Ronaldo segir ríginn við Messi vera horfinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. september 2023 15:46 Rígur Messi og Ronaldo hefur teygt sig víðar en á völlinn. Skjáskot Cristiano Ronaldo segir allan ríg horfinn milli sín og Lionels Messi. Þeir hafi breytt fótboltasögunni og séu báðir vel virtir um allan heim. Ronaldo var ekki tilnefndur til Ballon d'or verðlaunanna í gær, í fyrsta skipti síðan árið 2003. Leikmennirnir eru af mörgum taldir tveir bestu knattspyrnumenn allra tíma og kepptust við hvorn annan um markamet og titla svo árum skipti. En nú segir Ronaldo tímabært að leggja ríginn til hliðar og bera virðingu fyrir afrekum hvors annars. „Rígurinn er horfinn, hann var skemmtilegur og aðdáendurnir nutu þess. Við deildum sviðinu í 15 ár og urðum á endanum, kannski ekki vinir, en förunautar og við berum virðingu hvor fyrir öðrum“ sagði Ronaldo þegar hann var spurður hvort að hatur hafi drifið þá áfram á vegferð sinni. „Þeir sem elska Cristiano Ronaldo þurfa ekki að hata Lionel Messi" bætti portúgalinn við. Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu Real Madrid með 451 mark í 438 leikjum. Á 9 árum sínum hjá félaginu vann hann 16 titla, þar af 4 meistaradeildartitla. Lionel Messi er markahæsti leikmaður í sögu erkifjenda þeirra í Barcelona með 674 mörk í 781 leik. Leikmennirnir hafa nú báðir yfirgefið stærstu svið knattspyrnunnar, Ronaldo spilar með Al-Nassr í Sádí Arabíu og Lionel Messi gekk nýverið í raðir Inter Miami frá PSG. Leikmennirnir hafa mæst 36 sinnum áður, síðast í janúar þegar vináttuleikur PSG og Riyadh XI fór fram. Það gæti orðið þeirra síðasti leikur saman á vellinum. Ronaldo er í landsliðshópi Portúgal sem mætir Slóvakíu og Lúxemborg á dögunum. Portúgalska liðið situr í efsta sæti J riðils í undankeppni EM, Ísland er í því fimmta. Argentína Portúgal Sádiarabíski boltinn Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir Cristiano Ronaldo útskýrir muninn á sér og Lionel Messi Viðtalið við Cristiano Ronaldo er hluti af þáttaröðinni Making Of. 14. ágúst 2019 10:30 Cristiano Ronaldo komst upp fyrir Messi Cristiano Ronaldo er launahæsti knattspyrnumaður heims samkvæmt nýrri úttekt Forbes en hann hækkaði sig mikið í launum með því að komast til Sádí-Arabíu. 3. maí 2023 14:31 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Sjá meira
Leikmennirnir eru af mörgum taldir tveir bestu knattspyrnumenn allra tíma og kepptust við hvorn annan um markamet og titla svo árum skipti. En nú segir Ronaldo tímabært að leggja ríginn til hliðar og bera virðingu fyrir afrekum hvors annars. „Rígurinn er horfinn, hann var skemmtilegur og aðdáendurnir nutu þess. Við deildum sviðinu í 15 ár og urðum á endanum, kannski ekki vinir, en förunautar og við berum virðingu hvor fyrir öðrum“ sagði Ronaldo þegar hann var spurður hvort að hatur hafi drifið þá áfram á vegferð sinni. „Þeir sem elska Cristiano Ronaldo þurfa ekki að hata Lionel Messi" bætti portúgalinn við. Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu Real Madrid með 451 mark í 438 leikjum. Á 9 árum sínum hjá félaginu vann hann 16 titla, þar af 4 meistaradeildartitla. Lionel Messi er markahæsti leikmaður í sögu erkifjenda þeirra í Barcelona með 674 mörk í 781 leik. Leikmennirnir hafa nú báðir yfirgefið stærstu svið knattspyrnunnar, Ronaldo spilar með Al-Nassr í Sádí Arabíu og Lionel Messi gekk nýverið í raðir Inter Miami frá PSG. Leikmennirnir hafa mæst 36 sinnum áður, síðast í janúar þegar vináttuleikur PSG og Riyadh XI fór fram. Það gæti orðið þeirra síðasti leikur saman á vellinum. Ronaldo er í landsliðshópi Portúgal sem mætir Slóvakíu og Lúxemborg á dögunum. Portúgalska liðið situr í efsta sæti J riðils í undankeppni EM, Ísland er í því fimmta.
Argentína Portúgal Sádiarabíski boltinn Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir Cristiano Ronaldo útskýrir muninn á sér og Lionel Messi Viðtalið við Cristiano Ronaldo er hluti af þáttaröðinni Making Of. 14. ágúst 2019 10:30 Cristiano Ronaldo komst upp fyrir Messi Cristiano Ronaldo er launahæsti knattspyrnumaður heims samkvæmt nýrri úttekt Forbes en hann hækkaði sig mikið í launum með því að komast til Sádí-Arabíu. 3. maí 2023 14:31 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Sjá meira
Cristiano Ronaldo útskýrir muninn á sér og Lionel Messi Viðtalið við Cristiano Ronaldo er hluti af þáttaröðinni Making Of. 14. ágúst 2019 10:30
Cristiano Ronaldo komst upp fyrir Messi Cristiano Ronaldo er launahæsti knattspyrnumaður heims samkvæmt nýrri úttekt Forbes en hann hækkaði sig mikið í launum með því að komast til Sádí-Arabíu. 3. maí 2023 14:31