Níu sæti enn til boða í Afríkukeppninni Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. september 2023 17:00 Sadio Mané kyssir fyrsta Afríkubikar Senegal. GETTY IMAGES Það standa enn níu sæti til boða á Afríkukeppni karla sem fer fram á Fílabeinsströndinni í byrjun næsta árs. Fimmtán lönd hafa þegar tryggt sér sæti á mótinu en lokaumferð undankeppninnar fer fram á dögunum. Það eru alls 48 landslið í 12 riðlum í undankeppni mótsins, 24 þeirra munu spila í lokakeppninni sem verður haldin frá 13. janúar–11. febrúar 2024. Senegal eru núríkjandi Afríkumeistarar eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Egyptalandi á mótinu 2021, bæði lið hafa þegar tryggt sér sæti á mótinu. Ásamt þeim hafa Nígería, Namibía, S-Afríka, Marokkó, Gínea-Bissá, Búrkína Fasó, Grænhöfðaeyjar, Gínea, Alsír, Malí, Sambía, Túnis og Miðbaugs-Gínea tryggt sér sæti. Fílabeinsströndin heldur mótið í ár og fara sjálfkrafa í úrslitakeppnina. Í C-riðli leikur Kamerún hreinan úrslitaleik við Búrúndí um sæti í lokakeppninni næsta þriðjudag. Andre Onana, markvörður Manchester United, mun spila með Kamerúnum í þeim leik en þetta verður hans fyrsti landsleikur eftir að hafa verið settur í agabann á HM í Katar. Það er enn spenna á fleiri vígstöðum. Í kvöld leika Gana við Mið-Afríska Lýðveldið og Angóla leikur við Madagaskar, sem situr í neðsta sæti E riðils og á ekki möguleika á því að komast í lokakeppnina, hin löndin þrjú geta öll komið sér áfram með sigri. Tansanía gæti svo komist á lokamótið í annað skipti í sögunni með stigi gegn Alsír í kvöld. Mest er spennan í I-riðli en þar eiga öll lönd enn möguleika á því að komast áfram. Kongó situr í efsta sæti og mætir Súdan sem situr í því neðsta. Máritanía mætir Gabon, en löndin eru jöfn að stigum í 2. og 3. sætinu. Báðir leikir fara fram næsta laugardag. Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig fer en ljóst er mikil spenna ríkir yfir mótinu. Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Kamerún Fílabeinsströndin Tengdar fréttir Senegal Afríkumeistari Senegal varð í kvöld Afríkumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Egyptalandi í vítaspyrnukeppni. Segja má að markverðir beggja liða hafi stolið sviðsljósinu en staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. 6. febrúar 2022 22:15 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Það eru alls 48 landslið í 12 riðlum í undankeppni mótsins, 24 þeirra munu spila í lokakeppninni sem verður haldin frá 13. janúar–11. febrúar 2024. Senegal eru núríkjandi Afríkumeistarar eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Egyptalandi á mótinu 2021, bæði lið hafa þegar tryggt sér sæti á mótinu. Ásamt þeim hafa Nígería, Namibía, S-Afríka, Marokkó, Gínea-Bissá, Búrkína Fasó, Grænhöfðaeyjar, Gínea, Alsír, Malí, Sambía, Túnis og Miðbaugs-Gínea tryggt sér sæti. Fílabeinsströndin heldur mótið í ár og fara sjálfkrafa í úrslitakeppnina. Í C-riðli leikur Kamerún hreinan úrslitaleik við Búrúndí um sæti í lokakeppninni næsta þriðjudag. Andre Onana, markvörður Manchester United, mun spila með Kamerúnum í þeim leik en þetta verður hans fyrsti landsleikur eftir að hafa verið settur í agabann á HM í Katar. Það er enn spenna á fleiri vígstöðum. Í kvöld leika Gana við Mið-Afríska Lýðveldið og Angóla leikur við Madagaskar, sem situr í neðsta sæti E riðils og á ekki möguleika á því að komast í lokakeppnina, hin löndin þrjú geta öll komið sér áfram með sigri. Tansanía gæti svo komist á lokamótið í annað skipti í sögunni með stigi gegn Alsír í kvöld. Mest er spennan í I-riðli en þar eiga öll lönd enn möguleika á því að komast áfram. Kongó situr í efsta sæti og mætir Súdan sem situr í því neðsta. Máritanía mætir Gabon, en löndin eru jöfn að stigum í 2. og 3. sætinu. Báðir leikir fara fram næsta laugardag. Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig fer en ljóst er mikil spenna ríkir yfir mótinu.
Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Kamerún Fílabeinsströndin Tengdar fréttir Senegal Afríkumeistari Senegal varð í kvöld Afríkumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Egyptalandi í vítaspyrnukeppni. Segja má að markverðir beggja liða hafi stolið sviðsljósinu en staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. 6. febrúar 2022 22:15 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Senegal Afríkumeistari Senegal varð í kvöld Afríkumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Egyptalandi í vítaspyrnukeppni. Segja má að markverðir beggja liða hafi stolið sviðsljósinu en staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. 6. febrúar 2022 22:15