Innviðir mega kosta peninga! Jódís Skúladóttir skrifar 7. september 2023 17:00 Við búum í samfélagi þar sem við viljum að öllum séu tryggðir öruggir innviðir. ,,Byggðaáætlun skal hafa að meginmarkmiði að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðalaga um land allt. Sérstök áhersla skal lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf,“ segir í byggðaáætlun. Til þess að mæta þessu þurfa innviðir að mæta þörfum samfélagsins. Samt er það svo að víða um land er stöðugt verið að skerða þjónustu og sum staðar glittir ekki í að grunnþjónusta verði bætt þrátt fyrir mikla þörf. Ég tek hér nýleg dæmi af Norðurlandi og Austurlandi. Skert póstþjónusta Í febrúar síðastliðnum boðaði Pósturinn breytingar á póstþjónustu á Grenivík og sagði upp samningi við þjónustuaðila sinn á staðnum. Þrátt fyrir umsagnir, ábendingar og fund sveitarstjórnar með innviðaráðherra virðist ekkert tillit hafa verið tekið til þessara ábendinga enda fór svo að var skert 1. september. Þó svo að póstsendingum fækki og mikið af samskiptum og sendingum fari orðið fram á netinu, eru ákveðnar sendingar sem munu alltaf þurfa á öruggri póstdreifingu að halda. Til þess að tryggja að öllum borgurum sé veitt grunnpóstþjónusta á jafnréttisgrundvelli leggja stjórnvöld um allan heim ákveðnar skyldur á þjónustufyrirtæki. Í póstþjónustu er það svokölluð alþjónustuskylda sem felur í sér tilteknar kröfur, svo sem skyldu til að safna saman og flytja póst. Slæmt fjarskiptasamband ógnar öryggi Sveitarfélagið Múlaþing hefur ítrekað vakið athygli á því hversu slæmt fjarskiptasamband er á ákveðnum svæðum dreifbýlis og óbyggða innan sveitarfélagsins meðal annars með öryggissjónarmið í huga. Samkvæmt nýlegri bókun sveitarfélagsins þykir atburður við Laugavalladal, þegar ferðmaður lést þar vegna veikinda í lok ágúst, varpa ljósi á mikilvægi þess að við þessu verði brugðist með viðunandi hætti. Það var tilkynnt á dögunum að Míla muni bjóða viðskiptavinum tífalt hraðari ljósleiðaratengingu á völdum svæðum innan höfuðborgarsvæðis strax 1. október. Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir höfuðborgarbúa en fær mig til að hugsa til þeirra heimila og fyrirtækja á landsbyggðinni sem eru enn með mjög slæmt netsamband og sum hver jafnvel ekki enn komin með 3 fasa rafmagn. Krafan er jöfnuður óháð efnahag og búsetu Ég verð alltaf ólýsanlega döpur þegar fréttir berast af skertri grunnþjónustu á landsbyggðinni. Við sjáum allt of oft samgönguverkefnum frestað og ýmsum þjónustueiningum á landsbyggðinni lokað. Alltaf snýst það jú um peninga, sparnað og forgagnsröðun. Jöfnuður felst í því að við getum öll notið sömu innviða og grunnþjónustu óháð efnahag og búsetu. Þegar grunnþjónusta er annars vegar er einfaldlega ekki hægt að horfa í arðsemiskröfuna eina saman. Það er eðlilegt að þjónusta kosti og við sem samfélag þurfum að huga fyrst að öryggi íbúa alls staðar á landinu áður en við horfum í krónurnar. Höfundur er þingmaður þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Byggðamál Pósturinn Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Við búum í samfélagi þar sem við viljum að öllum séu tryggðir öruggir innviðir. ,,Byggðaáætlun skal hafa að meginmarkmiði að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðalaga um land allt. Sérstök áhersla skal lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf,“ segir í byggðaáætlun. Til þess að mæta þessu þurfa innviðir að mæta þörfum samfélagsins. Samt er það svo að víða um land er stöðugt verið að skerða þjónustu og sum staðar glittir ekki í að grunnþjónusta verði bætt þrátt fyrir mikla þörf. Ég tek hér nýleg dæmi af Norðurlandi og Austurlandi. Skert póstþjónusta Í febrúar síðastliðnum boðaði Pósturinn breytingar á póstþjónustu á Grenivík og sagði upp samningi við þjónustuaðila sinn á staðnum. Þrátt fyrir umsagnir, ábendingar og fund sveitarstjórnar með innviðaráðherra virðist ekkert tillit hafa verið tekið til þessara ábendinga enda fór svo að var skert 1. september. Þó svo að póstsendingum fækki og mikið af samskiptum og sendingum fari orðið fram á netinu, eru ákveðnar sendingar sem munu alltaf þurfa á öruggri póstdreifingu að halda. Til þess að tryggja að öllum borgurum sé veitt grunnpóstþjónusta á jafnréttisgrundvelli leggja stjórnvöld um allan heim ákveðnar skyldur á þjónustufyrirtæki. Í póstþjónustu er það svokölluð alþjónustuskylda sem felur í sér tilteknar kröfur, svo sem skyldu til að safna saman og flytja póst. Slæmt fjarskiptasamband ógnar öryggi Sveitarfélagið Múlaþing hefur ítrekað vakið athygli á því hversu slæmt fjarskiptasamband er á ákveðnum svæðum dreifbýlis og óbyggða innan sveitarfélagsins meðal annars með öryggissjónarmið í huga. Samkvæmt nýlegri bókun sveitarfélagsins þykir atburður við Laugavalladal, þegar ferðmaður lést þar vegna veikinda í lok ágúst, varpa ljósi á mikilvægi þess að við þessu verði brugðist með viðunandi hætti. Það var tilkynnt á dögunum að Míla muni bjóða viðskiptavinum tífalt hraðari ljósleiðaratengingu á völdum svæðum innan höfuðborgarsvæðis strax 1. október. Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir höfuðborgarbúa en fær mig til að hugsa til þeirra heimila og fyrirtækja á landsbyggðinni sem eru enn með mjög slæmt netsamband og sum hver jafnvel ekki enn komin með 3 fasa rafmagn. Krafan er jöfnuður óháð efnahag og búsetu Ég verð alltaf ólýsanlega döpur þegar fréttir berast af skertri grunnþjónustu á landsbyggðinni. Við sjáum allt of oft samgönguverkefnum frestað og ýmsum þjónustueiningum á landsbyggðinni lokað. Alltaf snýst það jú um peninga, sparnað og forgagnsröðun. Jöfnuður felst í því að við getum öll notið sömu innviða og grunnþjónustu óháð efnahag og búsetu. Þegar grunnþjónusta er annars vegar er einfaldlega ekki hægt að horfa í arðsemiskröfuna eina saman. Það er eðlilegt að þjónusta kosti og við sem samfélag þurfum að huga fyrst að öryggi íbúa alls staðar á landinu áður en við horfum í krónurnar. Höfundur er þingmaður þingmaður Vinstri grænna.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun