„Grípum geirinn í hönd!“ Gylfi Þór Gíslason skrifar 4. september 2023 09:02 Í upphafi síðustu aldar var lífsbaráttan hörð á Íslandi, alþýða landsins bjó við kröpp kjör. Fólk reyndi að sýna samstöðu í baráttunni fyrir bættum lífskjörum og stofnuð voru verkalýðsfélög um land allt. Fljótlega var stofnað Alþýðusamband Íslands eða árið 1916, á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður. Undir merkjum Alþýðusambandsins voru unnir stórir sigrar, má þar nefna vökulögin 1918, lög um verkamannabústaði 1928, almannatryggingar 1936, vinnulöggjöfin 1938, orlofsréttur 1942, atvinnuleysistryggingar 1956 og svo má lengi telja. Með samstilltu átaki alþýðu landsins undir merkjum Alþýðuflokksins, jafnaðarmannaflokks Íslands sem klofnaði fljótlega úr því að vera einn flokkur í félag kommúnista, síðar sósíalista og þar næst bandalags. Samhliða baráttunni og í kjölfar sundrungar var reynt að búa til samfylkingu alþýðunnar með sameiningu jafnaðarmanna og sósíalista en ekkert gekk fyrr en um aldarmót með stofnun Samfylkingarinnar sem hefur tæpum 25 árum síðar náð vopnum sínum og stefnir til sigurs í næstu kosningum ef marka má skoðanakannanir og að þær gangi eftir. Samstaðan um landhelgina Ekki má gleyma samstöðu fólksins í landinu fyrir útærslu landhelginnar. Þjóðin stóð saman í því að standa vörð um fiskveiðilögsögu landsins. Haldnir voru margir fjölmennir samstöðufundir á Lækjartorgi um miðja síðustu öld um mikilvægi þess að tryggja útfærslu landhelginnar og að koma úr lögsögu okkar erlendu togurunum sem voru á veiðum hér allt í kringum landið. En undir lok aldarinnar var sett á kvótakerfi undir forystu sjávarútvegsráðherra Framsóknarflokksins í samstarfi við Landsamband íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ), sem hefur leitt af sér síðar að fiskimiðin eru komin á hendur örfárra aðila í landinu. Húsnæðisvandinn er mannanna verk Félagslega íbúðarkerfið var lagt niður af Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki í lok síðustu aldar, þrátt fyrir mikla mótspyrnu jafnaðarmanna og fór þar fremst í flokki Jóhanna Sigurðardóttir, sem hélt lengstu ræðu í sögu Alþingis þegar hún talaði í rúmar 10 klukkustundir, að öðrum ólöstuðum. Hún sagði m.a. í upphafi þeirra ræðu: „Herra forseti. Það mál sem við ræðum hér er rothögg fyrir láglaunafjölskyldurnar á Íslandi og stærsti skellurinn sem láglaunafólk hefur orðið fyrir í marga áratugi“ Fólkið í landinu sýpur seiðið af þeirri ákvörðun Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks núna um allt land. „Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref........“ Síðasta vetur var kjarabaráttan hörð en samið var til skamms tíma og eru svo til allir kjarasamningar lausir núna í kringum áramótin. Þetta verður erfiður vetur á sama tíma og að verðbólgan er há. Í samningunum þurfa öll að koma að samningaborðinu, verkalýðshreyfingin, Samtök Atvinnulífsins og ríkisstjórnin. En það er ekki gæfulegt þegar fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að það sé ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu í landinu heldur bendir á Seðlabankann í því samhengi. Svo ekki er við miklu að búast á þeim bænum. Forysta Samfylkingarinnar hefur lýst því yfir að hún vill aukið samráð og meiri tengingu við verkalýðsfélögin í landinu eins og í upphafi síðustu aldar þegar fólkið í ASÍ var með tengingu í Alþýðuflokkinn. Forysta Samfylkingarinnar hefur sagt að Samfylkingin á að vera fyrir hinn venjulega vinnandi mann. Með því að endurvekja verkalýðsmálaráð í upphafi síðasta árs var grunnurinn lagður að þessari tengingu. Við í verkalýðsmálaráði munum vinna að því í vetur að efla þau tengsl og með því auka vægi verkalýðsfélaga innan flokksins til framtíðar. Sýna fólkinu í landinu að við viljum byggja með því réttlátara samfélag allra. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Stéttarfélög Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi síðustu aldar var lífsbaráttan hörð á Íslandi, alþýða landsins bjó við kröpp kjör. Fólk reyndi að sýna samstöðu í baráttunni fyrir bættum lífskjörum og stofnuð voru verkalýðsfélög um land allt. Fljótlega var stofnað Alþýðusamband Íslands eða árið 1916, á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður. Undir merkjum Alþýðusambandsins voru unnir stórir sigrar, má þar nefna vökulögin 1918, lög um verkamannabústaði 1928, almannatryggingar 1936, vinnulöggjöfin 1938, orlofsréttur 1942, atvinnuleysistryggingar 1956 og svo má lengi telja. Með samstilltu átaki alþýðu landsins undir merkjum Alþýðuflokksins, jafnaðarmannaflokks Íslands sem klofnaði fljótlega úr því að vera einn flokkur í félag kommúnista, síðar sósíalista og þar næst bandalags. Samhliða baráttunni og í kjölfar sundrungar var reynt að búa til samfylkingu alþýðunnar með sameiningu jafnaðarmanna og sósíalista en ekkert gekk fyrr en um aldarmót með stofnun Samfylkingarinnar sem hefur tæpum 25 árum síðar náð vopnum sínum og stefnir til sigurs í næstu kosningum ef marka má skoðanakannanir og að þær gangi eftir. Samstaðan um landhelgina Ekki má gleyma samstöðu fólksins í landinu fyrir útærslu landhelginnar. Þjóðin stóð saman í því að standa vörð um fiskveiðilögsögu landsins. Haldnir voru margir fjölmennir samstöðufundir á Lækjartorgi um miðja síðustu öld um mikilvægi þess að tryggja útfærslu landhelginnar og að koma úr lögsögu okkar erlendu togurunum sem voru á veiðum hér allt í kringum landið. En undir lok aldarinnar var sett á kvótakerfi undir forystu sjávarútvegsráðherra Framsóknarflokksins í samstarfi við Landsamband íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ), sem hefur leitt af sér síðar að fiskimiðin eru komin á hendur örfárra aðila í landinu. Húsnæðisvandinn er mannanna verk Félagslega íbúðarkerfið var lagt niður af Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki í lok síðustu aldar, þrátt fyrir mikla mótspyrnu jafnaðarmanna og fór þar fremst í flokki Jóhanna Sigurðardóttir, sem hélt lengstu ræðu í sögu Alþingis þegar hún talaði í rúmar 10 klukkustundir, að öðrum ólöstuðum. Hún sagði m.a. í upphafi þeirra ræðu: „Herra forseti. Það mál sem við ræðum hér er rothögg fyrir láglaunafjölskyldurnar á Íslandi og stærsti skellurinn sem láglaunafólk hefur orðið fyrir í marga áratugi“ Fólkið í landinu sýpur seiðið af þeirri ákvörðun Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks núna um allt land. „Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref........“ Síðasta vetur var kjarabaráttan hörð en samið var til skamms tíma og eru svo til allir kjarasamningar lausir núna í kringum áramótin. Þetta verður erfiður vetur á sama tíma og að verðbólgan er há. Í samningunum þurfa öll að koma að samningaborðinu, verkalýðshreyfingin, Samtök Atvinnulífsins og ríkisstjórnin. En það er ekki gæfulegt þegar fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að það sé ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu í landinu heldur bendir á Seðlabankann í því samhengi. Svo ekki er við miklu að búast á þeim bænum. Forysta Samfylkingarinnar hefur lýst því yfir að hún vill aukið samráð og meiri tengingu við verkalýðsfélögin í landinu eins og í upphafi síðustu aldar þegar fólkið í ASÍ var með tengingu í Alþýðuflokkinn. Forysta Samfylkingarinnar hefur sagt að Samfylkingin á að vera fyrir hinn venjulega vinnandi mann. Með því að endurvekja verkalýðsmálaráð í upphafi síðasta árs var grunnurinn lagður að þessari tengingu. Við í verkalýðsmálaráði munum vinna að því í vetur að efla þau tengsl og með því auka vægi verkalýðsfélaga innan flokksins til framtíðar. Sýna fólkinu í landinu að við viljum byggja með því réttlátara samfélag allra. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun