Lífið

Eiríkur verður allt upp í ár að ferðast um stóran hluta heimsins á mótorhjóli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eiríkur hefur áður farið í svipaða ferð en aldrei eins langa.
Eiríkur hefur áður farið í svipaða ferð en aldrei eins langa.

Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld stefnir á það að ferðast um stóran hluta heimsins einn á það á mótorhjóli.

Hann byrjar á því að ferðast yfir Bandaríkin, þaðan fer hann til Norður-Ameríku og endar í Brasilíu. Sindri Sindrason hitti Eirík í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Hann elskar að vera frjáls eins og fuglinn og láta draumana rætast en hann var í vikunni var hann að hefja níu mánaða ferðalag sem gæti allt eins tekið eitt ár.

Hjólið fór á undan honum af stað út en Eiríkur er ekki alveg viss um hvað það tekur langan tíma að fá það á áfangastað.

„Ég býst við að vera níu til tólf mánuði á ferð, ég renn svolítið blint út sjóinn með þetta allt saman,“ segir Eiríkur og heldur áfram.

„Leiðin er ekkert tilbúin hjá mér. Ég hef gert þetta nokkrum sinnum áður en aldrei svona lengi í einu. Ég hef verið að hjóla svolítið mikið í Víetnam, Kína og Marokkó. En þær ferðir hafa bara verið í tvær til þrjár vikur eða slíkt,“ segir Eiríkur. Innslagið var eins og áður segir á Stöð 2 í gærkvöld en hægt er að sjá það í heild sinni inni á Stöð 2+.

Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu.

Klippa: Eiríkur ætlar að ferðast í níu mánuði um heiminn á motorhjóli





Fleiri fréttir

Sjá meira


×