Erlent

Beðnir um að loka gluggum vegna bý­flugna í milljóna­tali

Máni Snær Þorláksson skrifar
Býflugnabóndi að nafni Tyler Trute safnar saman býflugum sem sluppu.
Býflugnabóndi að nafni Tyler Trute safnar saman býflugum sem sluppu. AP/Carlos Osorio

Fimm milljónir býflugna sluppu úr búrum sínum í gær þegar bíll sem var að flytja þær rann til á veginum í kanadísku borginni Burlington. Bílstjórar voru beðnir um að loka gluggum sínum og gangandi vegfarendur voru varaðir við.

„Ég vona að ég þurfi aldrei að upplifa þetta aftur,“ segir Michael Barber býflugnabóndi í samtali við BBC. Lögreglan á svæðinu hafði samband við Barber og fékk hann til að hjálpa við að ná býflugunum aftur í búrin. Barber heyrði svo í öðrum býflugnabændum sem einnig lögðu hönd á plóg.

Mike Osborne býflugnabóndi er einn þeirra sem hjálpaði til við að ná býflugunum aftur í búrin.AP/Carlos Osorio

Barber segir að þegar hann mætti á svæðið hafi „nokkuð klikkað ský af býflygum“ tekið á móti honum. Býflugurnar hafi verið reiðar og ringlaðar. Þá hafi hann ekki upplifað neitt þessu líkt á sínum ellefu árum sem býflugnabóndi.

Eftir nokkra klukkutíma tókst að koma flestum býflugunum aftur í búrin. Það tókst þó ekki áfallalaust en samkvæmt Barber voru sumir býflugnabændurnir stungnir. Bílstjórinn sem var að flytja býflugurnar kom þó líklega verst út úr þessu en hann var stunginn yfir hundrað sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×