Hvernig dó hann? Arna Pálsdóttir skrifar 7. september 2023 12:30 Í dag er gulur dagur sem er hluti af samvinnuverkefninu gulur september. Gulur september er forvarnarverkefni stofnana og samtaka sem vinna að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Þegar við hugsum um forvarnir sjáum við oft fyrir okkur skilti á strætóskýlum, auglýsingar, safnanir (og oftar en ekki Þorgrím Þráinsson). Allt þetta eru vissulega forvarnir sem unnar eru með markvissum hætti m.a. með það fyrir augum að ná til tiltekinna áhættuhópa. En forvarnir eru svo miklu meira en það og okkar ábyrgð í forvörnum er gríðarlega mikil. Ég var 16 ára þegar ég missti pabba minn í sjálfsvígi. Í langan tíma eftir að pabbi dó var erfitt að segja að hann væri dáinn en verst af öllu var að segja hvernig hann dó. Það var ekkert sem ég hræddist meira en spurningin: Hvernig dó hann? Þögnin og óþægilega andrúmsloftið sem tók yfir þegar dánarorsök hans lá fyrir varð til þess að maður vildi helst af öllu vera ósýnilegur. Það var löngu seinna sem ég áttaði mig á tilfinningunni sem bjó þarna að baki. Tilfinningin var skömm. Ég skammaðist mín fyrir það að pabbi minn hefði framið sjálfsvíg. Ég skammaðist mín ekki fyrir pabba minn heldur sjálfsvígið. Ég hræddist fordóma og ég upplifði fordóma. Orðið fordómar er gagnsætt orð. Við dæmum, myndum okkur skoðun og tjáum okkur án þekkingar. Þannig er eina leiðin til að uppræta fordóma þekking og opin umræða. Þarna höfum við öll mikinn mátt og þarna kemur okkar ábyrgð í forvörnum inn. Það að tala opinskátt um sjálfsvíg og deila reynslu sinni getur reynst öðrum ómetanlegt. Opin umræða breytir menningu og úreltum gildum. Verum meðvituð um getu okkar og hæfni til að ræða tiltekin mál áður en við tjáum skoðanir okkar. Skoðanir sem geta verið særandi og meiðandi fyrir aðra. Það reynist mörgum erfitt að skilja sjálfsvíg og það er eðlilegt og allt í lagi. Sjálfsvíg eru flókin og að baki hverju sjálfsvígi er sjálfstæður aðdragandi. Ekkert sjálfsvíg er eins og við þurfum ekki að skilja hvert og eitt sjálfsvíg til þess að sýna mildi og umburðarlyndi. Það er svo margt annað sem við getum öðlast skilning á. Við getum skilið að sjálfsvíg eru heilbrigðismál, skilið áhættuþætti og gildi forvarna. Við getum skilið að einstaklingur sem vill binda enda á líf sitt er í baráttu og við getum skilið að þessi einstaklingur þarf aðgengi að heilbrigðiskerfi. Hann þarf að finna fyrir samstöðu og stuðning í menningu okkar. Að baki hverju sjálfsvígi er ekki sjálfhverfa eða heigulskapur heldur þjáning, vonleysi og örvænting. Það eru til líkamleg veikindi og geðræn veikindi. Bæði geta dregið fólk til dauða. Geðræn veikindi og sjálfvíg gera ekki greinarmun á stöðu fólks eða lífsgæðum. Þau eru alls staðar, alveg eins og önnur veikindi. Umræðan um sjálfsvíg má því ekki vera tabú eða óþægileg. Gefum geðrækt og sjálfsvígum meira vægi, í heilbrigðiskerfinu og í umræðu okkar á milli. Dæmum ekki það sem við ekki þekkjum og verum góð hvort við annað. Bara þannig upprætum við fordóma og skömm. Höfundur situr í stjórn Píeta samtakanna. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í dag er gulur dagur sem er hluti af samvinnuverkefninu gulur september. Gulur september er forvarnarverkefni stofnana og samtaka sem vinna að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Þegar við hugsum um forvarnir sjáum við oft fyrir okkur skilti á strætóskýlum, auglýsingar, safnanir (og oftar en ekki Þorgrím Þráinsson). Allt þetta eru vissulega forvarnir sem unnar eru með markvissum hætti m.a. með það fyrir augum að ná til tiltekinna áhættuhópa. En forvarnir eru svo miklu meira en það og okkar ábyrgð í forvörnum er gríðarlega mikil. Ég var 16 ára þegar ég missti pabba minn í sjálfsvígi. Í langan tíma eftir að pabbi dó var erfitt að segja að hann væri dáinn en verst af öllu var að segja hvernig hann dó. Það var ekkert sem ég hræddist meira en spurningin: Hvernig dó hann? Þögnin og óþægilega andrúmsloftið sem tók yfir þegar dánarorsök hans lá fyrir varð til þess að maður vildi helst af öllu vera ósýnilegur. Það var löngu seinna sem ég áttaði mig á tilfinningunni sem bjó þarna að baki. Tilfinningin var skömm. Ég skammaðist mín fyrir það að pabbi minn hefði framið sjálfsvíg. Ég skammaðist mín ekki fyrir pabba minn heldur sjálfsvígið. Ég hræddist fordóma og ég upplifði fordóma. Orðið fordómar er gagnsætt orð. Við dæmum, myndum okkur skoðun og tjáum okkur án þekkingar. Þannig er eina leiðin til að uppræta fordóma þekking og opin umræða. Þarna höfum við öll mikinn mátt og þarna kemur okkar ábyrgð í forvörnum inn. Það að tala opinskátt um sjálfsvíg og deila reynslu sinni getur reynst öðrum ómetanlegt. Opin umræða breytir menningu og úreltum gildum. Verum meðvituð um getu okkar og hæfni til að ræða tiltekin mál áður en við tjáum skoðanir okkar. Skoðanir sem geta verið særandi og meiðandi fyrir aðra. Það reynist mörgum erfitt að skilja sjálfsvíg og það er eðlilegt og allt í lagi. Sjálfsvíg eru flókin og að baki hverju sjálfsvígi er sjálfstæður aðdragandi. Ekkert sjálfsvíg er eins og við þurfum ekki að skilja hvert og eitt sjálfsvíg til þess að sýna mildi og umburðarlyndi. Það er svo margt annað sem við getum öðlast skilning á. Við getum skilið að sjálfsvíg eru heilbrigðismál, skilið áhættuþætti og gildi forvarna. Við getum skilið að einstaklingur sem vill binda enda á líf sitt er í baráttu og við getum skilið að þessi einstaklingur þarf aðgengi að heilbrigðiskerfi. Hann þarf að finna fyrir samstöðu og stuðning í menningu okkar. Að baki hverju sjálfsvígi er ekki sjálfhverfa eða heigulskapur heldur þjáning, vonleysi og örvænting. Það eru til líkamleg veikindi og geðræn veikindi. Bæði geta dregið fólk til dauða. Geðræn veikindi og sjálfvíg gera ekki greinarmun á stöðu fólks eða lífsgæðum. Þau eru alls staðar, alveg eins og önnur veikindi. Umræðan um sjálfsvíg má því ekki vera tabú eða óþægileg. Gefum geðrækt og sjálfsvígum meira vægi, í heilbrigðiskerfinu og í umræðu okkar á milli. Dæmum ekki það sem við ekki þekkjum og verum góð hvort við annað. Bara þannig upprætum við fordóma og skömm. Höfundur situr í stjórn Píeta samtakanna. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun