Hlýjasta sumarið á norðurhveli frá upphafi Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2023 10:23 Sjálfboðaliði á alþjóðlegum æskulýðsdegi reynir að kæla sig með lítilli handviftu á meðan hann bíður eftir að fagna Frans páfa í Portúgal í ágúst. AP/Armando Sumarið á norðurhveli var það hlýjasta sem hefur nokkru sinni mælst. Ágúst var hlýjasti ágústmánuður á jörðinni frá upphafi mælinga og næsthlýjasti mánuðurinn á eftir júlí í sumar. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðina standa frammi fyrir „loftslagshruni“. Meðalhitinn í ágúst var 1,5 gráðu yfir viðmiðunartímabili fyrir iðnbyltingu samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofunni og Kópernikusarloftslagsþjónustu Evrópusambandsins. Markmið Parísaramkomulagsins er að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu en mælt yfir áratugi, ekki einstaka mánuði. Ágúst var þriðji mánuðurinn í röð sem setur mánaðarhitamet. Hitinn í heimshöfunum var jafnframt sá mesti sem mæst hefur, nærri því 21 gráða. Hitamet hafa verið slegin í hafinu þrjá mánuði í röð, að sögn AP-fréttastofunnar. „Hundadagar sumarsins gelta ekki bara heldur bíta. Loftslagshrun er hafið,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðirnar, í yfirlýsingu um nýju mælingarnar. Tímabilið frá miðjum júlí til seinni hluta ágústs eru nefndir hundadagar. Heitið kemur frá Forn-Grikkjum sem tengdu sumarhita við hundastjörnuna Síríus sem byrjar að sjást á morgunhimni um þetta leyti samkvæmt íslenskri alfræðiorðabók. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er uggandi yfir þeim breytingum sem mannkynið veldur nú á loftslagi reikistjörnunnar.Vísir/EPA Í stórum hluta Mið-Evrópu og Skandinavíu var ágúst óvenjuvætusamur sem leiddi til flóða á sama tíma og miklir þurrkar sköpuðu aðstæður fyrir gróðurelda í Frakklandi, Grikklandi, Ítalíu og Portúgal, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nú í fyrstu viku september hefur aftakaúrkomu og flóð gert á Spáni og Grikklandi sem skrælnuðu í öflugum hitabylgjum fyrir skemmstu. Enn sem komið er stefnir árið í ár að verða það næsthlýjasta frá upphafi mælinga. Aðeins árið 2016, þegar áhrifa sterks El niño gætti, var hlýrra. Fornloftslagsfræðingar telja að ekki hafi verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 120.000 ár. Orsökin fyrir hlýnun jarðar nú er gegndarlaus losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Veður Sameinuðu þjóðirnar Vísindi Tengdar fréttir Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. 27. júlí 2023 20:57 Heitasti staki dagurinn frá upphafi mælinga Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu. 5. júlí 2023 09:50 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Meðalhitinn í ágúst var 1,5 gráðu yfir viðmiðunartímabili fyrir iðnbyltingu samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofunni og Kópernikusarloftslagsþjónustu Evrópusambandsins. Markmið Parísaramkomulagsins er að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu en mælt yfir áratugi, ekki einstaka mánuði. Ágúst var þriðji mánuðurinn í röð sem setur mánaðarhitamet. Hitinn í heimshöfunum var jafnframt sá mesti sem mæst hefur, nærri því 21 gráða. Hitamet hafa verið slegin í hafinu þrjá mánuði í röð, að sögn AP-fréttastofunnar. „Hundadagar sumarsins gelta ekki bara heldur bíta. Loftslagshrun er hafið,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðirnar, í yfirlýsingu um nýju mælingarnar. Tímabilið frá miðjum júlí til seinni hluta ágústs eru nefndir hundadagar. Heitið kemur frá Forn-Grikkjum sem tengdu sumarhita við hundastjörnuna Síríus sem byrjar að sjást á morgunhimni um þetta leyti samkvæmt íslenskri alfræðiorðabók. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er uggandi yfir þeim breytingum sem mannkynið veldur nú á loftslagi reikistjörnunnar.Vísir/EPA Í stórum hluta Mið-Evrópu og Skandinavíu var ágúst óvenjuvætusamur sem leiddi til flóða á sama tíma og miklir þurrkar sköpuðu aðstæður fyrir gróðurelda í Frakklandi, Grikklandi, Ítalíu og Portúgal, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nú í fyrstu viku september hefur aftakaúrkomu og flóð gert á Spáni og Grikklandi sem skrælnuðu í öflugum hitabylgjum fyrir skemmstu. Enn sem komið er stefnir árið í ár að verða það næsthlýjasta frá upphafi mælinga. Aðeins árið 2016, þegar áhrifa sterks El niño gætti, var hlýrra. Fornloftslagsfræðingar telja að ekki hafi verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 120.000 ár. Orsökin fyrir hlýnun jarðar nú er gegndarlaus losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Veður Sameinuðu þjóðirnar Vísindi Tengdar fréttir Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. 27. júlí 2023 20:57 Heitasti staki dagurinn frá upphafi mælinga Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu. 5. júlí 2023 09:50 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. 27. júlí 2023 20:57
Heitasti staki dagurinn frá upphafi mælinga Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu. 5. júlí 2023 09:50