrir spænska landsliðið.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira