Síðustu forvöð til að drekka sig fulla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. september 2023 20:06 Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar færði Elínborgu blómvönd í tilefni dagsins en hún er elsti íbúi sveitarfélagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elsti íbúa Hornafjarðar, Elínborg Pálsdóttir fagnar 100 ára afmæli sínu í dag. Hún segist stefna ótrauð á að verða 110 ára. Hér erum við að tala um Elínborgu Pálsdóttur, fimm barna móðir en maður hennar var Benedikt Þorsteinsson, sem lést í október 2001. Þau bjuggu í Suðursveit. Elínborg býr á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn þar sem fer vel um hana. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Sigurjón Andrésson færði afmælisbarninu blómvönd í tilefni dagsins en Elínborg er elsti núlifandi íbúi sveitarfélagsins. „Það er gott að vera hérna, þetta er góð elli, maður fær alla hjálp, sem maður þarf, það er stjanað við mann,” segir Elínborg. Og þú ert orðin 100 ára, hvernig líst þér á það? „Það er bara ágætt á meðan ég held heilsunni og er ekki niðurbeygð eins og gamalt fólk verður oft,” segir hún. Elínborg fer út að ganga á hverjum degi með göngugrindina sína og er almennt mjög heilsuhraust. „Ég hef hreyft mig mikið, ég hef gengið mikið og borðað hollan mat náttúrulega og ekki verið óreglu manneskja og ekki reykt, það er bölvað eitur að reykja,” segir Elínborg. Elínborg hefur alltaf hreyft sig mikið og fer út að ganga mjög reglulega með göngugrindina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Elínborg er gamansöm og svaraði svona þegar hún var spurð hvað hún ætlaði að gera í tilefni dagsins? „Ég ætla að drekka mig fulla, það eru að verða síðustu forvöð til þess,“ segir hún og hlær. Það fer einstaklega vel um Elínborg eins og annað heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu á Höfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað ætlar hún að verða gömul? „Þetta er skrítin spurning. Það er svo gott að vera hérna, ég gæti orðið 110 að minnsta kosti. Ég veit ekki hvort að nokkur hafi orðið það hérna, ég hugsa ekki.” Það fór vel á með bæjarstjóranum og Elínborgu þegar þau hittust og fóru yfir málin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Hornafjörður Eldri borgarar Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Hér erum við að tala um Elínborgu Pálsdóttur, fimm barna móðir en maður hennar var Benedikt Þorsteinsson, sem lést í október 2001. Þau bjuggu í Suðursveit. Elínborg býr á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn þar sem fer vel um hana. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Sigurjón Andrésson færði afmælisbarninu blómvönd í tilefni dagsins en Elínborg er elsti núlifandi íbúi sveitarfélagsins. „Það er gott að vera hérna, þetta er góð elli, maður fær alla hjálp, sem maður þarf, það er stjanað við mann,” segir Elínborg. Og þú ert orðin 100 ára, hvernig líst þér á það? „Það er bara ágætt á meðan ég held heilsunni og er ekki niðurbeygð eins og gamalt fólk verður oft,” segir hún. Elínborg fer út að ganga á hverjum degi með göngugrindina sína og er almennt mjög heilsuhraust. „Ég hef hreyft mig mikið, ég hef gengið mikið og borðað hollan mat náttúrulega og ekki verið óreglu manneskja og ekki reykt, það er bölvað eitur að reykja,” segir Elínborg. Elínborg hefur alltaf hreyft sig mikið og fer út að ganga mjög reglulega með göngugrindina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Elínborg er gamansöm og svaraði svona þegar hún var spurð hvað hún ætlaði að gera í tilefni dagsins? „Ég ætla að drekka mig fulla, það eru að verða síðustu forvöð til þess,“ segir hún og hlær. Það fer einstaklega vel um Elínborg eins og annað heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu á Höfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað ætlar hún að verða gömul? „Þetta er skrítin spurning. Það er svo gott að vera hérna, ég gæti orðið 110 að minnsta kosti. Ég veit ekki hvort að nokkur hafi orðið það hérna, ég hugsa ekki.” Það fór vel á með bæjarstjóranum og Elínborgu þegar þau hittust og fóru yfir málin.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sveitarfélagið Hornafjörður Eldri borgarar Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira