Sagður bera ábyrgð á baneitraðri vinnustaðamenningu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. september 2023 16:36 Jimmy Fallon ásamt hljómsveitarmeðlimum The Rolling Stones í London í gær vegna útgáfu plötunnar Hackney Diamonds. Starfsmenn Tonight Show lýsa hræðilegum aðstæðum í viðtali við tímaritið sem ber svo gott sem sama nafn og sveitin. Scott Garfitt/Invision/AP Núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem unnu á bakvið tjöldin í framleiðslu á bandaríska skemmtiþættinum The Tonight Show saka Jimmy Fallon, um að hafa stuðlað að baneitraðri vinnustaðamenningu á setti þáttanna. Sextán starfsmenn, fjórtán fyrrverandi og tveir núverandi lýsa málum í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone. Þannig lét Jerry Seinfeld Jimmy Fallon eitt sinn biðja starfsmann afsökunar. Starfsmennirnir segja spjallþáttastjórnandann bera ábyrgð á eitraðri menningu við framleiðsluna. Hún byrji hjá honum og hafi náð til undirmanna hans en níu yfirmenn hafa komið að gerð þáttanna síðastliðin níu ár. Jimmy Fallon tók við stjórnartaumi þáttanna árið 2014 af Jay Leno sem hætti við að hætta um stund og mætti aftur um fjögurra ára skeið frá 2010 eftir að hafa gert Conan O'Brien að arftaka sínum árið 2009. Í viðtali við Rolling Stone lýsa starfsmennirnir því að það hafi aldrei verið hægt að treysta á í hvernig skapi Jimmy Fallon yrði hvern dag. Starfsmenn hafi rætt sín á milli um „góða Jimmy daga“ og „slæma Jimmy daga.“ Hann sé gjarn á að láta skap sitt bitna á starfsfólki, sem geti aldrei vitað upp á hár hvernig hann muni hegða sér þann daginn. Þá lýsa tveir starfsmenn því í viðtalinu hvernig á „slæmum Jimmy degi“ bandaríski grínistinn Jerry Seinfeld hafi eitt sinn verið gestur í þættinum. Þeir segja Fallon hafa skammað starfsmann sem var falið að halda á minnisspjaldi. Starfsmennirnir segja andartakið hafa verið afar óþægilegt og að Seinfeld hafi sagt Fallon að biðja starfsmanninn afsökunar, hálf partinn í gríni en samt ekki. Það hafi hann gert. Augnablikið hafi verið klippt úr þættinum en starfsmennirnir segja það hafa verið eitt það furðulegasta sem þeir hafi séð á setti. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=7XpDnZCEZhA">watch on YouTube</a> Gestaherbergin nýtt sem „grátherbergi“ Þeir reka stemninguna á vinnustaðnum beint til spjallþáttastjórnandans sem þeir segja að geri ítrekað lítið úr starfsfólki. Það samskiptamunstur sé einnig að finna í samskiptum annarra yfirmanna við undirmenn sína, sem hegði sér á sama hátt og grínistinn. Starfsfólkið ræðir við Rolling Stone undir nafnleynd vegna ótta við viðbrögð Fallon og framleiðenda. Sjö þeirra segja að starf sitt á setti þáttanna hafi haft alvarleg áhrif á geðheilbrigði þeirra. Algengt sé að starfsfólk grínist með sjálfsvíg á setti og þá séu herbergi sem ætluð séu gestum nýtt sem „grátherbergi“ af starfsfólki. Þar geti starfsfólk sýnt tilfinningar sínar og fengið útrás vegna hegðunar yfirmanna sinna. Starfsfólkið er sagt vinna í öllum hlutum framleiðslu þáttanna, þar sé að finna tökumenn, handritshöfundar og aðstoðarmenn. Margir hinna fyrrverandi starfsmanna segja bandaríska tímaritinu að þeir hafi hætt í vinnunni vegna geðrænnar heilsu sinnar. Aðrir segjast hafa verið reknir af þáttastjórnendum. Einn fyrrverandi starfsmaður segir upplifunina hafa verið ömurlega þar sem þetta hafi verið draumastarfið hans. Hann hafi alltaf viljað skrifa fyrir grínþátt líkt og þennan en vinnan hafi fljótlega breyst í martröð. Annar starfsmaður segir framleiðendur þáttanna finna fyrir mikilli pressu vegna gríðarlegra vinsælda þáttanna. Þeir láti það óhikað bitna á starfsfólkinu. Fólk hafi upplifað sem svo að jafnvel ein mistök yrðu til þess að viðkomandi yrði rekinn. Minntust ekki orði á Fallon Rolling Stone segist í umfjöllun sinni hafa haft samband við rúmlega áttatíu núverandi og fyrrverandi starfsmenn þáttanna. Margir hafi hrósað Fallon í hástert fyrir hæfileika en segir í umfjöllun tímaritsins að athygli hafi vakið að enginn þeirra hafi viljað tjá sig um vinnustaðamenningu á setti og þá hafi enginn hrósað henni. Þá vildi Jimmy Fallon sjálfur ekki tjá sig vegna umfjöllunar tímaritsins. Talsmaður NBC sjónvarpsstöðvarinnar segir í yfirlýsingu til tímaritsins að forsvarsmenn hennar séu stoltir af kvöldþættinum, en í umfjöllun Rolling Stone segir að það vekji athygli að ekki sé minnst einu orði á spjallþáttastjórnandann í tilkynningunni. Segja forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar að allar ábendingar starfsfólks um líðan séu teknar alvarlega. Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Starfsmennirnir segja spjallþáttastjórnandann bera ábyrgð á eitraðri menningu við framleiðsluna. Hún byrji hjá honum og hafi náð til undirmanna hans en níu yfirmenn hafa komið að gerð þáttanna síðastliðin níu ár. Jimmy Fallon tók við stjórnartaumi þáttanna árið 2014 af Jay Leno sem hætti við að hætta um stund og mætti aftur um fjögurra ára skeið frá 2010 eftir að hafa gert Conan O'Brien að arftaka sínum árið 2009. Í viðtali við Rolling Stone lýsa starfsmennirnir því að það hafi aldrei verið hægt að treysta á í hvernig skapi Jimmy Fallon yrði hvern dag. Starfsmenn hafi rætt sín á milli um „góða Jimmy daga“ og „slæma Jimmy daga.“ Hann sé gjarn á að láta skap sitt bitna á starfsfólki, sem geti aldrei vitað upp á hár hvernig hann muni hegða sér þann daginn. Þá lýsa tveir starfsmenn því í viðtalinu hvernig á „slæmum Jimmy degi“ bandaríski grínistinn Jerry Seinfeld hafi eitt sinn verið gestur í þættinum. Þeir segja Fallon hafa skammað starfsmann sem var falið að halda á minnisspjaldi. Starfsmennirnir segja andartakið hafa verið afar óþægilegt og að Seinfeld hafi sagt Fallon að biðja starfsmanninn afsökunar, hálf partinn í gríni en samt ekki. Það hafi hann gert. Augnablikið hafi verið klippt úr þættinum en starfsmennirnir segja það hafa verið eitt það furðulegasta sem þeir hafi séð á setti. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=7XpDnZCEZhA">watch on YouTube</a> Gestaherbergin nýtt sem „grátherbergi“ Þeir reka stemninguna á vinnustaðnum beint til spjallþáttastjórnandans sem þeir segja að geri ítrekað lítið úr starfsfólki. Það samskiptamunstur sé einnig að finna í samskiptum annarra yfirmanna við undirmenn sína, sem hegði sér á sama hátt og grínistinn. Starfsfólkið ræðir við Rolling Stone undir nafnleynd vegna ótta við viðbrögð Fallon og framleiðenda. Sjö þeirra segja að starf sitt á setti þáttanna hafi haft alvarleg áhrif á geðheilbrigði þeirra. Algengt sé að starfsfólk grínist með sjálfsvíg á setti og þá séu herbergi sem ætluð séu gestum nýtt sem „grátherbergi“ af starfsfólki. Þar geti starfsfólk sýnt tilfinningar sínar og fengið útrás vegna hegðunar yfirmanna sinna. Starfsfólkið er sagt vinna í öllum hlutum framleiðslu þáttanna, þar sé að finna tökumenn, handritshöfundar og aðstoðarmenn. Margir hinna fyrrverandi starfsmanna segja bandaríska tímaritinu að þeir hafi hætt í vinnunni vegna geðrænnar heilsu sinnar. Aðrir segjast hafa verið reknir af þáttastjórnendum. Einn fyrrverandi starfsmaður segir upplifunina hafa verið ömurlega þar sem þetta hafi verið draumastarfið hans. Hann hafi alltaf viljað skrifa fyrir grínþátt líkt og þennan en vinnan hafi fljótlega breyst í martröð. Annar starfsmaður segir framleiðendur þáttanna finna fyrir mikilli pressu vegna gríðarlegra vinsælda þáttanna. Þeir láti það óhikað bitna á starfsfólkinu. Fólk hafi upplifað sem svo að jafnvel ein mistök yrðu til þess að viðkomandi yrði rekinn. Minntust ekki orði á Fallon Rolling Stone segist í umfjöllun sinni hafa haft samband við rúmlega áttatíu núverandi og fyrrverandi starfsmenn þáttanna. Margir hafi hrósað Fallon í hástert fyrir hæfileika en segir í umfjöllun tímaritsins að athygli hafi vakið að enginn þeirra hafi viljað tjá sig um vinnustaðamenningu á setti og þá hafi enginn hrósað henni. Þá vildi Jimmy Fallon sjálfur ekki tjá sig vegna umfjöllunar tímaritsins. Talsmaður NBC sjónvarpsstöðvarinnar segir í yfirlýsingu til tímaritsins að forsvarsmenn hennar séu stoltir af kvöldþættinum, en í umfjöllun Rolling Stone segir að það vekji athygli að ekki sé minnst einu orði á spjallþáttastjórnandann í tilkynningunni. Segja forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar að allar ábendingar starfsfólks um líðan séu teknar alvarlega.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira