„Þetta var það minnsta sem ég gat gert“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 5. september 2023 19:14 Aðgerðarsinninn Nic var handtekin þegar hún fór inn fyrir merktan lögregluborða á mótmælunum í dag. Vísir/Arnar Nic, aðgerðarsinninn sem var handtekin á mótmælunum við hvalveiðiskipin Hval 8 og Hval 9 í dag segist hafa verið að senda Anahitu, öðrum mótmælandanum, skilaboð þegar hún var handtekin eftir að hafa farið inn fyrir merktan lögregluborða. Anahita hafi verið í uppnámi og hún ætlað að hughreysta hana. Fréttakona náði tali af Nic í dag eftir að handtakan átti sér stað. Hún segir Anahitu hafa sýnilega verið í uppnámi en mótmælendur ekki haf náð sambandi við hana sökum þess hve langt í burtu frá skipunum þau stóðu. „Við sáum að Anahita var að reyna að ná sambandi við okkur, einhver hafði lánað okkur hljóðnema og hátalara. Við sáum að hún var í uppnámi og við vissum ekki hvort það væri í lagi með hana, miðað við að búið var að taka af henni bakpokann, hún hefur verið án hans í þrjátíu og eitthvað klukkutíma. Við höfðum áhyggjur af því hve berskjölduð hún væri þarna uppi,“ segir Nic. Nic segir það hafa verið erfitt að ná sambandi við hana, en loks hafi þau komist að því að hún væri að kalla á manninn sinn Mika, sem hafði dvalið á höfninni frá því að mótmælin hófust. Ætlaði undir plastborðann í örskamma stund „Við sögðum, Anahita, er allt í lagi? Þarftu að komast niður? En það eina sem hún gat sagt var, Mika, Mika! En hún heyrði enn ekki í okkur í gegnum hljóðnemann. Við reyndum að segja við hana að han væri bara farinn í fimm mínútur að hlaða myndavélina sína,“ segir Nic. Hún segist hafa gripið til þess örþrifaráðs að fara inn á afmarkað svæði þar sem einungis fjölmiðlar máttu fara, því þá kæmist hún nær skipunum og næði því sambandi við Anahitu. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. „Samkenndin mín vó upp á móti öllum áhyggjum af sjálfri mér og ég leit hingað yfir og, þú veist þegar hlutirnir eru í móðu, en ég sá að það var enginn lögregluþjónn þarna hvort sem er, á fjölmiðlasvæðinu. Ég ætlaði að fara undir þennan plastborða því ég vildi að Anahita vissi að hvað sem bjátaði á þá væri Mika að koma eftir fimm mínútur. Ég helt ég gæti bara smeygt mér undir og hughreyst hana og komið svo aftur,“ segir Nic. Marin eftir handtökuna Hún segist þá hafa náð að koma skilaboðunum áleiðis en áður en hún náði að yfirgefa fjölmiðlasvæðið voru lögreglumenn komnir til þess að hafa afskipti af henni. „Hann greip svo fast í mig,“ segir Nic um annan þjónanna. „Ég sagði, slepptu mér! Þú þarft ekki að halda svona í mig, ég er hvort sem er að snúa við, hvers vegna geturðu ekki bara notað röddina og sagt mér að snúa við, ég er að snúa við hvort sem er!“ segir Nic. „Hann helt svo fast í mig og gnæfði yfir mér, svo fast grip.“ Hún segir viðbrögð hennar þegar lögreglumaðurinn greip í hana hafa verið ósjálfráð, þegar hún sló í áttina til hans. Henni var síðan tjáð að hún væri handtekin fyrir ofbeldi gegn lögreglu. Þá sýnir Nic fréttakonu marblett sem hún hafði fengið þegar gripið var í hana. Nic var marin og blá eftir handtökuna.Vísir/Arnar Nic segist hafa beðið lögregluþjónana um að skrifa símanúmer vinar síns niður svo hún yrði ekki strandaglópur á Íslandi, en henni hafi verið sagt að þeir stjórnuðu, ekki hún. „Ég veit að þetta var klikkað í augnablikinu en áhyggjur mínar beindust ekki að mér, þær beindust bara að Anahitu,“ segir Nic. „Hann var svo grófur. Ég get í raun ekki lýst því. Það var engin þörf á þessu, ég var hvort sem er að yfirgefa svæðið. Hann hefði bara getað sagt mér að fara af svæðinu.“ Loks segist Nic taka ofan af fyrir hugrekki kvennanna sem hlekkjuðu sig við skipin. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir Elissu og Anahitu. Þær eru hugrakkari en ég, verandi þarna uppi. Fólk með svo sterkan karakter að geta staðið upp fyrir því sem þau trúa og setja sig í þessar aðstæður. Mér fannst að það minnsta sem ég gat gert væri að fara að hughreysta Anahitu og segja henni að maðurinn hennar kæmi aftur eftir fimm mínútur, það var það minnsta sem ég gat gert. Ég hugsaði ekki um afleiðingarnar.“ Hvalveiðar Lögreglumál Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Fréttakona náði tali af Nic í dag eftir að handtakan átti sér stað. Hún segir Anahitu hafa sýnilega verið í uppnámi en mótmælendur ekki haf náð sambandi við hana sökum þess hve langt í burtu frá skipunum þau stóðu. „Við sáum að Anahita var að reyna að ná sambandi við okkur, einhver hafði lánað okkur hljóðnema og hátalara. Við sáum að hún var í uppnámi og við vissum ekki hvort það væri í lagi með hana, miðað við að búið var að taka af henni bakpokann, hún hefur verið án hans í þrjátíu og eitthvað klukkutíma. Við höfðum áhyggjur af því hve berskjölduð hún væri þarna uppi,“ segir Nic. Nic segir það hafa verið erfitt að ná sambandi við hana, en loks hafi þau komist að því að hún væri að kalla á manninn sinn Mika, sem hafði dvalið á höfninni frá því að mótmælin hófust. Ætlaði undir plastborðann í örskamma stund „Við sögðum, Anahita, er allt í lagi? Þarftu að komast niður? En það eina sem hún gat sagt var, Mika, Mika! En hún heyrði enn ekki í okkur í gegnum hljóðnemann. Við reyndum að segja við hana að han væri bara farinn í fimm mínútur að hlaða myndavélina sína,“ segir Nic. Hún segist hafa gripið til þess örþrifaráðs að fara inn á afmarkað svæði þar sem einungis fjölmiðlar máttu fara, því þá kæmist hún nær skipunum og næði því sambandi við Anahitu. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. „Samkenndin mín vó upp á móti öllum áhyggjum af sjálfri mér og ég leit hingað yfir og, þú veist þegar hlutirnir eru í móðu, en ég sá að það var enginn lögregluþjónn þarna hvort sem er, á fjölmiðlasvæðinu. Ég ætlaði að fara undir þennan plastborða því ég vildi að Anahita vissi að hvað sem bjátaði á þá væri Mika að koma eftir fimm mínútur. Ég helt ég gæti bara smeygt mér undir og hughreyst hana og komið svo aftur,“ segir Nic. Marin eftir handtökuna Hún segist þá hafa náð að koma skilaboðunum áleiðis en áður en hún náði að yfirgefa fjölmiðlasvæðið voru lögreglumenn komnir til þess að hafa afskipti af henni. „Hann greip svo fast í mig,“ segir Nic um annan þjónanna. „Ég sagði, slepptu mér! Þú þarft ekki að halda svona í mig, ég er hvort sem er að snúa við, hvers vegna geturðu ekki bara notað röddina og sagt mér að snúa við, ég er að snúa við hvort sem er!“ segir Nic. „Hann helt svo fast í mig og gnæfði yfir mér, svo fast grip.“ Hún segir viðbrögð hennar þegar lögreglumaðurinn greip í hana hafa verið ósjálfráð, þegar hún sló í áttina til hans. Henni var síðan tjáð að hún væri handtekin fyrir ofbeldi gegn lögreglu. Þá sýnir Nic fréttakonu marblett sem hún hafði fengið þegar gripið var í hana. Nic var marin og blá eftir handtökuna.Vísir/Arnar Nic segist hafa beðið lögregluþjónana um að skrifa símanúmer vinar síns niður svo hún yrði ekki strandaglópur á Íslandi, en henni hafi verið sagt að þeir stjórnuðu, ekki hún. „Ég veit að þetta var klikkað í augnablikinu en áhyggjur mínar beindust ekki að mér, þær beindust bara að Anahitu,“ segir Nic. „Hann var svo grófur. Ég get í raun ekki lýst því. Það var engin þörf á þessu, ég var hvort sem er að yfirgefa svæðið. Hann hefði bara getað sagt mér að fara af svæðinu.“ Loks segist Nic taka ofan af fyrir hugrekki kvennanna sem hlekkjuðu sig við skipin. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir Elissu og Anahitu. Þær eru hugrakkari en ég, verandi þarna uppi. Fólk með svo sterkan karakter að geta staðið upp fyrir því sem þau trúa og setja sig í þessar aðstæður. Mér fannst að það minnsta sem ég gat gert væri að fara að hughreysta Anahitu og segja henni að maðurinn hennar kæmi aftur eftir fimm mínútur, það var það minnsta sem ég gat gert. Ég hugsaði ekki um afleiðingarnar.“
Hvalveiðar Lögreglumál Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira