Innviðir mega kosta peninga! Jódís Skúladóttir skrifar 7. september 2023 17:00 Við búum í samfélagi þar sem við viljum að öllum séu tryggðir öruggir innviðir. ,,Byggðaáætlun skal hafa að meginmarkmiði að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðalaga um land allt. Sérstök áhersla skal lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf,“ segir í byggðaáætlun. Til þess að mæta þessu þurfa innviðir að mæta þörfum samfélagsins. Samt er það svo að víða um land er stöðugt verið að skerða þjónustu og sum staðar glittir ekki í að grunnþjónusta verði bætt þrátt fyrir mikla þörf. Ég tek hér nýleg dæmi af Norðurlandi og Austurlandi. Skert póstþjónusta Í febrúar síðastliðnum boðaði Pósturinn breytingar á póstþjónustu á Grenivík og sagði upp samningi við þjónustuaðila sinn á staðnum. Þrátt fyrir umsagnir, ábendingar og fund sveitarstjórnar með innviðaráðherra virðist ekkert tillit hafa verið tekið til þessara ábendinga enda fór svo að var skert 1. september. Þó svo að póstsendingum fækki og mikið af samskiptum og sendingum fari orðið fram á netinu, eru ákveðnar sendingar sem munu alltaf þurfa á öruggri póstdreifingu að halda. Til þess að tryggja að öllum borgurum sé veitt grunnpóstþjónusta á jafnréttisgrundvelli leggja stjórnvöld um allan heim ákveðnar skyldur á þjónustufyrirtæki. Í póstþjónustu er það svokölluð alþjónustuskylda sem felur í sér tilteknar kröfur, svo sem skyldu til að safna saman og flytja póst. Slæmt fjarskiptasamband ógnar öryggi Sveitarfélagið Múlaþing hefur ítrekað vakið athygli á því hversu slæmt fjarskiptasamband er á ákveðnum svæðum dreifbýlis og óbyggða innan sveitarfélagsins meðal annars með öryggissjónarmið í huga. Samkvæmt nýlegri bókun sveitarfélagsins þykir atburður við Laugavalladal, þegar ferðmaður lést þar vegna veikinda í lok ágúst, varpa ljósi á mikilvægi þess að við þessu verði brugðist með viðunandi hætti. Það var tilkynnt á dögunum að Míla muni bjóða viðskiptavinum tífalt hraðari ljósleiðaratengingu á völdum svæðum innan höfuðborgarsvæðis strax 1. október. Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir höfuðborgarbúa en fær mig til að hugsa til þeirra heimila og fyrirtækja á landsbyggðinni sem eru enn með mjög slæmt netsamband og sum hver jafnvel ekki enn komin með 3 fasa rafmagn. Krafan er jöfnuður óháð efnahag og búsetu Ég verð alltaf ólýsanlega döpur þegar fréttir berast af skertri grunnþjónustu á landsbyggðinni. Við sjáum allt of oft samgönguverkefnum frestað og ýmsum þjónustueiningum á landsbyggðinni lokað. Alltaf snýst það jú um peninga, sparnað og forgagnsröðun. Jöfnuður felst í því að við getum öll notið sömu innviða og grunnþjónustu óháð efnahag og búsetu. Þegar grunnþjónusta er annars vegar er einfaldlega ekki hægt að horfa í arðsemiskröfuna eina saman. Það er eðlilegt að þjónusta kosti og við sem samfélag þurfum að huga fyrst að öryggi íbúa alls staðar á landinu áður en við horfum í krónurnar. Höfundur er þingmaður þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Byggðamál Pósturinn Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Við búum í samfélagi þar sem við viljum að öllum séu tryggðir öruggir innviðir. ,,Byggðaáætlun skal hafa að meginmarkmiði að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðalaga um land allt. Sérstök áhersla skal lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf,“ segir í byggðaáætlun. Til þess að mæta þessu þurfa innviðir að mæta þörfum samfélagsins. Samt er það svo að víða um land er stöðugt verið að skerða þjónustu og sum staðar glittir ekki í að grunnþjónusta verði bætt þrátt fyrir mikla þörf. Ég tek hér nýleg dæmi af Norðurlandi og Austurlandi. Skert póstþjónusta Í febrúar síðastliðnum boðaði Pósturinn breytingar á póstþjónustu á Grenivík og sagði upp samningi við þjónustuaðila sinn á staðnum. Þrátt fyrir umsagnir, ábendingar og fund sveitarstjórnar með innviðaráðherra virðist ekkert tillit hafa verið tekið til þessara ábendinga enda fór svo að var skert 1. september. Þó svo að póstsendingum fækki og mikið af samskiptum og sendingum fari orðið fram á netinu, eru ákveðnar sendingar sem munu alltaf þurfa á öruggri póstdreifingu að halda. Til þess að tryggja að öllum borgurum sé veitt grunnpóstþjónusta á jafnréttisgrundvelli leggja stjórnvöld um allan heim ákveðnar skyldur á þjónustufyrirtæki. Í póstþjónustu er það svokölluð alþjónustuskylda sem felur í sér tilteknar kröfur, svo sem skyldu til að safna saman og flytja póst. Slæmt fjarskiptasamband ógnar öryggi Sveitarfélagið Múlaþing hefur ítrekað vakið athygli á því hversu slæmt fjarskiptasamband er á ákveðnum svæðum dreifbýlis og óbyggða innan sveitarfélagsins meðal annars með öryggissjónarmið í huga. Samkvæmt nýlegri bókun sveitarfélagsins þykir atburður við Laugavalladal, þegar ferðmaður lést þar vegna veikinda í lok ágúst, varpa ljósi á mikilvægi þess að við þessu verði brugðist með viðunandi hætti. Það var tilkynnt á dögunum að Míla muni bjóða viðskiptavinum tífalt hraðari ljósleiðaratengingu á völdum svæðum innan höfuðborgarsvæðis strax 1. október. Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir höfuðborgarbúa en fær mig til að hugsa til þeirra heimila og fyrirtækja á landsbyggðinni sem eru enn með mjög slæmt netsamband og sum hver jafnvel ekki enn komin með 3 fasa rafmagn. Krafan er jöfnuður óháð efnahag og búsetu Ég verð alltaf ólýsanlega döpur þegar fréttir berast af skertri grunnþjónustu á landsbyggðinni. Við sjáum allt of oft samgönguverkefnum frestað og ýmsum þjónustueiningum á landsbyggðinni lokað. Alltaf snýst það jú um peninga, sparnað og forgagnsröðun. Jöfnuður felst í því að við getum öll notið sömu innviða og grunnþjónustu óháð efnahag og búsetu. Þegar grunnþjónusta er annars vegar er einfaldlega ekki hægt að horfa í arðsemiskröfuna eina saman. Það er eðlilegt að þjónusta kosti og við sem samfélag þurfum að huga fyrst að öryggi íbúa alls staðar á landinu áður en við horfum í krónurnar. Höfundur er þingmaður þingmaður Vinstri grænna.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun