Níu sæti enn til boða í Afríkukeppninni Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. september 2023 17:00 Sadio Mané kyssir fyrsta Afríkubikar Senegal. GETTY IMAGES Það standa enn níu sæti til boða á Afríkukeppni karla sem fer fram á Fílabeinsströndinni í byrjun næsta árs. Fimmtán lönd hafa þegar tryggt sér sæti á mótinu en lokaumferð undankeppninnar fer fram á dögunum. Það eru alls 48 landslið í 12 riðlum í undankeppni mótsins, 24 þeirra munu spila í lokakeppninni sem verður haldin frá 13. janúar–11. febrúar 2024. Senegal eru núríkjandi Afríkumeistarar eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Egyptalandi á mótinu 2021, bæði lið hafa þegar tryggt sér sæti á mótinu. Ásamt þeim hafa Nígería, Namibía, S-Afríka, Marokkó, Gínea-Bissá, Búrkína Fasó, Grænhöfðaeyjar, Gínea, Alsír, Malí, Sambía, Túnis og Miðbaugs-Gínea tryggt sér sæti. Fílabeinsströndin heldur mótið í ár og fara sjálfkrafa í úrslitakeppnina. Í C-riðli leikur Kamerún hreinan úrslitaleik við Búrúndí um sæti í lokakeppninni næsta þriðjudag. Andre Onana, markvörður Manchester United, mun spila með Kamerúnum í þeim leik en þetta verður hans fyrsti landsleikur eftir að hafa verið settur í agabann á HM í Katar. Það er enn spenna á fleiri vígstöðum. Í kvöld leika Gana við Mið-Afríska Lýðveldið og Angóla leikur við Madagaskar, sem situr í neðsta sæti E riðils og á ekki möguleika á því að komast í lokakeppnina, hin löndin þrjú geta öll komið sér áfram með sigri. Tansanía gæti svo komist á lokamótið í annað skipti í sögunni með stigi gegn Alsír í kvöld. Mest er spennan í I-riðli en þar eiga öll lönd enn möguleika á því að komast áfram. Kongó situr í efsta sæti og mætir Súdan sem situr í því neðsta. Máritanía mætir Gabon, en löndin eru jöfn að stigum í 2. og 3. sætinu. Báðir leikir fara fram næsta laugardag. Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig fer en ljóst er mikil spenna ríkir yfir mótinu. Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Kamerún Fílabeinsströndin Tengdar fréttir Senegal Afríkumeistari Senegal varð í kvöld Afríkumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Egyptalandi í vítaspyrnukeppni. Segja má að markverðir beggja liða hafi stolið sviðsljósinu en staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. 6. febrúar 2022 22:15 Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Sjá meira
Það eru alls 48 landslið í 12 riðlum í undankeppni mótsins, 24 þeirra munu spila í lokakeppninni sem verður haldin frá 13. janúar–11. febrúar 2024. Senegal eru núríkjandi Afríkumeistarar eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Egyptalandi á mótinu 2021, bæði lið hafa þegar tryggt sér sæti á mótinu. Ásamt þeim hafa Nígería, Namibía, S-Afríka, Marokkó, Gínea-Bissá, Búrkína Fasó, Grænhöfðaeyjar, Gínea, Alsír, Malí, Sambía, Túnis og Miðbaugs-Gínea tryggt sér sæti. Fílabeinsströndin heldur mótið í ár og fara sjálfkrafa í úrslitakeppnina. Í C-riðli leikur Kamerún hreinan úrslitaleik við Búrúndí um sæti í lokakeppninni næsta þriðjudag. Andre Onana, markvörður Manchester United, mun spila með Kamerúnum í þeim leik en þetta verður hans fyrsti landsleikur eftir að hafa verið settur í agabann á HM í Katar. Það er enn spenna á fleiri vígstöðum. Í kvöld leika Gana við Mið-Afríska Lýðveldið og Angóla leikur við Madagaskar, sem situr í neðsta sæti E riðils og á ekki möguleika á því að komast í lokakeppnina, hin löndin þrjú geta öll komið sér áfram með sigri. Tansanía gæti svo komist á lokamótið í annað skipti í sögunni með stigi gegn Alsír í kvöld. Mest er spennan í I-riðli en þar eiga öll lönd enn möguleika á því að komast áfram. Kongó situr í efsta sæti og mætir Súdan sem situr í því neðsta. Máritanía mætir Gabon, en löndin eru jöfn að stigum í 2. og 3. sætinu. Báðir leikir fara fram næsta laugardag. Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig fer en ljóst er mikil spenna ríkir yfir mótinu.
Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Kamerún Fílabeinsströndin Tengdar fréttir Senegal Afríkumeistari Senegal varð í kvöld Afríkumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Egyptalandi í vítaspyrnukeppni. Segja má að markverðir beggja liða hafi stolið sviðsljósinu en staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. 6. febrúar 2022 22:15 Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Sjá meira
Senegal Afríkumeistari Senegal varð í kvöld Afríkumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Egyptalandi í vítaspyrnukeppni. Segja má að markverðir beggja liða hafi stolið sviðsljósinu en staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. 6. febrúar 2022 22:15