Innlent

Lést eftir að hafa fallið fram af klettum á Vopna­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Konan var á þrítugsaldri.
Konan var á þrítugsaldri.

Kona á þrítugsaldri lést eftir að hafa fallið fram af klettum við smábátahöfnina á Vopnafirði í nótt.  

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Þar segir að tilkynning hafi borist á fjórða tímanum í nótt um slys við smábátahöfnina á Vopnafirði. 

„Kona á þrítugsaldri hafði fallið þar fram af klettum og í fjöruborðið. Hún var úrskurðuð látin er að var komið.

Rannsókn stendur yfir,“ segir í tilkynningunni.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða konu sem búsett var á Vopnafirði. Samfélagið er í sárum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×