Flokkur fólksins bætti aðeins við sig og fór úr 5,7 prósent í 6,3 prósent og Sósíalistaflokkur Íslands bætti einnig við sig og fór úr 3,6 prósent í 4,4 prósent.
Fylgi Samfylkingarinnar stendur í 28,5 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn mælast með 21,1 prósent fylgi, Píratar með 10,3 prósent, Miðflokkurinn 8,7 prósent, Viðreisn með 7,2 prósent og Vinstri græn með 5,9 prósent.
Alls segjast 34 prósent styðja ríkisstjórnina, samanborið við 33 prósent í júlí. 73,6 prósent tóku afstöðu til flokka en 16,6 prósent tóku ekki afstöðu eða vildu ekki svara. 9,8 sögðust myndu skila auðu eða sleppa því að kjósa.
Um er að ræða niðurstöður netkönnunar sem Gallup framkvæmdi dagana 1. til 31. ágúst. Heildarúrtaksstærð voru 10.076 einstaklingar og þátttökuhlutfall 49,5 prósent.