Réttlæti hins sterka, gildrur í dómskerfinu Jörgen Ingimar Hansson skrifar 1. september 2023 12:00 Margar gildrur eru til staðar í dómskerfinu sem Alþingi og lögskýrendur hafa sett upp og lögmenn geta nýtt sér á þann hátt sem kallað er að beita lagaklækjum. Sjálfsagt mætti skrifa heila bók um þær. Þegar þær leiða til dóma sem eru á skjön við réttlæti, sanngirni og heilbrigða skynsemi er allt of langt gengið. Ég benti á tvær þeirra, málskostnaðartryggingu og löggeymslu, í grein minni sem birtist hér á Vísi 10. ágúst síðastliðinn. Athuga þarf að lög eru í meginatriðum búin til í þremur áföngum. Í upphafi semur einn eða fáir aðilar lagafrumvarp. Venjulega er það gert í einhverju ráðuneytinu, það er hjá framkvæmdavaldinu. Alþingi fjallar um og afgreiðir lögin í knöppu orðalagi eins og alls staðar er gert. Þess vegna getur verið erfitt að átta sig á því hvað lögin þýða nákvæmlega í einhverjum sérstökum tilfellum. Algengt er þess vegna að einhver til þess bær maður, til dæmis prófessor, með mikla reynslu í lagabálkinum skrifi ritgerð eða bók þar sem farið er dýpra í málin til skýringar á lögunum sem þá eru oft álitin hin endanlegu lög. Hann hefur þá farið ofan í greinargerðina með lögunum og umræður á Alþingi um þau og örugglega einnig bætt við atriðum frá eigin brjósti. Farir þú í dómsmál þarft þú að vera viðbúinn því að flest fari á annan veg en ætlað var í upphafi. Að minnsta kosti ef um einhvers konar svikamál er að ræða má búast við því að hinn aðili málsins eða lögmaður hans hafi þegar í upphafi kortlagt veikleika þína með það í huga að vega að þér þar sem þú ert veikastur fyrir og átt síst von á. Í dómsmálinu sem ég lenti í svaraði hinn aðili málsins stefnu minni með því að leggja fram í dómnum reikninga með undirrituðum greiðsluviðurkenningum í mínu nafni sem hann staðhæfði að ég hefði ritað eigin hendi. Ekkert mark var tekið á því að þær væru undarlegar á ýmsan hátt og á skjön við ýmis megin gögn í málinu. Einungis var tekið mark á því að mér tókst ekki á þeim tíma að afsanna að þær væru mínar. Það tókst reyndar síðar. Ég hafði stefnt í málinu án samþykkis meðeiganda míns sem ég var sannfærður um að hefði aðstoðað hinn aðila málsins við að hafa út úr mér það fé sem málið snérist um. Það varð til þess að hinn aðili málsins hélt því fram að málið stafaði af ósætti milli mín og meðeigandans sem ósanngjarnt væri að hann væri gerður ábyrgur fyrir. Dómarinn gleypti þá skýringu sem þó var sett fram munnlega án nokkurra gagna til rökstuðnings. Lögskýringar munu vera á þá leið að eigendur fyrirtækis séu eitt, svipað og í hjónabandi. Sé hins vegar um glæpsamlega hegðun annars eigendanna að ræða, eins og mér fannst þarna augljóslega vera að eiga sér stað, er með lögskýringunni í þessu tilfelli, verið að styðja við bakið á þeirri glæpsamlegu hegðun. Dómskerfið hefur til allrar hamingju í einstökum tilfellum haft um það frumkvæði að hundsa þessa viðleitni. Ég held reyndar að það hafi yfirleitt verið gert þegar yfirstéttarfólk hefur átt í hlut. Almenningur nýtur þess síðar þegar dómafordæmið er orðið að dómvenju. Ekki þótti í þessu tilfelli vera ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að um glæpsamlegt athæfi gæti verið að ræða enda ég úr röðum almennings. Dómarinn sá aðeins að nafn félaga míns stóð á reikningnum en ekki fyrirtækisins. Engu máli skipti að allir reikningar höfðu verið greiddir úr fyrirtækinu en félagi minn hefði að sögn hins aðila málsins hirt tekjurnar. Engu máli skipti þótt hinn aðilinn í málinu neitaði að leggja fram staðfestingar á greiðslum. Ég var svo vitlaus að halda að dómstóllinn myndi ekki geta dæmt honum í vil nema að sannanir fyrir raunverulegum greiðslum hefðu verið lagðar fram. Dómstóllinn virtist telja að í undirskriftum væri betra hald sem þær hugsanlega voru fyrir tölvuöld (1950-1970) en þjóðfélagið á þeim tíma er það sem enn er miðað við í dómskerfinu. Félagi minn í fyrirtækinu sagðist hafa rekið viðskiptin á eigin spýtur eins og hver annar einkaaðili þrátt fyrir að hann hefði verið titlaður framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem allur reksturinn fór í gegnum. Í augum dómskerfisins var ekkert athugavert við það enda engin lög sem segja að það sé ólöglegt þó í sumum dómum sé það talin gripdeild. Að minnsta kosti er ég viss um að í augum almennings sé þar ástæða til sérstakrar skoðunar. Dómarinn taldi enga þörf á því enda virðist heilbrigð skynsemi ekki koma dómskerfinu við. Í dómnum er kveðið upp úr með það að framkvæmdastjóri hafi hvort eð er leyfi samkvæmt lögum til þess að taka við peningum og stinga þeim í eigin vasa. Nafn fyrirtækisins stóð reyndar á síðustu reikningunum. Þá þurfti samkvæmt dómnum gagnaðilinn ekki heldur að inna neinar greiðslur af hendi vegna þess að hann hefði ekki verið látið vita með nægilega tryggum hætti, það er skriflegum, að breyting á kröfuhafa hefði átt sér stað. Það var í samræmi við lögskýringu sem einn af dómurunum í Hæstarétti, sem dæmdu málið, hafði samið. Ekki þurfti hins vegar að sýna fram á breytinguna á kröfuhafanum sem ég taldi augljóst að hefði alls ekki orðið. Engin rök eða gögn voru lögð fram um að þetta fyrirtæki félaga míns hefði yfirleitt verið til annað en munnleg staðhæfing hans sjálfs. Fram fóru skjalfest miklar greiðslur milli fyrirtækjanna tveggja sem félagi minn framkvæmdastjórinn sá um. Forráðamenn hins fyrirtækisins sögðu þá einfaldlega að hann hefði gert það í óleyfi sem tekið var gilt hjá dómaranum þrátt fyrir að samkvæmt tölvupósti, sem lagður var fram í dómnum, átti hann að vera sérstakur fulltrúi þess í þeim gerningum. Athuga þarf að Hæstiréttur Íslands staðfesti dóminn að öllu leyti svo varla er vafi á því að hann hafi verið að öllu leyti samkvæmt íslenskum lögum. Í bók minni: Réttlæti hins sterka. Ádeila á dómskerfið og Alþingi, er nánar fjallað um þau málefni sem til umræðu eru í þessari grein. Enn má spyrja hvort almenningi sé óhætt í dómskerfinu. Ég tel augljóst að svo sé ekki. Bæði er hlutverk Alþingis svo augljóslega að verja og hygla þeim sem voldugastir eru og framkvæmd þeirra of tilviljanakennd og ósamstæð til þess að óhætt sé að hætta tiltölulega miklu fé í dómsmál að óbreyttu. Er það óháð því hve viðkomandi finnst réttlætið vera augljóslega hans megin. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Sjá meira
Margar gildrur eru til staðar í dómskerfinu sem Alþingi og lögskýrendur hafa sett upp og lögmenn geta nýtt sér á þann hátt sem kallað er að beita lagaklækjum. Sjálfsagt mætti skrifa heila bók um þær. Þegar þær leiða til dóma sem eru á skjön við réttlæti, sanngirni og heilbrigða skynsemi er allt of langt gengið. Ég benti á tvær þeirra, málskostnaðartryggingu og löggeymslu, í grein minni sem birtist hér á Vísi 10. ágúst síðastliðinn. Athuga þarf að lög eru í meginatriðum búin til í þremur áföngum. Í upphafi semur einn eða fáir aðilar lagafrumvarp. Venjulega er það gert í einhverju ráðuneytinu, það er hjá framkvæmdavaldinu. Alþingi fjallar um og afgreiðir lögin í knöppu orðalagi eins og alls staðar er gert. Þess vegna getur verið erfitt að átta sig á því hvað lögin þýða nákvæmlega í einhverjum sérstökum tilfellum. Algengt er þess vegna að einhver til þess bær maður, til dæmis prófessor, með mikla reynslu í lagabálkinum skrifi ritgerð eða bók þar sem farið er dýpra í málin til skýringar á lögunum sem þá eru oft álitin hin endanlegu lög. Hann hefur þá farið ofan í greinargerðina með lögunum og umræður á Alþingi um þau og örugglega einnig bætt við atriðum frá eigin brjósti. Farir þú í dómsmál þarft þú að vera viðbúinn því að flest fari á annan veg en ætlað var í upphafi. Að minnsta kosti ef um einhvers konar svikamál er að ræða má búast við því að hinn aðili málsins eða lögmaður hans hafi þegar í upphafi kortlagt veikleika þína með það í huga að vega að þér þar sem þú ert veikastur fyrir og átt síst von á. Í dómsmálinu sem ég lenti í svaraði hinn aðili málsins stefnu minni með því að leggja fram í dómnum reikninga með undirrituðum greiðsluviðurkenningum í mínu nafni sem hann staðhæfði að ég hefði ritað eigin hendi. Ekkert mark var tekið á því að þær væru undarlegar á ýmsan hátt og á skjön við ýmis megin gögn í málinu. Einungis var tekið mark á því að mér tókst ekki á þeim tíma að afsanna að þær væru mínar. Það tókst reyndar síðar. Ég hafði stefnt í málinu án samþykkis meðeiganda míns sem ég var sannfærður um að hefði aðstoðað hinn aðila málsins við að hafa út úr mér það fé sem málið snérist um. Það varð til þess að hinn aðili málsins hélt því fram að málið stafaði af ósætti milli mín og meðeigandans sem ósanngjarnt væri að hann væri gerður ábyrgur fyrir. Dómarinn gleypti þá skýringu sem þó var sett fram munnlega án nokkurra gagna til rökstuðnings. Lögskýringar munu vera á þá leið að eigendur fyrirtækis séu eitt, svipað og í hjónabandi. Sé hins vegar um glæpsamlega hegðun annars eigendanna að ræða, eins og mér fannst þarna augljóslega vera að eiga sér stað, er með lögskýringunni í þessu tilfelli, verið að styðja við bakið á þeirri glæpsamlegu hegðun. Dómskerfið hefur til allrar hamingju í einstökum tilfellum haft um það frumkvæði að hundsa þessa viðleitni. Ég held reyndar að það hafi yfirleitt verið gert þegar yfirstéttarfólk hefur átt í hlut. Almenningur nýtur þess síðar þegar dómafordæmið er orðið að dómvenju. Ekki þótti í þessu tilfelli vera ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að um glæpsamlegt athæfi gæti verið að ræða enda ég úr röðum almennings. Dómarinn sá aðeins að nafn félaga míns stóð á reikningnum en ekki fyrirtækisins. Engu máli skipti að allir reikningar höfðu verið greiddir úr fyrirtækinu en félagi minn hefði að sögn hins aðila málsins hirt tekjurnar. Engu máli skipti þótt hinn aðilinn í málinu neitaði að leggja fram staðfestingar á greiðslum. Ég var svo vitlaus að halda að dómstóllinn myndi ekki geta dæmt honum í vil nema að sannanir fyrir raunverulegum greiðslum hefðu verið lagðar fram. Dómstóllinn virtist telja að í undirskriftum væri betra hald sem þær hugsanlega voru fyrir tölvuöld (1950-1970) en þjóðfélagið á þeim tíma er það sem enn er miðað við í dómskerfinu. Félagi minn í fyrirtækinu sagðist hafa rekið viðskiptin á eigin spýtur eins og hver annar einkaaðili þrátt fyrir að hann hefði verið titlaður framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem allur reksturinn fór í gegnum. Í augum dómskerfisins var ekkert athugavert við það enda engin lög sem segja að það sé ólöglegt þó í sumum dómum sé það talin gripdeild. Að minnsta kosti er ég viss um að í augum almennings sé þar ástæða til sérstakrar skoðunar. Dómarinn taldi enga þörf á því enda virðist heilbrigð skynsemi ekki koma dómskerfinu við. Í dómnum er kveðið upp úr með það að framkvæmdastjóri hafi hvort eð er leyfi samkvæmt lögum til þess að taka við peningum og stinga þeim í eigin vasa. Nafn fyrirtækisins stóð reyndar á síðustu reikningunum. Þá þurfti samkvæmt dómnum gagnaðilinn ekki heldur að inna neinar greiðslur af hendi vegna þess að hann hefði ekki verið látið vita með nægilega tryggum hætti, það er skriflegum, að breyting á kröfuhafa hefði átt sér stað. Það var í samræmi við lögskýringu sem einn af dómurunum í Hæstarétti, sem dæmdu málið, hafði samið. Ekki þurfti hins vegar að sýna fram á breytinguna á kröfuhafanum sem ég taldi augljóst að hefði alls ekki orðið. Engin rök eða gögn voru lögð fram um að þetta fyrirtæki félaga míns hefði yfirleitt verið til annað en munnleg staðhæfing hans sjálfs. Fram fóru skjalfest miklar greiðslur milli fyrirtækjanna tveggja sem félagi minn framkvæmdastjórinn sá um. Forráðamenn hins fyrirtækisins sögðu þá einfaldlega að hann hefði gert það í óleyfi sem tekið var gilt hjá dómaranum þrátt fyrir að samkvæmt tölvupósti, sem lagður var fram í dómnum, átti hann að vera sérstakur fulltrúi þess í þeim gerningum. Athuga þarf að Hæstiréttur Íslands staðfesti dóminn að öllu leyti svo varla er vafi á því að hann hafi verið að öllu leyti samkvæmt íslenskum lögum. Í bók minni: Réttlæti hins sterka. Ádeila á dómskerfið og Alþingi, er nánar fjallað um þau málefni sem til umræðu eru í þessari grein. Enn má spyrja hvort almenningi sé óhætt í dómskerfinu. Ég tel augljóst að svo sé ekki. Bæði er hlutverk Alþingis svo augljóslega að verja og hygla þeim sem voldugastir eru og framkvæmd þeirra of tilviljanakennd og ósamstæð til þess að óhætt sé að hætta tiltölulega miklu fé í dómsmál að óbreyttu. Er það óháð því hve viðkomandi finnst réttlætið vera augljóslega hans megin. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun