Haaland telur að annað mark City hafi ekki átt að standa Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. september 2023 12:00 Erling Braut Haaland segir að annað mark Manchester City gegn Fulham í gær hafi ekki átt að standa. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Erling Braut Haaland, framherji Manchester City, telur að annað mark liðsins í 5-1 sigri gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær hafi ekki átt að fá að standa. Nathan Ake skoraði annað mark City á fimmtu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann skallaði fyrirgjöf Phil Foden í netið. Manuel Akanji, varnarmaður City, var hins vegar rangstæður og virtist trufla Bernd Leno, markvörð Fulham, sem hikaði áður en hann skutlaði sér á eftir boltanum. Hvorki Michael Oliver, dómari leiksins, né Tony Harrington sem staddur var í VAR-herberginu, sáu þó ástæðu til að dæma markið af. Eins og gefur að skilja var Marco Silva, þjálfari Fulham, afar ósáttur við ákvörðunina og sagði í viðtali eftir leik að allir sem hafi eitthvað vit á fótbolta séu hundrað prósent vissir um að markið hafi verið ólöglegt. Norski framherjinn Erling Braut Haaland, sem skoraði þrennu fyrir City í leiknum, var sammála Silva og viðurkenndi að markið hafi líklega ekki átt að standa. „Þetta var rangstaða,“ sagði Haaland í viðtali við beIN Sports að leik loknum. „Ég vorkenni þeim því ég hefði verið brjálaður ef ég hefði verið í þeirra sporum. Þetta er ömurleg tilfinning.“ 🎙️ Erling Haaland on Nathan Aké’s goal: "I think it was offside, I feel bad for them [Fulham], I would be so angry if I were them." pic.twitter.com/xoLEsqOMuP— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) September 2, 2023 Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira
Nathan Ake skoraði annað mark City á fimmtu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann skallaði fyrirgjöf Phil Foden í netið. Manuel Akanji, varnarmaður City, var hins vegar rangstæður og virtist trufla Bernd Leno, markvörð Fulham, sem hikaði áður en hann skutlaði sér á eftir boltanum. Hvorki Michael Oliver, dómari leiksins, né Tony Harrington sem staddur var í VAR-herberginu, sáu þó ástæðu til að dæma markið af. Eins og gefur að skilja var Marco Silva, þjálfari Fulham, afar ósáttur við ákvörðunina og sagði í viðtali eftir leik að allir sem hafi eitthvað vit á fótbolta séu hundrað prósent vissir um að markið hafi verið ólöglegt. Norski framherjinn Erling Braut Haaland, sem skoraði þrennu fyrir City í leiknum, var sammála Silva og viðurkenndi að markið hafi líklega ekki átt að standa. „Þetta var rangstaða,“ sagði Haaland í viðtali við beIN Sports að leik loknum. „Ég vorkenni þeim því ég hefði verið brjálaður ef ég hefði verið í þeirra sporum. Þetta er ömurleg tilfinning.“ 🎙️ Erling Haaland on Nathan Aké’s goal: "I think it was offside, I feel bad for them [Fulham], I would be so angry if I were them." pic.twitter.com/xoLEsqOMuP— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) September 2, 2023
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira