Vanhugsuð sameiningaráform Bragi Guðmundsson skrifar 7. september 2023 13:30 Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. Þeir hafa um margt ólík hlutverk og nemendur sem þá sækja eru eins mismunandi og þeir eru margir og nýta sér þá fjölbreytni sem innan veggja þeirra er. Ef það er ætlunin að spara 400 milljónir með sameiningu spyr ég hvar þær eigi að taka. Á að fækka starfsfólki um e.t.v. þrjátíu? Eru það kennarar eða annað starfsfólk? Eitt er víst að stjórnendum mun nær ekkert fækka. Á að spara með því að flytja kennslu í sameiginlegum (bóklegum) grunnáföngum í annan framhaldsskólann (væntanlega MA) en halda sértækum áföngum áfram þar sem þeir eru nú? Á að spara í húsnæði? Á að loka öðru skólabókasafninu, á að fækka kennslustofum, á að fækka námsráðgjöfum og sálfræðingum, á að loka kennslustofum, á að hætta við fyrirhugaðar nýbyggingar við VMA? Svör skortir algerlega og þau liggja sannarlega ekki í augum uppi. Það er öllum ljóst sem til þekkja. Á að sameina vegna þess að aðsókn sé dræm? Tæplega. Ef litið er á opinberar tölur Menntamálastofnunar um aðsókn að skólunum tveimur fyrir haustmisseri 2022 var Menntaskólinn áttundi vinsælasti skólinn á landsvísu og Verkmenntaskólinn sá þrettándi af þrjátíu skólum alls. Ef aðeins er litið til þeirra sem fengu inni í skólunum sem fyrsta val var MA í fjórða sæti og VMA í því áttunda, sjá hér. Þetta eru einfaldlega vinsælir og góðir skólar eins og þeir eru. Ég er ósammála þeim sem vilja gera þetta að samanburði á milli landshluta. Mér er samt óskiljanlegt hvers vegna horft er til þess að sameina svo ólíka skóla á landsbyggðinni en litið framhjá afar samleitum stofnunum á fárra hektara svæði í miðbæ Reykjavíkur. Þar eru mjög góðir skólar og vonandi fá þeir að vera í friði fyrir aðför af því tagi sem nú virðist gerð að tveimur ólíkum grunnstofnunum í menntaumhverfi Akureyrar og reyndar landsins alls. Sameiginleg heimavist er við skólana tvo og hana sækja nemendur víðs vegar að af landinu. Að endingu vil ég nefna að það eru fánýt rök að benda á að fjölga megi nemendum í sértækum áföngum eða á fámennum námsbrautum með sameiningu. Engar kannanir benda til slíks svo ég viti til. Auk þess bendi ég á að fyrir hendi er mikilvægt samstarf fámennra framhaldsskóla sem nefnist einfaldlega Fjarmenntaskólinn, sjá hér. Með því að nýta sams konar kerfi og möguleika fjarnáms má væntanlega auka þátttöku á fámennum námsbrautum og/eða í námskeiðum, Tæknin er fyrir hendi, reynsla er fyrir hendi (t.d. mjög löng í VMA) og þá er aðeins eftir spurning um viljann til þess að framkvæma. Þetta er mikilvæg umræða og þar skulum við sem flest láta í okkur heyra. Ef sameiningin verður keyrð í gegn með offorsi og þvert á vilja fjölmargra innan sem utan skólanna tveggja er illa farið. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. Þeir hafa um margt ólík hlutverk og nemendur sem þá sækja eru eins mismunandi og þeir eru margir og nýta sér þá fjölbreytni sem innan veggja þeirra er. Ef það er ætlunin að spara 400 milljónir með sameiningu spyr ég hvar þær eigi að taka. Á að fækka starfsfólki um e.t.v. þrjátíu? Eru það kennarar eða annað starfsfólk? Eitt er víst að stjórnendum mun nær ekkert fækka. Á að spara með því að flytja kennslu í sameiginlegum (bóklegum) grunnáföngum í annan framhaldsskólann (væntanlega MA) en halda sértækum áföngum áfram þar sem þeir eru nú? Á að spara í húsnæði? Á að loka öðru skólabókasafninu, á að fækka kennslustofum, á að fækka námsráðgjöfum og sálfræðingum, á að loka kennslustofum, á að hætta við fyrirhugaðar nýbyggingar við VMA? Svör skortir algerlega og þau liggja sannarlega ekki í augum uppi. Það er öllum ljóst sem til þekkja. Á að sameina vegna þess að aðsókn sé dræm? Tæplega. Ef litið er á opinberar tölur Menntamálastofnunar um aðsókn að skólunum tveimur fyrir haustmisseri 2022 var Menntaskólinn áttundi vinsælasti skólinn á landsvísu og Verkmenntaskólinn sá þrettándi af þrjátíu skólum alls. Ef aðeins er litið til þeirra sem fengu inni í skólunum sem fyrsta val var MA í fjórða sæti og VMA í því áttunda, sjá hér. Þetta eru einfaldlega vinsælir og góðir skólar eins og þeir eru. Ég er ósammála þeim sem vilja gera þetta að samanburði á milli landshluta. Mér er samt óskiljanlegt hvers vegna horft er til þess að sameina svo ólíka skóla á landsbyggðinni en litið framhjá afar samleitum stofnunum á fárra hektara svæði í miðbæ Reykjavíkur. Þar eru mjög góðir skólar og vonandi fá þeir að vera í friði fyrir aðför af því tagi sem nú virðist gerð að tveimur ólíkum grunnstofnunum í menntaumhverfi Akureyrar og reyndar landsins alls. Sameiginleg heimavist er við skólana tvo og hana sækja nemendur víðs vegar að af landinu. Að endingu vil ég nefna að það eru fánýt rök að benda á að fjölga megi nemendum í sértækum áföngum eða á fámennum námsbrautum með sameiningu. Engar kannanir benda til slíks svo ég viti til. Auk þess bendi ég á að fyrir hendi er mikilvægt samstarf fámennra framhaldsskóla sem nefnist einfaldlega Fjarmenntaskólinn, sjá hér. Með því að nýta sams konar kerfi og möguleika fjarnáms má væntanlega auka þátttöku á fámennum námsbrautum og/eða í námskeiðum, Tæknin er fyrir hendi, reynsla er fyrir hendi (t.d. mjög löng í VMA) og þá er aðeins eftir spurning um viljann til þess að framkvæma. Þetta er mikilvæg umræða og þar skulum við sem flest láta í okkur heyra. Ef sameiningin verður keyrð í gegn með offorsi og þvert á vilja fjölmargra innan sem utan skólanna tveggja er illa farið. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun