Símafrí í september Halla Hrund Logadóttir og Arna Frímannsdóttir skrifa 3. september 2023 08:00 Árið er 2016 og við erum stödd í fermingarveislu. Fermingarbarnið brosir breitt við kökuborðið og húsið er þétt setið gestum. Ömmur ræða hvað börnin hafa stækkað, afar segja sögur úr veiði síðasta sumars, og vinir og ættingjar gúffa í sig veitingar í háum kliðnum sem myndast við skjall og hlátur. Það er hins vegar þögn í unglingaherberginu. Þar sitja nokkrar hræður límdar við símaskjáinn. Allir mættir - en samt ekki á staðnum. Við ferðumst til dagsins í dag og sjáum að staðan í unglingaherberginu hefur víða dreift sér og jafnvel margfaldast. Sumarbústaðarferðir, matarboð og kósýkvöld fela oft í sér nýja tegund samveru við eitthvað, eða einhvern, sem er annars staðar. Dýnamík breytist þegar hluti hóps hverfur á braut í skjáinn, en er samt með manni í sófanum, og hvatinn til að sogast inn í „skroll“ virðist toga fastar í fólk. Á sama tíma er vinnan hjá mörgum mætt í símann sem og óþrjótandi upplýsingapóstar úr skólum og áhugamálum sem bæta við andlega fjarveru og hafa áhrif gæðastundir heimila og hópa. Símtækið og fjölbreytt forrit þess eru samt sennilega ein uppáhaldsuppfinning okkar flestra. Þau tengja fólk saman og gefa færi til að festa verðmætar minningar í myndabankann og deila gleði þeirra með öðrum, oft þvert á höf og lönd. Í gegnum símann höfum við aðgengi að hafsjó upplýsinga á ljóshraða og getum deilt hugmyndum og skoðunum. Svo er síminn tryggur þjónn þegar kemur að því að rata um borgir og bæi, versla vörur á hagstæðu verði og finna næsta „best reitaða“ skyndibitann. Já snjallsíminn einfaldar lífið og er oftast með okkur í liði, en viljum við hafa hann í fyrsta sæti alltaf þegar kemur að tíma okkar og samveru? Tekur hann stundum of mikið pláss? Við fengum þessum spurningum svarað í Þjóðarpúls Gallup nú í sumar þar sem sjá má hvað fólki almennt finnst. Niðurstöðurnar sýna að helmingur landsmanna telur sig verja of miklum tíma í síma, eða öðrum snjalltækjum, og myndi gjarnan vilja draga úr notkun sinni. Hlutfallið fer upp í 65% þegar horft er til aldurshópsins 30-60 ára. En er okkur sama hversu mikið fólkið, sem við verjum tíma með, notar tækin? Niðurstöður benda einmitt til að svo sé alls ekki en helmingur landsmanna á aldrinum 30-60 ára finnst maki sinn vera of mikið í símanum/snjalltækjum og vill að makinn dragi úr notkun sinni. Þá telja 80% foreldra barna á aldrinum 10-14 ára barnið verja of miklum tíma í síma/snjalltækjum og myndu vilja minnka notkunina. Við sjáum á þessum háu tölum að umræðurnar undanfarið um síma og skóla teygja anga sína víðar. Það gefur færi á að hugsa betur fyrir haustið hvernig við högum samvist við tækin í amstri hversdagsins og gæðastundum helganna. Eru matmálstímar símafríir, sunnudagsbrönsinn eða spilakvöldið? Litlar breytingar sem þessar velta oft þungu hlassi. Sem sérstakt áhugafólk um skemmtilega og skapandi samveru skorum við á landann að nýta upphaf haustsins með okkur til að skapa góðar venjur varðandi símanotkun, alveg eins og við setjum okkur gjarnan markmið í hreyfingu, leik og starfi. Tökum meðvituð símafrí í september og njótum samveru og samtala sem best. Halla Hrund Logadóttir og Arna Frímannsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Halla Hrund Logadóttir Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Sjá meira
Árið er 2016 og við erum stödd í fermingarveislu. Fermingarbarnið brosir breitt við kökuborðið og húsið er þétt setið gestum. Ömmur ræða hvað börnin hafa stækkað, afar segja sögur úr veiði síðasta sumars, og vinir og ættingjar gúffa í sig veitingar í háum kliðnum sem myndast við skjall og hlátur. Það er hins vegar þögn í unglingaherberginu. Þar sitja nokkrar hræður límdar við símaskjáinn. Allir mættir - en samt ekki á staðnum. Við ferðumst til dagsins í dag og sjáum að staðan í unglingaherberginu hefur víða dreift sér og jafnvel margfaldast. Sumarbústaðarferðir, matarboð og kósýkvöld fela oft í sér nýja tegund samveru við eitthvað, eða einhvern, sem er annars staðar. Dýnamík breytist þegar hluti hóps hverfur á braut í skjáinn, en er samt með manni í sófanum, og hvatinn til að sogast inn í „skroll“ virðist toga fastar í fólk. Á sama tíma er vinnan hjá mörgum mætt í símann sem og óþrjótandi upplýsingapóstar úr skólum og áhugamálum sem bæta við andlega fjarveru og hafa áhrif gæðastundir heimila og hópa. Símtækið og fjölbreytt forrit þess eru samt sennilega ein uppáhaldsuppfinning okkar flestra. Þau tengja fólk saman og gefa færi til að festa verðmætar minningar í myndabankann og deila gleði þeirra með öðrum, oft þvert á höf og lönd. Í gegnum símann höfum við aðgengi að hafsjó upplýsinga á ljóshraða og getum deilt hugmyndum og skoðunum. Svo er síminn tryggur þjónn þegar kemur að því að rata um borgir og bæi, versla vörur á hagstæðu verði og finna næsta „best reitaða“ skyndibitann. Já snjallsíminn einfaldar lífið og er oftast með okkur í liði, en viljum við hafa hann í fyrsta sæti alltaf þegar kemur að tíma okkar og samveru? Tekur hann stundum of mikið pláss? Við fengum þessum spurningum svarað í Þjóðarpúls Gallup nú í sumar þar sem sjá má hvað fólki almennt finnst. Niðurstöðurnar sýna að helmingur landsmanna telur sig verja of miklum tíma í síma, eða öðrum snjalltækjum, og myndi gjarnan vilja draga úr notkun sinni. Hlutfallið fer upp í 65% þegar horft er til aldurshópsins 30-60 ára. En er okkur sama hversu mikið fólkið, sem við verjum tíma með, notar tækin? Niðurstöður benda einmitt til að svo sé alls ekki en helmingur landsmanna á aldrinum 30-60 ára finnst maki sinn vera of mikið í símanum/snjalltækjum og vill að makinn dragi úr notkun sinni. Þá telja 80% foreldra barna á aldrinum 10-14 ára barnið verja of miklum tíma í síma/snjalltækjum og myndu vilja minnka notkunina. Við sjáum á þessum háu tölum að umræðurnar undanfarið um síma og skóla teygja anga sína víðar. Það gefur færi á að hugsa betur fyrir haustið hvernig við högum samvist við tækin í amstri hversdagsins og gæðastundum helganna. Eru matmálstímar símafríir, sunnudagsbrönsinn eða spilakvöldið? Litlar breytingar sem þessar velta oft þungu hlassi. Sem sérstakt áhugafólk um skemmtilega og skapandi samveru skorum við á landann að nýta upphaf haustsins með okkur til að skapa góðar venjur varðandi símanotkun, alveg eins og við setjum okkur gjarnan markmið í hreyfingu, leik og starfi. Tökum meðvituð símafrí í september og njótum samveru og samtala sem best. Halla Hrund Logadóttir og Arna Frímannsdóttir.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun