Stjórnendur farið langt yfir strikið Bjarki Sigurðsson skrifar 2. september 2023 11:05 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir brot á samkeppnislögum vera aðför að neytendum. Vísir/Sigurjón Formaður Neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskip hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjanna tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. Á fimmtudag var greint frá rúmlega fjögurra milljarða sekt Samskipa vegna brota á samkeppnislögum. Með samráði við annað flutningafélag, Eimskip, hækkuðu félögin verð gagnvart viðskiptavinum sínum en félögin tvö eru næstum allsráðandi á íslenskum flutningamarkaði. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir brotin sem fyrirtækið gerðist uppvíst að vera aðför að neytendum. Miklar líkur séu á að hækkað verð á flutningum skili sér til neytenda í hækkuðu vöruverði. „Það er náttúrulega alveg galið að svona samráð eigi sér stað og það sýnir sig hversu mikilvægt er að það sé virkt aðhald á markaðinum til þess að veita fyrirtækjum aðhald hér á Íslandi. Það er alveg ótrúlegt hvað margir stjórnendur stórra fyrirtækja, ef maður lítur á söguna í gegnum tíðina, hafa farið yfir strikið. Eins og í þessu tilviki virðist vera sem að það hafi verið farið alveg rækilega og langt yfir strikið,“ segir Breki. Það sé mikilvægt fyrir Íslendinga að geta treyst á virka samkeppni þar sem venjulega eru aðeins þrjú eða fjögur fyrirtæki á hverju sviði. Efla þurfi eftirlit því mörg fyrirtæki veigri sér ekki við því að brjóta samkeppnislög. „Þetta er bara afar sorglegt að stjórnendur fyrirtækja skuli haga sér á svona hátt og brjóta svona á okkur neytendum. Brot á samkeppnislögum er aðför að neytendum,“ segir Breki. Neytendur Skipaflutningar Samkeppnismál Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Leggja til leiðir til að auka samkeppni Samkeppniseftirlit Íslands leggur til að stjórnvöld grípi til aðgerða til að efla samkeppni á flutningamarkaði með ýmsum aðgerðum. Er það sagt vera mikilvægt og þá meðal annars vegna hækkana á vöruverði síðustu mánuði. 1. september 2023 15:50 Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Sterkar vísbendingar eru um að ólöglegt samráð skipafélaganna Samskipa og Eimskipa hafi valdið fyrirtækjum í innflutningi og útflutningi stórfelldu tjóni, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hefur hvatt félagsmenn sína til þess að kanna hvort þau fái tjón sitt bætt frá félögunum. 1. september 2023 11:09 Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Á fimmtudag var greint frá rúmlega fjögurra milljarða sekt Samskipa vegna brota á samkeppnislögum. Með samráði við annað flutningafélag, Eimskip, hækkuðu félögin verð gagnvart viðskiptavinum sínum en félögin tvö eru næstum allsráðandi á íslenskum flutningamarkaði. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir brotin sem fyrirtækið gerðist uppvíst að vera aðför að neytendum. Miklar líkur séu á að hækkað verð á flutningum skili sér til neytenda í hækkuðu vöruverði. „Það er náttúrulega alveg galið að svona samráð eigi sér stað og það sýnir sig hversu mikilvægt er að það sé virkt aðhald á markaðinum til þess að veita fyrirtækjum aðhald hér á Íslandi. Það er alveg ótrúlegt hvað margir stjórnendur stórra fyrirtækja, ef maður lítur á söguna í gegnum tíðina, hafa farið yfir strikið. Eins og í þessu tilviki virðist vera sem að það hafi verið farið alveg rækilega og langt yfir strikið,“ segir Breki. Það sé mikilvægt fyrir Íslendinga að geta treyst á virka samkeppni þar sem venjulega eru aðeins þrjú eða fjögur fyrirtæki á hverju sviði. Efla þurfi eftirlit því mörg fyrirtæki veigri sér ekki við því að brjóta samkeppnislög. „Þetta er bara afar sorglegt að stjórnendur fyrirtækja skuli haga sér á svona hátt og brjóta svona á okkur neytendum. Brot á samkeppnislögum er aðför að neytendum,“ segir Breki.
Neytendur Skipaflutningar Samkeppnismál Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Leggja til leiðir til að auka samkeppni Samkeppniseftirlit Íslands leggur til að stjórnvöld grípi til aðgerða til að efla samkeppni á flutningamarkaði með ýmsum aðgerðum. Er það sagt vera mikilvægt og þá meðal annars vegna hækkana á vöruverði síðustu mánuði. 1. september 2023 15:50 Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Sterkar vísbendingar eru um að ólöglegt samráð skipafélaganna Samskipa og Eimskipa hafi valdið fyrirtækjum í innflutningi og útflutningi stórfelldu tjóni, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hefur hvatt félagsmenn sína til þess að kanna hvort þau fái tjón sitt bætt frá félögunum. 1. september 2023 11:09 Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Leggja til leiðir til að auka samkeppni Samkeppniseftirlit Íslands leggur til að stjórnvöld grípi til aðgerða til að efla samkeppni á flutningamarkaði með ýmsum aðgerðum. Er það sagt vera mikilvægt og þá meðal annars vegna hækkana á vöruverði síðustu mánuði. 1. september 2023 15:50
Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Sterkar vísbendingar eru um að ólöglegt samráð skipafélaganna Samskipa og Eimskipa hafi valdið fyrirtækjum í innflutningi og útflutningi stórfelldu tjóni, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hefur hvatt félagsmenn sína til þess að kanna hvort þau fái tjón sitt bætt frá félögunum. 1. september 2023 11:09
Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05