Kókaínpar hafnaði samverknaði þrátt fyrir heilmikil samskipti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2023 16:00 Fólkið flaug frá Madrid á Spáni þann 23. apríl síðastliðinn. Unsplash/Emilio Garcia Erlendur karlmaður og erlend kona hafa verið dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á kókaíni til landsins. Fólkið játaði brot sitt en hafnaði að um samverknað hefði verið að ræða. Samverknaður kemur til þyngingar við brot á lögum. Angelo Mohamed Sagastegui Mazuelo og Leslie Lisbeth Linares Villanueva kom til landsins með flugi frá Madrid þann 23. apríl síðastliðinn. Grunur lék á því að þau væru búin að dvelja lengur innan Schengen svæðisins en þau höfðu heimild til og voru færð á varðstofu lögreglu. Þau sögðust ekkert þekkja hvort til annars. Í ljós kom að þau voru með tugi pakkninga af kókaíni innvortis og játuðu þau hvort í sínu lagi að hafa smyglað kókaíni. 590 grömm í 62 pakkningum hjá Angelo og 748 grömm í 78 pakkningum hjá Leslie. Þau játuðu þó ekki að hafa framið brotið í samverknaði sem varð til þess að aðalmeðferð fór fram í málinu. Fólkið sagðist vera hælisleitendur í Madrid sem ættu engan kost á heiðarlegri vinnu. Þau hefðu því tekið að sér að flytja kókaín innvortis til Íslands. Tvö þúsund evrur voru greiðslan fyrir verkefnið og 350 evrur til að halda þeim uppi á Íslandi í fjóra til fimm daga. Svo áttu þau bókað sama flug frá landinu. Héraðsdómur Reykjaness taldi of mikið ekki ganga upp í frásögn fólksins þess efnis að fólkið hefði ekki unnið saman við innflutninginn. Fólkið hafði verið í samskiptum á Whatsapp á meðan það kyngdi pakkningunum og sent farseðla sín á milli. Til að byrja með hefðu þau látið lítið með kunningskap sinn en svo komið í ljós að þau höfðu þekkst í nokkra mánuði og verið í sömu íbúðinni í Madrid þar sem kókaínið var afhent. Héraðsdómur dæmdi fólkið í tveggja ára fangelsi. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald sem þau hafa sætt frá komunni til landsins þann 23. apríl. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Angelo Mohamed Sagastegui Mazuelo og Leslie Lisbeth Linares Villanueva kom til landsins með flugi frá Madrid þann 23. apríl síðastliðinn. Grunur lék á því að þau væru búin að dvelja lengur innan Schengen svæðisins en þau höfðu heimild til og voru færð á varðstofu lögreglu. Þau sögðust ekkert þekkja hvort til annars. Í ljós kom að þau voru með tugi pakkninga af kókaíni innvortis og játuðu þau hvort í sínu lagi að hafa smyglað kókaíni. 590 grömm í 62 pakkningum hjá Angelo og 748 grömm í 78 pakkningum hjá Leslie. Þau játuðu þó ekki að hafa framið brotið í samverknaði sem varð til þess að aðalmeðferð fór fram í málinu. Fólkið sagðist vera hælisleitendur í Madrid sem ættu engan kost á heiðarlegri vinnu. Þau hefðu því tekið að sér að flytja kókaín innvortis til Íslands. Tvö þúsund evrur voru greiðslan fyrir verkefnið og 350 evrur til að halda þeim uppi á Íslandi í fjóra til fimm daga. Svo áttu þau bókað sama flug frá landinu. Héraðsdómur Reykjaness taldi of mikið ekki ganga upp í frásögn fólksins þess efnis að fólkið hefði ekki unnið saman við innflutninginn. Fólkið hafði verið í samskiptum á Whatsapp á meðan það kyngdi pakkningunum og sent farseðla sín á milli. Til að byrja með hefðu þau látið lítið með kunningskap sinn en svo komið í ljós að þau höfðu þekkst í nokkra mánuði og verið í sömu íbúðinni í Madrid þar sem kókaínið var afhent. Héraðsdómur dæmdi fólkið í tveggja ára fangelsi. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald sem þau hafa sætt frá komunni til landsins þann 23. apríl.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira