Vilja flokka „rjómasprautugas“ sem fíkniefni Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2023 15:47 Gestir á Glastonbury-tónlistarhátðinni anda að sér hlátursgasi úr blöðrum árið 2019. Neysla gassins verður bönnuð í Bretlandi frá og með áramótum. Vísir/EPA Breska ríkisstjórnin vill skrá nituroxíðgas sem ávana- og fíkniefni og banna notkun þess fyrir árslok. Gasið er sérstaklega vinsælt á meðal ungs fólks sem sniffar það meðal annars úr rjómasprautuhylkjum. Nituroxíð er gjarnan þekkt sem hlátursgas. Það er annað vinsælasta vímuefnið á eftir kannabisi hjá ungmennum á aldrinum sextán til 24 ára, að sögn Sky-fréttastöðvarinnar. Hún sagði nýlega frá því að sjúkrahússinnlögnum sem tengjast neyslu gassins hefði fjölgað verulega að undanförnu. Breska innanríkisráðuneytið tilkynnti í dag að þeir sem eru gripnir við að neyta hlátursgass geti átt von á sektum og jafnvel fangelsisdómum. Lögreglueftirlit með þekktum neyslustöðum gassins verði aukið til þess að hægt sé að refsa sökudólgum hratt og örugglega. „Breska þjóðin er komin með upp í kok af götustrákum (e. yobs) sem misnota eiturlyf í almannarými og skilja eftir sig skammarlegt drasl sem aðrir þurfa að þrífa upp,“ er haft eftir Suellu Braverman, innanríkisráðherranum. Ætlunin er að lýsa nituroxíð skráð ávana- og fíkniefni, í flokki með ýmsum slævandi efnum og sterum. Neytendur gassins gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og seljendur allt að fjórtán ár. Myndir af tómum gashylkjum sem gestir á fjölsóttum tónlistarhátíðum í Bretlandi í sumar hafa vakið hörð viðbrögð sumra en neyslu gassins hefur verið umdeild í Bretlandi um skeið. Sky greindi frá því að símtölum í neyðarlínu vegna eitrunar af völdum gassins hefði fjölgað þrefalt á einu ári. Þau voru 213 í fyrra. Tilkynningarnar voru af ýmsum toga. Fólk er sagt hafa misst hreyfigetu, átt við geðræn vandamál að stríða og kynlífsvandamál. Tveir sjúklingar hafi þurft að láta tappa af þrýstingi af heila til þess að bjarga sjón sinni. Í verstu tilfellum er nituroxíð sagt geta valdið dauða. Nokkuð hefur verið fjallað um nituroxíðgasneyslu íslenskra ungmenna í sumar. Rekstraraðili Strætó í Reykjanesbæ sagði frá því í síðasta mánuði að tóm gashylki fyndust í síauknum mæli í strætisvögnum þar. Bretland Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að unglingar sniffi gas í strætisvögnum Rekstraraðili strætó í Reykjanesbær verður í síauknum mæli var við að tóm gashylki séu skilin eftir í strætisvögnum bæjarins. Hann segist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. 16. ágúst 2023 15:08 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Nituroxíð er gjarnan þekkt sem hlátursgas. Það er annað vinsælasta vímuefnið á eftir kannabisi hjá ungmennum á aldrinum sextán til 24 ára, að sögn Sky-fréttastöðvarinnar. Hún sagði nýlega frá því að sjúkrahússinnlögnum sem tengjast neyslu gassins hefði fjölgað verulega að undanförnu. Breska innanríkisráðuneytið tilkynnti í dag að þeir sem eru gripnir við að neyta hlátursgass geti átt von á sektum og jafnvel fangelsisdómum. Lögreglueftirlit með þekktum neyslustöðum gassins verði aukið til þess að hægt sé að refsa sökudólgum hratt og örugglega. „Breska þjóðin er komin með upp í kok af götustrákum (e. yobs) sem misnota eiturlyf í almannarými og skilja eftir sig skammarlegt drasl sem aðrir þurfa að þrífa upp,“ er haft eftir Suellu Braverman, innanríkisráðherranum. Ætlunin er að lýsa nituroxíð skráð ávana- og fíkniefni, í flokki með ýmsum slævandi efnum og sterum. Neytendur gassins gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og seljendur allt að fjórtán ár. Myndir af tómum gashylkjum sem gestir á fjölsóttum tónlistarhátíðum í Bretlandi í sumar hafa vakið hörð viðbrögð sumra en neyslu gassins hefur verið umdeild í Bretlandi um skeið. Sky greindi frá því að símtölum í neyðarlínu vegna eitrunar af völdum gassins hefði fjölgað þrefalt á einu ári. Þau voru 213 í fyrra. Tilkynningarnar voru af ýmsum toga. Fólk er sagt hafa misst hreyfigetu, átt við geðræn vandamál að stríða og kynlífsvandamál. Tveir sjúklingar hafi þurft að láta tappa af þrýstingi af heila til þess að bjarga sjón sinni. Í verstu tilfellum er nituroxíð sagt geta valdið dauða. Nokkuð hefur verið fjallað um nituroxíðgasneyslu íslenskra ungmenna í sumar. Rekstraraðili Strætó í Reykjanesbæ sagði frá því í síðasta mánuði að tóm gashylki fyndust í síauknum mæli í strætisvögnum þar.
Bretland Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að unglingar sniffi gas í strætisvögnum Rekstraraðili strætó í Reykjanesbær verður í síauknum mæli var við að tóm gashylki séu skilin eftir í strætisvögnum bæjarins. Hann segist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. 16. ágúst 2023 15:08 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Óttast að unglingar sniffi gas í strætisvögnum Rekstraraðili strætó í Reykjanesbær verður í síauknum mæli var við að tóm gashylki séu skilin eftir í strætisvögnum bæjarins. Hann segist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. 16. ágúst 2023 15:08