True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2023 16:58 Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og stjórnarformaður framleiðslufyrirtækisins True North. Aðsend Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. Í lögbannskröfunni segir að True North krefjist þess að sýslumaðurinn á Vesturlandi leggi lögbann við því að Hvalur hefji veiðar á langreyðum. Þá fer True North fram á að lögbann verði sett á án þess að fyrirtækið þurfi að leggja fram tryggingu. Hvalveiðivertíðin hefst á morgun 1. september en með hertum skilyrðum sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti með nýrri reglugerð í dag. Kristján Loftsson er forstjóri Hvals hf. sem er eini aðilinn á Íslandi sem veiðir langreyðar. True North er íslenskt framleiðslufyrirtæki í sjónvarps- og kvikmyndageira og segist í kröfunni reiða sig að langmestu leyti á erlenda aðila. Eins og fyrr segir liggi fyrir yfirlýsing 67 leikara, leikstjóra, höfunda og annarra sem starfi í kvikmyndaiðnaði á alþjóðavísu sem fullyrði að ef Hvalur hf hefji veiðar á langreyðum á ný þá muni þeir ekki koma lengur með verkefni sín til Íslands. Þá vísar True North til þess að hvalveiðar minnki getu sjávar til kolefnisbindingar, þess að þriðjungur hvala sem Hvalur veiddi árið 2022 hafi háð langt dauðastríð, skýrslu fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps matvælaráðherra sem birt var í vikunni og fjallaði um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðar. Segir True North að erfitt og jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. Verulegir hagsmunir séu undir upp á fjármögnun framtíðarverkefna. Þeir hagsmunir séu ekki einungis fjárhagslegs eðlis heldur sé orðspor listrænna greina í húfi sem ekki verði bætt með skaðabótum. Bendir fyrirtækið á að starfsemi Hvals hafi verið í andstöðu við lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Eðli málsins samkvæmt ógni slík frávik matvælaöryggi þar sem um veiðar, verkun og vinnslu dýraafurða til manneldis sé að ræða. Jafnframt sé vatnsból sem standi fyrir ofan hvalstöð Hvals í andstöðu við reglugerð um neysluvatn og ekki á skipulagi eins og vera ber. Hvalveiðar Dýraheilbrigði Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. 31. ágúst 2023 15:56 Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45 „Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Í lögbannskröfunni segir að True North krefjist þess að sýslumaðurinn á Vesturlandi leggi lögbann við því að Hvalur hefji veiðar á langreyðum. Þá fer True North fram á að lögbann verði sett á án þess að fyrirtækið þurfi að leggja fram tryggingu. Hvalveiðivertíðin hefst á morgun 1. september en með hertum skilyrðum sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti með nýrri reglugerð í dag. Kristján Loftsson er forstjóri Hvals hf. sem er eini aðilinn á Íslandi sem veiðir langreyðar. True North er íslenskt framleiðslufyrirtæki í sjónvarps- og kvikmyndageira og segist í kröfunni reiða sig að langmestu leyti á erlenda aðila. Eins og fyrr segir liggi fyrir yfirlýsing 67 leikara, leikstjóra, höfunda og annarra sem starfi í kvikmyndaiðnaði á alþjóðavísu sem fullyrði að ef Hvalur hf hefji veiðar á langreyðum á ný þá muni þeir ekki koma lengur með verkefni sín til Íslands. Þá vísar True North til þess að hvalveiðar minnki getu sjávar til kolefnisbindingar, þess að þriðjungur hvala sem Hvalur veiddi árið 2022 hafi háð langt dauðastríð, skýrslu fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps matvælaráðherra sem birt var í vikunni og fjallaði um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðar. Segir True North að erfitt og jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. Verulegir hagsmunir séu undir upp á fjármögnun framtíðarverkefna. Þeir hagsmunir séu ekki einungis fjárhagslegs eðlis heldur sé orðspor listrænna greina í húfi sem ekki verði bætt með skaðabótum. Bendir fyrirtækið á að starfsemi Hvals hafi verið í andstöðu við lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Eðli málsins samkvæmt ógni slík frávik matvælaöryggi þar sem um veiðar, verkun og vinnslu dýraafurða til manneldis sé að ræða. Jafnframt sé vatnsból sem standi fyrir ofan hvalstöð Hvals í andstöðu við reglugerð um neysluvatn og ekki á skipulagi eins og vera ber.
Hvalveiðar Dýraheilbrigði Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. 31. ágúst 2023 15:56 Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45 „Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. 31. ágúst 2023 15:56
Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45
„Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35