Nærmynd af konunum í tunnunum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. september 2023 14:11 Aðgerðarsinnarnir sem hlekkjuðu sig við tunnurnar eru erlendar konur á fertugsaldri. Instagram Mótmælendurnir tveir sem komu sér fyrir í tunnum hvalveiðibátanna Hvals 8 og Hvals 9 í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga hafa vakið athygli margra. Konurnar sem um ræðir heita Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou. Listakona frá Íran Anahita er 33 ára og af írönskum uppruna. Hún er búsett í Mílanó á Ítalíu þar sem hún starfað sjálfstætt sem listakona, rithöfundur og leikkona. 14. júní síðastliðinn birti Anahita myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem hún greindi frá því að á Íslandi væri hægt að fara í hvalaskoðun og hvalveiðar frá sömu höfn þökk sé Kristjáni Loftssyni forstjóra og aðaleiganda Hvals hf. Sagði hún Kristján eyðileggja orðspor Íslands vegna hvalveiðanna. „Velkomin til Íslands, landsins þar sem þú getur bæði farið í hvalaskoðun og drepið þá og étið,“ segir Anahita í myndskeiðinu og bendir á bátana sem staðsettir eru við Reykjavíkurhöfn. View this post on Instagram A post shared by Last Whaling Station (@last_whaling_station) View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) Veraldarvön frá Frakklandi Elissa Bijou er 35 ára og búsett í London. Samkvæmt samfélagsmiðlum á hún ættir að rekja til Frakklands þar sem hún var í skóla sem barn. Elissa hefur ferðast víða um heim á síðastliðnum árum, meðal annars til Taílands, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Belgíu svo eitthvað sé nefnt. View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) Elissa gagnrýnir sömuleiðis Kristján Loftsson í færslu á samfélagsmiðlum. „Hræðilegar aðferðir þar sem notast er við sprenguskutul sem hafa verið metnar ólöglegar. Það er komið að því að þetta tilgangslausa drápsæði líði undir lok,“ segir í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) Konurnar hafa setið sem fastast, önnur án næringar og vökva. Vísir hefur fylgst með mótmælunum í beinni útsendingu sem hægt er að fylgjast með hér að neðan. Uppfært 14:35: Konurnar yfirgáfu tunnurnar á þriðja tímanum í dag eftir að hafa dvalið í tunnunum í um 33 klukkustundir.
Konurnar sem um ræðir heita Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou. Listakona frá Íran Anahita er 33 ára og af írönskum uppruna. Hún er búsett í Mílanó á Ítalíu þar sem hún starfað sjálfstætt sem listakona, rithöfundur og leikkona. 14. júní síðastliðinn birti Anahita myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem hún greindi frá því að á Íslandi væri hægt að fara í hvalaskoðun og hvalveiðar frá sömu höfn þökk sé Kristjáni Loftssyni forstjóra og aðaleiganda Hvals hf. Sagði hún Kristján eyðileggja orðspor Íslands vegna hvalveiðanna. „Velkomin til Íslands, landsins þar sem þú getur bæði farið í hvalaskoðun og drepið þá og étið,“ segir Anahita í myndskeiðinu og bendir á bátana sem staðsettir eru við Reykjavíkurhöfn. View this post on Instagram A post shared by Last Whaling Station (@last_whaling_station) View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) Veraldarvön frá Frakklandi Elissa Bijou er 35 ára og búsett í London. Samkvæmt samfélagsmiðlum á hún ættir að rekja til Frakklands þar sem hún var í skóla sem barn. Elissa hefur ferðast víða um heim á síðastliðnum árum, meðal annars til Taílands, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Belgíu svo eitthvað sé nefnt. View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) Elissa gagnrýnir sömuleiðis Kristján Loftsson í færslu á samfélagsmiðlum. „Hræðilegar aðferðir þar sem notast er við sprenguskutul sem hafa verið metnar ólöglegar. Það er komið að því að þetta tilgangslausa drápsæði líði undir lok,“ segir í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) Konurnar hafa setið sem fastast, önnur án næringar og vökva. Vísir hefur fylgst með mótmælunum í beinni útsendingu sem hægt er að fylgjast með hér að neðan. Uppfært 14:35: Konurnar yfirgáfu tunnurnar á þriðja tímanum í dag eftir að hafa dvalið í tunnunum í um 33 klukkustundir.
Hvalveiðar Íslandsvinir Reykjavík Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Skilar ánægðara starfsfólki Menning Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Hundar í sokkabuxum Harmageddon Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Stefna á að koma til Íslands í janúar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“