Sport

Hrútarnir án lykilmanns í fyrsta leik

Smári Jökull Jónsson skrifar
Cooper Kupp er meiddur og missir af fyrsta leik Los Angeles Rams í NFL-deildinni.
Cooper Kupp er meiddur og missir af fyrsta leik Los Angeles Rams í NFL-deildinni. Vísir/Getty

Los Angeles Rams er ekki spáð góðu gengi í NFL-deildinni í ár en fyrsti leikurinn fer af stað annað kvöld. Liðið þarf að spila fyrsta leik sinn í deildinni án lykilmanns í sóknarleiknum.

NFL-deildin fer af stað annað kvöld. Þá mætast meistarar Kansas City Chiefs og Detroit Lions og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Lið Los Angeles Rams vann Superbowl árið 2021 en liðinu er spáð lélegu gengi í ár. Liðið mætir Seattle Seahawks í fyrsta leik á sunnudaginn og þar verður liðið án útherjans Cooper Kupp sem er meiddur á læri.

Þjálfarinn Sean McVay sagði í viðtali í dag að svo gæti farið að bæta þyrfti Kupp á lista yfir leikmenn sem eru frá vegna langtímameiðsla og það þýðir að Kupp missir að minnsta kosti af fyrstu fjórum leikjum liðsins.

„Hvað varðar einhverja tímaáætlun þá gætu þetta verið á milli þess að við setjum hann á meiðslalistann eða að hann verður frá í tvær vikur. Ég veit að hann langar mikið að vera með og við viljum það líka en við viljum ekki flýta okkur um of heldur,“ sagði McVay í dag.

Kupp hefur glímt við meiðsli aftan í læri allt undirbúningstímabilið og fékk álit sérfræðings um síðustu helgi þar sem læknateymi Rams þar sem meiðslin væru ekki að þróast á þann hátt sem búist var við.

Kupp hefur verið einn besti útherji deildarinnar síðustu árin og var lykilmaður í liði Rams sem vann sigur í deildinni árið 2021.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×