Gengið frá sölunni á Icelandic Glacial en feðgarnir áfram í stjórn Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2023 13:48 Jón Ólafsson, stonandi Icelandic Glacial, verður sérstakur sendiherra vörumerkisins á heimsmarkaði. Gengið hefur verið frá kaupum hóps erlendra fjárfesta á nýju hlutafé í Icelandic Water Holdings þannig að hann eignist meirihluta í félaginu. Með kaupunum eykst eigið fé félagsins verulega. Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að samhliða hafi núverandi hluthafar, meðal annars sjóðir í stýringu bandaríska fjárfestingarfélagsins BlackRock og þeir Jón Ólafsson og Kristján Jónsson, keypt hluti í félaginu með skuldbreytingu lána og viðbótarfjárfestingu. Alþjóðlegur fjárfestingarsjóður í Lichtenstein, Iceland Star Property Ltd., hafði milligöngu um kaupin. Í tilkynningunni segir að feðgarnir, þeir Jón og Kristján, muni áfram eiga umtalsverðan hlut í IWH, sem á meðal annars dótturfélagið og vörumerkið Icelandic Glacial. Þeir munu setjast í nýja stjórn félagsins og mun Jón jafnframt starfa sem sendiherra vörumerkisins á heimsmarkaði. „Með þessari miklu fjárhagslegu styrkingu er grunnur lagður að aukinni starfsemi í verksmiðju félagsins í Ölfusi og mikilli sókn vörumerkisins á alþjóðlegum drykkjarvatnsmarkaði. Um leið leggur Icelandic Glacial lóð á vogarskálar þeirrar umhverfisvænu matvælaframleiðslu sem sveitarfélagið hyggst byggja upp í náinni framtíð,“ segir í tilkynningunni. Tilkynnt í síðasta mánuði Sagt var frá því að til stæði að selja félagið í byrjun ágústmánaðar og að gengið yrði frá kaupunum síðar sama mánuði. Nokkur dráttur varð þó á því að ganga frá samningum. Í tilkynningunni er haft eftir Jóni Ólafssyni að þetta sé afar stór og kærkominn áfangi í starfseminni og að það sé sérstaklega ánægjulegt að fá þennan stóra hóp fjárfesta víða að úr heiminum í gegnum Iceland Star Property. „Starfsemin hefur ekki einungis verið fest í sessi til framtíðar heldur er eigendahópurinn samstíga um að bæta vindi í seglin og verja verulegum fjármunum í annars vegar aukin umsvif framleiðslunnar og hins vegar öfluga sókn í markaðsfærslunni víða um heim. Ég er afar stoltur af þeim stað sem starfsemi okkar er komin á með þessari nýju fjárfestingu,“ er haft eftir Jóni. Fest sig í sessi Nýr stjórnarformaður, Johan Dennelind frá Svíþjóð, er reyndur stjórnandi og ráðgjafi og hefur m.a. gegnt forstjórastarfi hjá alþjóðlega fjarskiptafélaginu Telia. „Þetta er afar áhugavert verkefni fyrir mig að takast á við,“ segir Dennelind. „Félagið hefur þróast úr því að vera spennandi sprotafyrirtæki yfir í að hafa fest sig í sessi á meðal stærstu vatnsvörumerkja heims og nú er tækifæri til að auka söluna á alþjóðamarkaði,“ er haft eftir nýja stjórnarformanninum. Kaup og sala fyrirtækja Vatn Ölfus Tengdar fréttir Íslenska vatnið selt erlendum fjárfestum Athafnamennirnir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson hafa selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið er að undirrita kaupsamninga en gengið verður frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. 11. ágúst 2023 07:14 Verður forstjóri Icelandic Water Holdings Reza Mirza, forstjóri Icelandic Glacial í Bandaríkjunum, hefur verið gerður að forstjóra samstæðunnar Icelandic Water Holdings. 8. september 2022 08:45 Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að samhliða hafi núverandi hluthafar, meðal annars sjóðir í stýringu bandaríska fjárfestingarfélagsins BlackRock og þeir Jón Ólafsson og Kristján Jónsson, keypt hluti í félaginu með skuldbreytingu lána og viðbótarfjárfestingu. Alþjóðlegur fjárfestingarsjóður í Lichtenstein, Iceland Star Property Ltd., hafði milligöngu um kaupin. Í tilkynningunni segir að feðgarnir, þeir Jón og Kristján, muni áfram eiga umtalsverðan hlut í IWH, sem á meðal annars dótturfélagið og vörumerkið Icelandic Glacial. Þeir munu setjast í nýja stjórn félagsins og mun Jón jafnframt starfa sem sendiherra vörumerkisins á heimsmarkaði. „Með þessari miklu fjárhagslegu styrkingu er grunnur lagður að aukinni starfsemi í verksmiðju félagsins í Ölfusi og mikilli sókn vörumerkisins á alþjóðlegum drykkjarvatnsmarkaði. Um leið leggur Icelandic Glacial lóð á vogarskálar þeirrar umhverfisvænu matvælaframleiðslu sem sveitarfélagið hyggst byggja upp í náinni framtíð,“ segir í tilkynningunni. Tilkynnt í síðasta mánuði Sagt var frá því að til stæði að selja félagið í byrjun ágústmánaðar og að gengið yrði frá kaupunum síðar sama mánuði. Nokkur dráttur varð þó á því að ganga frá samningum. Í tilkynningunni er haft eftir Jóni Ólafssyni að þetta sé afar stór og kærkominn áfangi í starfseminni og að það sé sérstaklega ánægjulegt að fá þennan stóra hóp fjárfesta víða að úr heiminum í gegnum Iceland Star Property. „Starfsemin hefur ekki einungis verið fest í sessi til framtíðar heldur er eigendahópurinn samstíga um að bæta vindi í seglin og verja verulegum fjármunum í annars vegar aukin umsvif framleiðslunnar og hins vegar öfluga sókn í markaðsfærslunni víða um heim. Ég er afar stoltur af þeim stað sem starfsemi okkar er komin á með þessari nýju fjárfestingu,“ er haft eftir Jóni. Fest sig í sessi Nýr stjórnarformaður, Johan Dennelind frá Svíþjóð, er reyndur stjórnandi og ráðgjafi og hefur m.a. gegnt forstjórastarfi hjá alþjóðlega fjarskiptafélaginu Telia. „Þetta er afar áhugavert verkefni fyrir mig að takast á við,“ segir Dennelind. „Félagið hefur þróast úr því að vera spennandi sprotafyrirtæki yfir í að hafa fest sig í sessi á meðal stærstu vatnsvörumerkja heims og nú er tækifæri til að auka söluna á alþjóðamarkaði,“ er haft eftir nýja stjórnarformanninum.
Kaup og sala fyrirtækja Vatn Ölfus Tengdar fréttir Íslenska vatnið selt erlendum fjárfestum Athafnamennirnir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson hafa selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið er að undirrita kaupsamninga en gengið verður frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. 11. ágúst 2023 07:14 Verður forstjóri Icelandic Water Holdings Reza Mirza, forstjóri Icelandic Glacial í Bandaríkjunum, hefur verið gerður að forstjóra samstæðunnar Icelandic Water Holdings. 8. september 2022 08:45 Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
Íslenska vatnið selt erlendum fjárfestum Athafnamennirnir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson hafa selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið er að undirrita kaupsamninga en gengið verður frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. 11. ágúst 2023 07:14
Verður forstjóri Icelandic Water Holdings Reza Mirza, forstjóri Icelandic Glacial í Bandaríkjunum, hefur verið gerður að forstjóra samstæðunnar Icelandic Water Holdings. 8. september 2022 08:45