Gylfi lætur af störfum sem forstjóri Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. september 2023 14:24 Gylfi Ólafsson hefur verið forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarðar og er auk þess formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Aðsend Gylfi Ólafsson hefur látið af störfum sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann hefur gegnt stöðunni síðan í júlí árið 2018 og hefur lokið fimm ára skipunartíma. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þar segir að Hildur Elísabet Pétursdóttir verði forstjóri frá 16. október þangað til nýr forstjóri tekur við. „Tíminn í stofnuninni hefur verið afar skemmtilegur og lærdómsríkur. Mér hefur verið tekið vel af öllum innan og utan stofnunar, þar með talið í upphafi þegar ég tók til starfa fremur ungur og reynslulítill í störfum innan heilbrigðiskerfisins og stjórnun,“ segir Gylfi í tilkynningu stofnunarinnar. Hann segir fjölmargt hafa áunnist í starfi sínu síðastliðin fimm ár. Niðurstöður úr könnun um stofnun ársins hafi þannig verið hæstar hjá stofnuninni tvö ár í röð í samanburði við systurstofnanir. Árið 2018 hafi stofnunin verið lægst í þessum samanburði. „Við höfum gert talsverðar breytingar til að sameina stofnunina í eina heild, gert samskipti innan stofnunarinnar skilvirkari, tekið í gagnið fjölmörg tölvukerfi, sett á fót geðteymi, keypt þrjú stór myndgreiningatæki og endurnýjað skurð- og slysastofur, þjálfað vettvangsliða, tekið skjalameðhöndlun fastari tökum, gefið aftur út ársskýrslur og haldið ársfundi, innleitt jafnlaunavottun og persónuvernd, innleitt nýtt útlit og gert aðrar innri breytingar sem of langt mál er að rekja. Þá marka viðbrögð við Covid-faraldrinum djúp spor í sögu síðustu fimm ára.1“ Gylfi segir þó að auðvitað hafi ekki allt gengið eins og í sögu. Stofnunin hafi verið rekin með talsverðum halla, húsnæðismál gætu verið betri og þá sé mönnun stöðug áskorun, sérstaklega í læknaliðinu. „Aðalatriðið er þó þetta: Hið raunverulega markmið með rekstri stofnunarinnar er að veita fjölbreytta og góða heilbrigðisþjónustu og það hefur tekist. Heilsugæslan hefur veitt æ meiri og skjótari þjónustu. Fæðingar- og skurðþjónustan stendur óhögguð þó gefið hafi á bátinn og aðstæður séu oft erfiðar. Starfsfólkið er frábært.“ Hann segir tækifærin á Vestfjörðum gríðarleg en hugur sinn leiti í önnur verkefni á heimaslóð. Stofnunin eigi ekkert annað skilið en fulla athygli forstjórans. Stefnt er að því að Hildur Elísabet Pétursdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar verði sett forstjóri frá 16. október, og Rannveig Björnsdóttir deildarstjóri sjúkradeildar verði framkvæmdastjóri hjúkrunar þangað til nýr forstjóri hefur verið skipaður. Heilbrigðisráðuneytið mun auglýsa starfið á næstu vikum, að því er segir í tilkynningu stofnunarinnar. Vistaskipti Stjórnsýsla Ísafjarðarbær Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þar segir að Hildur Elísabet Pétursdóttir verði forstjóri frá 16. október þangað til nýr forstjóri tekur við. „Tíminn í stofnuninni hefur verið afar skemmtilegur og lærdómsríkur. Mér hefur verið tekið vel af öllum innan og utan stofnunar, þar með talið í upphafi þegar ég tók til starfa fremur ungur og reynslulítill í störfum innan heilbrigðiskerfisins og stjórnun,“ segir Gylfi í tilkynningu stofnunarinnar. Hann segir fjölmargt hafa áunnist í starfi sínu síðastliðin fimm ár. Niðurstöður úr könnun um stofnun ársins hafi þannig verið hæstar hjá stofnuninni tvö ár í röð í samanburði við systurstofnanir. Árið 2018 hafi stofnunin verið lægst í þessum samanburði. „Við höfum gert talsverðar breytingar til að sameina stofnunina í eina heild, gert samskipti innan stofnunarinnar skilvirkari, tekið í gagnið fjölmörg tölvukerfi, sett á fót geðteymi, keypt þrjú stór myndgreiningatæki og endurnýjað skurð- og slysastofur, þjálfað vettvangsliða, tekið skjalameðhöndlun fastari tökum, gefið aftur út ársskýrslur og haldið ársfundi, innleitt jafnlaunavottun og persónuvernd, innleitt nýtt útlit og gert aðrar innri breytingar sem of langt mál er að rekja. Þá marka viðbrögð við Covid-faraldrinum djúp spor í sögu síðustu fimm ára.1“ Gylfi segir þó að auðvitað hafi ekki allt gengið eins og í sögu. Stofnunin hafi verið rekin með talsverðum halla, húsnæðismál gætu verið betri og þá sé mönnun stöðug áskorun, sérstaklega í læknaliðinu. „Aðalatriðið er þó þetta: Hið raunverulega markmið með rekstri stofnunarinnar er að veita fjölbreytta og góða heilbrigðisþjónustu og það hefur tekist. Heilsugæslan hefur veitt æ meiri og skjótari þjónustu. Fæðingar- og skurðþjónustan stendur óhögguð þó gefið hafi á bátinn og aðstæður séu oft erfiðar. Starfsfólkið er frábært.“ Hann segir tækifærin á Vestfjörðum gríðarleg en hugur sinn leiti í önnur verkefni á heimaslóð. Stofnunin eigi ekkert annað skilið en fulla athygli forstjórans. Stefnt er að því að Hildur Elísabet Pétursdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar verði sett forstjóri frá 16. október, og Rannveig Björnsdóttir deildarstjóri sjúkradeildar verði framkvæmdastjóri hjúkrunar þangað til nýr forstjóri hefur verið skipaður. Heilbrigðisráðuneytið mun auglýsa starfið á næstu vikum, að því er segir í tilkynningu stofnunarinnar.
Vistaskipti Stjórnsýsla Ísafjarðarbær Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira