Að greinast með gigt er ekki endastöð Sigrún Baldursdóttir skrifar 8. september 2023 09:01 Í dag 8. september er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfara og er hann tileinkaður gigtarfólki um allan heim. Já það er stór hópur sem glímir við gigtarsjúkdóma á heimsvísu því að talið er að 1 af hverjum 5 einstaklingum glími við gigt. Talið er að það séu til yfir 100 mismunandi afbrigði gigtarsjúkdóma, slitgigt, iktsýki og vefjagigt eru þar útbreiddastir. Gigtin fer ekki í manngreinarálit, gigtin spyr ekki um aldur. Börn, ungmenni, fullorðnir og heldra fólk glímir við þennan sjúkdómsflokk. Slitgigtin fer að hrjá marga eftir því sem líður á æviskeiðið og fáir sem verða ekkert varir við hana. Vefjagigtin og iktsýkin og fleiri bólgusjúkdómar geta komið fram á hvaða aldursskeiði sem er. Gigtarsjúkdómar eru í flestum tilfellum langvinnir sem þýðir að ekki er hægt að bíða storminn af sér heldur verður að lifa með sjúkdómnum og að passa að verða ekki að sjúkdómnum. Það er kúnst og það er lærdómur og þá þarf fagleg hjálp að koma til. Sjúkraþjálfarar gegna lykilhlutverki í meðferð, stuðningi og fræðslu til handa þessum hópi. Gigtin hefur nefnilega tilhneiginu til að ræna fólki líkamlegri heilsu, draga úr daglegri færni og verkir, þreyta og vanlíðan verður daglegt brauð. Líkamleg einkenni eru margþætt og ólík milli sjúkdóma og milli einstaklinga, stoðkerfið verður þó oftast einna harðast úti í glímunni við gigtina. Mikil framþróun hefur orðið í lyfjameðferð við mörgum gigtarsjúkdómum en þó ekki jafnmikil í þeim tveimur fjölmennustu sem eru slitgigt og vefjagigt. Sjúkraþjálfarar gegna mjög stóru hlutverki í meðferð þessa sjúklingahóps og geta bætt lífsgæði, færni og líðan þeirra til muna. Undirrituð hefur lifað, hrærst, frætt og meðhöndlað fólk með gigt í yfir 30 ár. Fræðin og vísindin gefa okkur mikilvægar upplýsingar hvaða meðferð er hjálpleg í gigtarsjúkdómum en þekking og næmi fyrir þörfum hvers einstakling er ekki síður mikilvæg. Hver einstaklingur er nefninlega einstakur og þarf sértæka nálgun. Hvað sjúkdómurinn heitir skiptir kannski ekki mestu máli í þeirri nálgun heldur að greina hvað er að, hvað er hægt að gera til að bæta heilsu viðkomandi og hvaða fagaðilar aðrir þurfa þar að koma að borðinu. Að vinna að því að viðhalda og hámarka getu er einn af hornsteinunum. Þar spilar dagleg hreyfing til góðs stóran þátt og til þess þarf að kenna fólki hvað er hjálplegt og hvað er nóg. Til eru allskonar viðmið sem eru talin vera eðlileg, en geta gigtarsjúklinga passar oft ekki inn í þau módel. Hlutverk sjúkraþjálfara er að meta líkamsástand og gera meðferðaráætlun, hjálpa fólki að læra inn á getu og mörk, kenna fólki að hreyfa liði og vöðva, bera sig vel og vinna með hjálpleg ráð í daglegu lífi. Að þekkja sjúkdóm sinn, að þekkja og nota hjálplegan lífsstíl og ráð, að láta sjúkdóm ekki stjórna lífi og hamingju manns er mikilvægt fararnesti fyrir alla sem glíma við langvinn veikindi. En til þess þarf faglega hjálp, skilning, stuðning og slatta af „Pollýönnu“ farteskinu. Ekki láta gigtina ræna þig lífshamingjunni – leitaðu eftir hjálpinni – lærðu að lifa með gigtinni. Höfundur er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Í dag 8. september er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfara og er hann tileinkaður gigtarfólki um allan heim. Já það er stór hópur sem glímir við gigtarsjúkdóma á heimsvísu því að talið er að 1 af hverjum 5 einstaklingum glími við gigt. Talið er að það séu til yfir 100 mismunandi afbrigði gigtarsjúkdóma, slitgigt, iktsýki og vefjagigt eru þar útbreiddastir. Gigtin fer ekki í manngreinarálit, gigtin spyr ekki um aldur. Börn, ungmenni, fullorðnir og heldra fólk glímir við þennan sjúkdómsflokk. Slitgigtin fer að hrjá marga eftir því sem líður á æviskeiðið og fáir sem verða ekkert varir við hana. Vefjagigtin og iktsýkin og fleiri bólgusjúkdómar geta komið fram á hvaða aldursskeiði sem er. Gigtarsjúkdómar eru í flestum tilfellum langvinnir sem þýðir að ekki er hægt að bíða storminn af sér heldur verður að lifa með sjúkdómnum og að passa að verða ekki að sjúkdómnum. Það er kúnst og það er lærdómur og þá þarf fagleg hjálp að koma til. Sjúkraþjálfarar gegna lykilhlutverki í meðferð, stuðningi og fræðslu til handa þessum hópi. Gigtin hefur nefnilega tilhneiginu til að ræna fólki líkamlegri heilsu, draga úr daglegri færni og verkir, þreyta og vanlíðan verður daglegt brauð. Líkamleg einkenni eru margþætt og ólík milli sjúkdóma og milli einstaklinga, stoðkerfið verður þó oftast einna harðast úti í glímunni við gigtina. Mikil framþróun hefur orðið í lyfjameðferð við mörgum gigtarsjúkdómum en þó ekki jafnmikil í þeim tveimur fjölmennustu sem eru slitgigt og vefjagigt. Sjúkraþjálfarar gegna mjög stóru hlutverki í meðferð þessa sjúklingahóps og geta bætt lífsgæði, færni og líðan þeirra til muna. Undirrituð hefur lifað, hrærst, frætt og meðhöndlað fólk með gigt í yfir 30 ár. Fræðin og vísindin gefa okkur mikilvægar upplýsingar hvaða meðferð er hjálpleg í gigtarsjúkdómum en þekking og næmi fyrir þörfum hvers einstakling er ekki síður mikilvæg. Hver einstaklingur er nefninlega einstakur og þarf sértæka nálgun. Hvað sjúkdómurinn heitir skiptir kannski ekki mestu máli í þeirri nálgun heldur að greina hvað er að, hvað er hægt að gera til að bæta heilsu viðkomandi og hvaða fagaðilar aðrir þurfa þar að koma að borðinu. Að vinna að því að viðhalda og hámarka getu er einn af hornsteinunum. Þar spilar dagleg hreyfing til góðs stóran þátt og til þess þarf að kenna fólki hvað er hjálplegt og hvað er nóg. Til eru allskonar viðmið sem eru talin vera eðlileg, en geta gigtarsjúklinga passar oft ekki inn í þau módel. Hlutverk sjúkraþjálfara er að meta líkamsástand og gera meðferðaráætlun, hjálpa fólki að læra inn á getu og mörk, kenna fólki að hreyfa liði og vöðva, bera sig vel og vinna með hjálpleg ráð í daglegu lífi. Að þekkja sjúkdóm sinn, að þekkja og nota hjálplegan lífsstíl og ráð, að láta sjúkdóm ekki stjórna lífi og hamingju manns er mikilvægt fararnesti fyrir alla sem glíma við langvinn veikindi. En til þess þarf faglega hjálp, skilning, stuðning og slatta af „Pollýönnu“ farteskinu. Ekki láta gigtina ræna þig lífshamingjunni – leitaðu eftir hjálpinni – lærðu að lifa með gigtinni. Höfundur er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun