„Þetta er það ljótasta sem einhver gæti sagt um mig“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. september 2023 07:00 Tilfinningarnar báru Birgittu Líf ofurliði eins og sjá má í fyrsta þættinum af LXS. Stöð 2 Birgitta Líf Björnsdóttir tók gagnrýni á fyrstu seríu raunveruleikaþáttanna LXS, í útvarpsþættinum Lestinni í Ríkisútvarpinu, afar nærri sér. Þetta má sjá í broti úr fyrsta þætti annarrar seríu þáttanna sem frumsýnd er í kvöld á Stöð 2 og Stöð 2+. „Ég held ég hafi bara verið brothætt akkúrat á þessum tímapunkti,“ segir Birgitta um gagnrýnina í brotinu sem horfa má á hér fyrir neðan. Gagnrýnin vakti töluverða athygli. Stelpurnar í LXS hafa áður gert stólpagrín að gagnrýninni í eigin klippu þegar tilkynnt var að sería tvö væri í bígerð. Hefði viljað sjá stelpurnar missa stjórn á sér Í gagnrýninni, sem bar yfirskriftina „Raunveruleiki leiðinlegasta folks sem þú þekkir,“ voru þættirnir gagnrýndir fyrir að hafa ekki náð því að vera meira en einhvers konar heimildarmynd um frekar þurran vinahóp. „Ég hefði notið þáttanna betur ef Birgitta Líf hefði farið í reiðikast og sparkað í litla hundinn sinn þegar hún komst að því að lúxusþyrlan sem hún pantaði kæmist ekki upp í fjall til skvísuhópsins í fyrsta þætti. Hún hefði öskrað: „Veistu ekki hver ég er?” á einhvern undirlaunaðan aðstoðarmann um leið og hún hefði ýtt myndavélinni frá sér og strunsað í burtu,“ var meðal annars sagt um þættina. Brotið úr þættinum má sjá í spilaranum neðst í greininni. Eins og snjóbolti Birgitta Líf lýsir því í klippunni að frumsýning fyrri seríunnar hafi tekist vel til. Síðan hafi hins vegar strákarnir í Æði óvænt skotið á stelpurnar og gagnrýnin í Lestinni birst á sama tíma. Fólk megi hafa sínar skoðanir á stelpunum en þetta hafi verið of mikið á þessum tíma. „Síðan varð þetta ótrúlega persónulegt á mig og nokkrar af okkur og þá fékk maður bara svona, ég brotnaði bara niður. En það er líka bara eðlilegt, það var ekkert endilega bara út af þessu, þetta var snjóbolti og allt kom á sama tíma, þar til að maður sprakk.“ Birgitta var miður sín vegna ummælanna og hágrét í hópskilaboðum sem hún sendi vinkonum sínum í LXS. Hún segist ekki hafa getað meir á þessum tímapunkti og furðaði sig í skilaboðunum til vinkvenna sinna að einhver gæti sagt eitthvað svona ljótt um sig. „Af hverju er verið að tala svona um mig eða segja þetta eða hitt? Ég get ekki séð að ég sé að gera slæma hluti gagnvart neinum og þó ég segi sjálf frá er ég bara rosalega góð manneskja og ég kom heim og hágrét og leyfði mér að líða illa í smá tíma.“ Fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld. Þátturinn verður svo aðgengilegur á Stöð 2+ strax í kjölfarið. Klippa: Birgitta Líf brotnar saman í fyrsta þætti af LXS LXS Bíó og sjónvarp Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
„Ég held ég hafi bara verið brothætt akkúrat á þessum tímapunkti,“ segir Birgitta um gagnrýnina í brotinu sem horfa má á hér fyrir neðan. Gagnrýnin vakti töluverða athygli. Stelpurnar í LXS hafa áður gert stólpagrín að gagnrýninni í eigin klippu þegar tilkynnt var að sería tvö væri í bígerð. Hefði viljað sjá stelpurnar missa stjórn á sér Í gagnrýninni, sem bar yfirskriftina „Raunveruleiki leiðinlegasta folks sem þú þekkir,“ voru þættirnir gagnrýndir fyrir að hafa ekki náð því að vera meira en einhvers konar heimildarmynd um frekar þurran vinahóp. „Ég hefði notið þáttanna betur ef Birgitta Líf hefði farið í reiðikast og sparkað í litla hundinn sinn þegar hún komst að því að lúxusþyrlan sem hún pantaði kæmist ekki upp í fjall til skvísuhópsins í fyrsta þætti. Hún hefði öskrað: „Veistu ekki hver ég er?” á einhvern undirlaunaðan aðstoðarmann um leið og hún hefði ýtt myndavélinni frá sér og strunsað í burtu,“ var meðal annars sagt um þættina. Brotið úr þættinum má sjá í spilaranum neðst í greininni. Eins og snjóbolti Birgitta Líf lýsir því í klippunni að frumsýning fyrri seríunnar hafi tekist vel til. Síðan hafi hins vegar strákarnir í Æði óvænt skotið á stelpurnar og gagnrýnin í Lestinni birst á sama tíma. Fólk megi hafa sínar skoðanir á stelpunum en þetta hafi verið of mikið á þessum tíma. „Síðan varð þetta ótrúlega persónulegt á mig og nokkrar af okkur og þá fékk maður bara svona, ég brotnaði bara niður. En það er líka bara eðlilegt, það var ekkert endilega bara út af þessu, þetta var snjóbolti og allt kom á sama tíma, þar til að maður sprakk.“ Birgitta var miður sín vegna ummælanna og hágrét í hópskilaboðum sem hún sendi vinkonum sínum í LXS. Hún segist ekki hafa getað meir á þessum tímapunkti og furðaði sig í skilaboðunum til vinkvenna sinna að einhver gæti sagt eitthvað svona ljótt um sig. „Af hverju er verið að tala svona um mig eða segja þetta eða hitt? Ég get ekki séð að ég sé að gera slæma hluti gagnvart neinum og þó ég segi sjálf frá er ég bara rosalega góð manneskja og ég kom heim og hágrét og leyfði mér að líða illa í smá tíma.“ Fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld. Þátturinn verður svo aðgengilegur á Stöð 2+ strax í kjölfarið. Klippa: Birgitta Líf brotnar saman í fyrsta þætti af LXS
LXS Bíó og sjónvarp Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira