Lífið

Jafna út leikinn með öðru barni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Elísa og Rasmus eiga von á sínu öðru barni.
Elísa og Rasmus eiga von á sínu öðru barni. Elísa

Knattspyrnuparið Elísa Viðarsdóttir og Rasmus Christiansen eiga von á sínu öðru barni. Elísa greindi frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum í gær.

„Ef allt gengur að óskum þá mun okkur litlu fjölskyldunni færast liðsstyrkur í lok febrúar. Við foreldrarnir höfum notið yfirtölunnar en erum spennt að jafna út leikinn,“ skrifar Elísa og birti mynd af fjölskyldunni. 

Á myndinni má sjá dóttur parsins með sónarmynd af komandi erfingja, alsæl á svip.

Elísa er leikmaður Vals þar sem hún hefur verið fyrirliði síðastliðin ár. Auk þess á hún á 54 A-landsliðsleiki að baki. Rasmus leikur með Aftureldingu og dönsukennari við Hagaskóla.

Elísa er þriðja landsliðskonan sem tilkynnir að hún sé barnshafandi þar sem Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir og Dagný Brynj­ars­dótt­ir eiga von á barni á næsta ári.


Tengdar fréttir

Hún vildi alltaf vera inni í herbergi með vinkonum mínum

Af 23 leikmönnum íslenska landsliðsins sem stendur nú í ströngu á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í Svíþjóð eru tvær systur, þær Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur. Þá eldri þekkir nánast hvert mannsbarn á Íslandi en Elísa er að stíga sín fyrstu skref í






Fleiri fréttir

Sjá meira


×