Davíð Friðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir í samtali við Vísi að slökkvilið hafi farið í þrjú útköll síðastliðinn sólahring. Eitt hafi verið í vesturbæ Reykjavíkur þar sem eldur kom upp í rafhlaupahjóli sem skilið var í hleðslu í bílskúr.
Davíð segir slökkvilið brýna fyrir fólki að hlaða ekki slík hjól innandyra og að geyma þau ekki inni íbúarýmum, og nota hleðslutæki sem ætluð eru hjólinu. Að sögn Davíðs eru hleðslutækin sem fylgja hjólunum misgóð.
Flestir framleiðendur hér á landi hafi þó öryggisstaðla á hreinu. Það dugi þó ekki til og geti rafhlöður hjólanna oft hitnað mikið snögglega.
Hann segir útköllum vegna bruna í slíkum tækjum hafa fjölgað gríðarlega hjá slökkviliðinu. Hann hefur ekki nákvæmar tölur yfir fjölda útkalla í hverjum mánuði en segir fjöldi útkalla síðastliðinn sólarhring óvenju mikinn.