Viðskipti innlent

Ing­veldur nýr rekstrar­stjóri Dineout

Atli Ísleifsson skrifar
Ingveldur Kristjánsdóttir.
Ingveldur Kristjánsdóttir. Aðsend/Marinó Flóvent

Ingveldur Kristjánsdóttir hefur tekið við sem framkvæmdastjóri rekstrar (COO) hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Dineout.

Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýja stöðu en Ingveldur mun einna helst sinna daglegum rekstri, áætlanagerð, fjármálum, markaðsmálum og greiningu nýrra tækifæra. Hún hefur þegar hafið störf.

„Síðustu sex ár hefur Ingveldur rekið sitt eigið markaðsfyrirtæki og aðstoðað hin ýmsu fyrirtæki, meðal annars Dineout, við að gera sig sýnilegri með stafrænni markaðssetningu. Hún hefur einnig komið víða við í atvinnulífinu og hefur til að mynda unnið hjá Hagkaup, Marel og Íslandsbanka. 

Ingveldur er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í markaðsfræði frá sama skóla,“ segir í tilkynningunni.

Dineout var stofnað árið 2017 af Ingu Tinnu Sigurðardóttur, en hún og Magnús Björn Sigurðsson eru meirihlutaeigendur fyrirtækisins í dag. Fyrirtækið hefur þróað kerfi þar sem hægt er að sýsla með allt er viðkemur rekstri veitingastaða á einum miðlægum stað. Lausnirnar eru meðal annars borðabókunarkerfi, kassakerfi (sölukerfi), matarpöntunarkerfi (take-away), rafræn gjafbréf, vefsíður, tilboð (coupons), viðburðir, salaleiga og veisluþjónusta. 

Alls starfa sextán manns hjá Dineout.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×