Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2023 15:56 Frá verkun hvals í Hvalfirði. Vísir/Egill Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. Þar segir að markmið reglugerðarinnar sé að bæta umgjörð veiðanna. Til að ná því markmiði skal tryggt að búnaður og framkvæmd veiða standist lágmarksviðmið sem kveðið er á um í lögum og reglugerðinni. Reglugerðin er viðbót við reglugerð um hvalveiðar og tiltekið er sérstaklega að við veiðar skuli ávellt stefnt að því að dýr aflífist samstundis. Staðið skal að veiðum þannig að það valdi langreyðum sem minnstum sársauka og aflífun þeirra taki sem skemmstan tíma. Þá er óheimilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa limlestingum eða kvölum. Skutlusprengja tengd með kveikibúnaði Í reglugerðinni segir að Matvælastofnun skuli hafa reglubundið eftirlit með veiðunum með eftirlitsferðum og myndbandsupptökum. Fiskistofa eigi að líta eftir framkvæmdum veiðanna að öðru leyti. Komi upp vafi um undir hvern framkvæmd eftirlits heyrir skuli ráðherra skera úr um það. Við veiðarnar skal nota búnað sem tryggir að langreyðar aflífist samstundis eða að aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi þeim sem minnstum þjáningum. Til að tryggja ofangreint skal Fiskistofa ganga úr skugga um að skip sem ætlað er til veiða á langreyðum sé búið eftirfarandi veiðibúnaði: Hvalveiðibyssu. Að lágmarki tveimur skipsföstum skotlínum. Skotlína skal vera þannig úr garði gerð að hún standist álag við veiðar og sé ekki næm fyrir ytri áhrifum á borð við vatn og raka. Skotlínukörfu sem fylgir hreyfingum hvalveiðibyssu. Skotlínukarfa skal þannig gerð að lína dragist úr körfu í stefnu skutuls. Miði á hvalveiðibyssu með upplýstum punkti. Óheimilt er að nota skutul án skutulsprengju. Einungis skal nota skutulsprengjur af gerðinni hvalgranat-99. Magn sprengiefnis í skutulsprengju skal vera nægilegt til að tryggja að dýr drepist samstundis. Óheimilt er að hleypa af skoti án þess að skutulsprengja sé fest á skutulinn og lína fest í skutul í annan endann og í skipið í hinn endann. Þrátt fyrir þetta er heimilt við endurskot að hleypa af skoti án þess að lína sé fest í skutul í annan endann og í skipið í hinn endann. Skal þá nota skutulskott sem er lína sem er fest við skutul í annan endann en ekki skipsföst til þess að auka stöðugleika flugs skutuls. Skutulsprengja skal tengd við skutul með kveikibúnaði sem tryggir að skutulsprengja springi þegar skutull gengur inn í dýr og á þeim stað sem veldur dýri nægilegum áverkum til þess að það drepist samstundis. Veiðar fari fram í dagsbirtu Veiðar skulu fara fram í dagsbirtu. Þá skulu ytri skilyrði vera með þeim hætti að líkur séu til þess að aflífun fari fram samstundis og m.a. gætt að ölduhæð, veðurskilyrðum og skyggni í því sambandi. Þó er skylt að fylgja dýri og ljúka aflífun við endurskot óháð framangreindum aðstæðum enda er veiðimönnum skylt að gera það sem í þeirra valdi stendur til að aflífa þau dýr sem þeir hafa valdið áverkum. Þegar dýr sést skal gengið úr skugga um að ekki fylgi kálfur í grennd við það. Tryggja á að hvalir séu ekki veiddir sem kálfar fylgja. Þá skal áætla lengd dýrs áður en hleypt er af skoti til að tryggja að ekki séu veiddir hvalir undir lágmarksstærð. Við veiðar skal hvalveiðibyssu miðað á skilgreint marksvæði, skjóta ber dýr úr öruggu færi en þó skal ekki skjóta dýr af lengra en 25 metra færi. Þá er fjallað um skotvinkilinn sem á að vera á bilinu 45-135° miðað við lengdaröxul dýrs. Þó er heimilt að víkja frá færi og skotvinkli þegar skjóta þarf sært dýr fleiri en einu skoti til að tryggja sem skjótasta aflífun. Þegar dýr drepst ekki tafarlaust ber án tafar að framkvæma endurskot. Skyttur skulu ljúka ýmsum námskeiðum Við veiðar skal tryggt að a.m.k. þrír úr áhöfn hafi reynslu af hvalveiðum. Með reynslu er átt við að aðili hafi verið hluti af áhöfn við hvalveiðar í minnst sex mánuði á síðustu fimm árum. Þó er heimilt að víkja frá þessu skilyrði þegar sérstaklega stendur á og áhafnarmeðlimur hefur sýnt fram á hæfni og þekkingu samkvæmt mati Fiskistofu. Skyttur sem annast veiðar og aflífun á dýrum skulu hafa lokið námskeiði í meðferð hvalveiðibyssu og sprengiskutla og í aflífunaraðferðum við hvalveiðar. Skyttur skulu jafnframt hafa lokið námskeiði, viðurkenndu af eftirlitsaðilum, sem að lágmarki skal innihalda fræðslu um líffræði, þ.m.t. atferli, sársaukaskyn og streitu, og vistfræði með tilliti til hvala og um regluverk sem um hvalveiðar gildir. Leyfishafi ber ábyrgð á að haldin sé gæðahandbók um veiðarnar sem skal vera aðgengileg eftirlitsaðilum og matvælaráðuneytinu. Gæðahandbók skal að lágmarki innihalda: Verklag við skimun hvalkálfa. Verklag við áætlun um lengd dýrs. Verklag við framkvæmd og undirbúning endurskota. Verklag við skráningu tilkynningarskyldra atvika. Verklag við athugun leyfishafa á orsökum þeirra. Verklag vegna viðbragða við tilkynningarskyldum atvikum, sbr. 10. gr., sem kunna að verða við veiðarnar. Verklag skal vera til þess fallið að tryggja að langreyðar séu aflífaðar á þann hátt að það valdi dýrum sem minnstum sársauka og taki sem skemmstan tíma og séu ekki veiddar á þann hátt að valdi þeim óþarfa limlestingum eða kvölum. Eftirlitsaðilar geta krafist úrbóta á verklagi sé það ekki til þess fallið að tryggja framangreind skilyrði, sbr. einnig skilyrði 6. gr. reglugerðar þessarar. Leyfishafi skal skila skýrslu um framkvæmd veiða til eftirlitsaðila í lok veiðitímabils. Skal þar meðala nnars greina frá helstu áskorunum tímabils, almennu viðhaldi veiðibúnaðar, samantekt atvika og mögulegar orsakir þeirra að mati leyfishafa og eftir því sem við getur átt. Alls kyns tilkynningarskyld atvik Leyfishafi skal tilkynna eftirlitsaðilum um atvik sem upp koma við veiðar á langreyðum eins fljótt og unnt er, en eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að veiðiferð lýkur. Eftirfarandi teljast tilkynningarskyld atvik við veiðar samkvæmt reglugerð þessari: Ef framkvæma þarf endurskot. Ef hvalur drepst ekki tafarlaust en endurskot er ekki framkvæmt. Ef endurskot tefst. Ef dýr sem skotið var sleppur eða tapast. Ef sprengiskutull springur ekki eða ef hann springur of snemma. Ef skutull hittir ekki á skilgreint marksvæði. Ef sprengiskutli er skotið utan skilgreinds skotvinkils. Ef grunur leikur á að kálfur hafi fylgt dýri, s.s. ef í ljós kemur að kýr hafi verið mjólkandi. Ef stærð dýrs reynist vera undir 15,2 m. Önnur atvik, s.s. óhappatilvik, mistök eða vanræksla. Í tilkynningu til eftirlitsaðila skal lýsa atviki, greina mögulegar orsakir þess og önnur atriði sem máli kunna að skipta. Auk annarra upplýsinga sem ber að skrá samkvæmt öðrum lögum og reglum sem og leyfisbréfi skal leyfishafi gæta þess að eftirfarandi upplýsingar séu skráðar í hverri veiðiferð: Fjöldi skutla fyrir hvert dýr sem er veitt. Nákvæm tímasetning fyrir hvert skot sem hleypt er af. Áhöfn og skyttur. Hvar skutull hittir dýr í hverju skoti. Veðurskilyrði (ölduhæð, vindur, birtuskilyrði, skyggni) í hverju skoti. Skotvinkill sem skotmaður skaut frá hverju sinni. Skotfjarlægð hvers skots. Áætluð lengd hvers dýrs. Hvernig skimun fyrir hvalkálfum var framkvæmd hverju sinni. Hvort önnur dýr voru í grennd og þá hve mörg hverju sinni. Reglugerðin, sem má lesa í heild sinni hér, tekur þegar gildi. Hvalveiðar Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Þar segir að markmið reglugerðarinnar sé að bæta umgjörð veiðanna. Til að ná því markmiði skal tryggt að búnaður og framkvæmd veiða standist lágmarksviðmið sem kveðið er á um í lögum og reglugerðinni. Reglugerðin er viðbót við reglugerð um hvalveiðar og tiltekið er sérstaklega að við veiðar skuli ávellt stefnt að því að dýr aflífist samstundis. Staðið skal að veiðum þannig að það valdi langreyðum sem minnstum sársauka og aflífun þeirra taki sem skemmstan tíma. Þá er óheimilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa limlestingum eða kvölum. Skutlusprengja tengd með kveikibúnaði Í reglugerðinni segir að Matvælastofnun skuli hafa reglubundið eftirlit með veiðunum með eftirlitsferðum og myndbandsupptökum. Fiskistofa eigi að líta eftir framkvæmdum veiðanna að öðru leyti. Komi upp vafi um undir hvern framkvæmd eftirlits heyrir skuli ráðherra skera úr um það. Við veiðarnar skal nota búnað sem tryggir að langreyðar aflífist samstundis eða að aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi þeim sem minnstum þjáningum. Til að tryggja ofangreint skal Fiskistofa ganga úr skugga um að skip sem ætlað er til veiða á langreyðum sé búið eftirfarandi veiðibúnaði: Hvalveiðibyssu. Að lágmarki tveimur skipsföstum skotlínum. Skotlína skal vera þannig úr garði gerð að hún standist álag við veiðar og sé ekki næm fyrir ytri áhrifum á borð við vatn og raka. Skotlínukörfu sem fylgir hreyfingum hvalveiðibyssu. Skotlínukarfa skal þannig gerð að lína dragist úr körfu í stefnu skutuls. Miði á hvalveiðibyssu með upplýstum punkti. Óheimilt er að nota skutul án skutulsprengju. Einungis skal nota skutulsprengjur af gerðinni hvalgranat-99. Magn sprengiefnis í skutulsprengju skal vera nægilegt til að tryggja að dýr drepist samstundis. Óheimilt er að hleypa af skoti án þess að skutulsprengja sé fest á skutulinn og lína fest í skutul í annan endann og í skipið í hinn endann. Þrátt fyrir þetta er heimilt við endurskot að hleypa af skoti án þess að lína sé fest í skutul í annan endann og í skipið í hinn endann. Skal þá nota skutulskott sem er lína sem er fest við skutul í annan endann en ekki skipsföst til þess að auka stöðugleika flugs skutuls. Skutulsprengja skal tengd við skutul með kveikibúnaði sem tryggir að skutulsprengja springi þegar skutull gengur inn í dýr og á þeim stað sem veldur dýri nægilegum áverkum til þess að það drepist samstundis. Veiðar fari fram í dagsbirtu Veiðar skulu fara fram í dagsbirtu. Þá skulu ytri skilyrði vera með þeim hætti að líkur séu til þess að aflífun fari fram samstundis og m.a. gætt að ölduhæð, veðurskilyrðum og skyggni í því sambandi. Þó er skylt að fylgja dýri og ljúka aflífun við endurskot óháð framangreindum aðstæðum enda er veiðimönnum skylt að gera það sem í þeirra valdi stendur til að aflífa þau dýr sem þeir hafa valdið áverkum. Þegar dýr sést skal gengið úr skugga um að ekki fylgi kálfur í grennd við það. Tryggja á að hvalir séu ekki veiddir sem kálfar fylgja. Þá skal áætla lengd dýrs áður en hleypt er af skoti til að tryggja að ekki séu veiddir hvalir undir lágmarksstærð. Við veiðar skal hvalveiðibyssu miðað á skilgreint marksvæði, skjóta ber dýr úr öruggu færi en þó skal ekki skjóta dýr af lengra en 25 metra færi. Þá er fjallað um skotvinkilinn sem á að vera á bilinu 45-135° miðað við lengdaröxul dýrs. Þó er heimilt að víkja frá færi og skotvinkli þegar skjóta þarf sært dýr fleiri en einu skoti til að tryggja sem skjótasta aflífun. Þegar dýr drepst ekki tafarlaust ber án tafar að framkvæma endurskot. Skyttur skulu ljúka ýmsum námskeiðum Við veiðar skal tryggt að a.m.k. þrír úr áhöfn hafi reynslu af hvalveiðum. Með reynslu er átt við að aðili hafi verið hluti af áhöfn við hvalveiðar í minnst sex mánuði á síðustu fimm árum. Þó er heimilt að víkja frá þessu skilyrði þegar sérstaklega stendur á og áhafnarmeðlimur hefur sýnt fram á hæfni og þekkingu samkvæmt mati Fiskistofu. Skyttur sem annast veiðar og aflífun á dýrum skulu hafa lokið námskeiði í meðferð hvalveiðibyssu og sprengiskutla og í aflífunaraðferðum við hvalveiðar. Skyttur skulu jafnframt hafa lokið námskeiði, viðurkenndu af eftirlitsaðilum, sem að lágmarki skal innihalda fræðslu um líffræði, þ.m.t. atferli, sársaukaskyn og streitu, og vistfræði með tilliti til hvala og um regluverk sem um hvalveiðar gildir. Leyfishafi ber ábyrgð á að haldin sé gæðahandbók um veiðarnar sem skal vera aðgengileg eftirlitsaðilum og matvælaráðuneytinu. Gæðahandbók skal að lágmarki innihalda: Verklag við skimun hvalkálfa. Verklag við áætlun um lengd dýrs. Verklag við framkvæmd og undirbúning endurskota. Verklag við skráningu tilkynningarskyldra atvika. Verklag við athugun leyfishafa á orsökum þeirra. Verklag vegna viðbragða við tilkynningarskyldum atvikum, sbr. 10. gr., sem kunna að verða við veiðarnar. Verklag skal vera til þess fallið að tryggja að langreyðar séu aflífaðar á þann hátt að það valdi dýrum sem minnstum sársauka og taki sem skemmstan tíma og séu ekki veiddar á þann hátt að valdi þeim óþarfa limlestingum eða kvölum. Eftirlitsaðilar geta krafist úrbóta á verklagi sé það ekki til þess fallið að tryggja framangreind skilyrði, sbr. einnig skilyrði 6. gr. reglugerðar þessarar. Leyfishafi skal skila skýrslu um framkvæmd veiða til eftirlitsaðila í lok veiðitímabils. Skal þar meðala nnars greina frá helstu áskorunum tímabils, almennu viðhaldi veiðibúnaðar, samantekt atvika og mögulegar orsakir þeirra að mati leyfishafa og eftir því sem við getur átt. Alls kyns tilkynningarskyld atvik Leyfishafi skal tilkynna eftirlitsaðilum um atvik sem upp koma við veiðar á langreyðum eins fljótt og unnt er, en eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að veiðiferð lýkur. Eftirfarandi teljast tilkynningarskyld atvik við veiðar samkvæmt reglugerð þessari: Ef framkvæma þarf endurskot. Ef hvalur drepst ekki tafarlaust en endurskot er ekki framkvæmt. Ef endurskot tefst. Ef dýr sem skotið var sleppur eða tapast. Ef sprengiskutull springur ekki eða ef hann springur of snemma. Ef skutull hittir ekki á skilgreint marksvæði. Ef sprengiskutli er skotið utan skilgreinds skotvinkils. Ef grunur leikur á að kálfur hafi fylgt dýri, s.s. ef í ljós kemur að kýr hafi verið mjólkandi. Ef stærð dýrs reynist vera undir 15,2 m. Önnur atvik, s.s. óhappatilvik, mistök eða vanræksla. Í tilkynningu til eftirlitsaðila skal lýsa atviki, greina mögulegar orsakir þess og önnur atriði sem máli kunna að skipta. Auk annarra upplýsinga sem ber að skrá samkvæmt öðrum lögum og reglum sem og leyfisbréfi skal leyfishafi gæta þess að eftirfarandi upplýsingar séu skráðar í hverri veiðiferð: Fjöldi skutla fyrir hvert dýr sem er veitt. Nákvæm tímasetning fyrir hvert skot sem hleypt er af. Áhöfn og skyttur. Hvar skutull hittir dýr í hverju skoti. Veðurskilyrði (ölduhæð, vindur, birtuskilyrði, skyggni) í hverju skoti. Skotvinkill sem skotmaður skaut frá hverju sinni. Skotfjarlægð hvers skots. Áætluð lengd hvers dýrs. Hvernig skimun fyrir hvalkálfum var framkvæmd hverju sinni. Hvort önnur dýr voru í grennd og þá hve mörg hverju sinni. Reglugerðin, sem má lesa í heild sinni hér, tekur þegar gildi.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira