Endurtekning á úrslitaleiknum frá því fyrir tveimur árum Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 10:31 Medvedev mætir Novak Djokovic í úrslitum opna bandaríska mótsins annað kvöld. Vísir/Getty Daniil Medvedev tryggði sér í nótt sæti í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Hann vann sigur á Carlos Alcaraz í fjórum settum og mætir Novak Djokovic í úrslitum. Margir vonuðust til þess að úrslitaleikurinn yrði næsti kafli í áhugaverðri baráttu þeirra Novak Djokovic og Carlos Alcaraz. Þeir mættust í úrslitum Wimbledon-mótsins í sumar þar sem Spánverjinn Alcaraz hafði betur en Djokovic er sigursælasti karlmaður í sögu tennisíþróttarinnar og gæti jafnað met Margaret Court yfir flesta sigra á risamótum vinni hann sigur í úrslitaleiknum á morgun. Medvedev lék hins vegar frábærlega í nótt. Hann vann 7-6, 6-1, 3-6 og 6-3 í settum og tryggði sér þar með sæti í úrslitaleiknum sem fram fer annað kvöld. Þar verður um að ræða endurtekningu á úrslitaleik þeirra Djokovic og Medvedev fyrir tveimur árum síðar. Þá vann Medvedev og kom í veg fyrir að Djokovic ynni sigur á öllum fjórum risamótum ársins. Daniil Medvedev wants the noise after that win! pic.twitter.com/VwVniY9aLr— US Open Tennis (@usopen) September 9, 2023 „Þetta er ótrúlegt og sérstaklega að vinna einhvern eins og Carlos. Hann hefur unnið með auðveldlega í tvígang á þessu ári þannig að ég efaðist mjög fyrir leikinn,“ sagði Medvedev eftir leikinn í nótt. „Hann er frábær og þú þarft í raun að vera betri en þú ert til að vinna og sem betur fer var það þannig hjá mér,“ sagði Medvedev en hann átti hvert frábæra skotið á fætur öðru í leiknum. Rússinn Medvedev hefur átt í stormasömu sambandi við áhorfendur á opna bandaríska meistaramótinu síðustu tvö árin. „Í sannleika sagt þá voru áhorfendur ótrúlegir í dag. Við háðum magnaða baráttu og ég fann fyrir stuðningi við okkur báða. Í stöðunni 5-3 voru einhverjir Spánverjar sem kölluðu á milli fyrstu og annarar uppgjafar en þeir geta farið og lagt sig núna.“ Tennis Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira
Margir vonuðust til þess að úrslitaleikurinn yrði næsti kafli í áhugaverðri baráttu þeirra Novak Djokovic og Carlos Alcaraz. Þeir mættust í úrslitum Wimbledon-mótsins í sumar þar sem Spánverjinn Alcaraz hafði betur en Djokovic er sigursælasti karlmaður í sögu tennisíþróttarinnar og gæti jafnað met Margaret Court yfir flesta sigra á risamótum vinni hann sigur í úrslitaleiknum á morgun. Medvedev lék hins vegar frábærlega í nótt. Hann vann 7-6, 6-1, 3-6 og 6-3 í settum og tryggði sér þar með sæti í úrslitaleiknum sem fram fer annað kvöld. Þar verður um að ræða endurtekningu á úrslitaleik þeirra Djokovic og Medvedev fyrir tveimur árum síðar. Þá vann Medvedev og kom í veg fyrir að Djokovic ynni sigur á öllum fjórum risamótum ársins. Daniil Medvedev wants the noise after that win! pic.twitter.com/VwVniY9aLr— US Open Tennis (@usopen) September 9, 2023 „Þetta er ótrúlegt og sérstaklega að vinna einhvern eins og Carlos. Hann hefur unnið með auðveldlega í tvígang á þessu ári þannig að ég efaðist mjög fyrir leikinn,“ sagði Medvedev eftir leikinn í nótt. „Hann er frábær og þú þarft í raun að vera betri en þú ert til að vinna og sem betur fer var það þannig hjá mér,“ sagði Medvedev en hann átti hvert frábæra skotið á fætur öðru í leiknum. Rússinn Medvedev hefur átt í stormasömu sambandi við áhorfendur á opna bandaríska meistaramótinu síðustu tvö árin. „Í sannleika sagt þá voru áhorfendur ótrúlegir í dag. Við háðum magnaða baráttu og ég fann fyrir stuðningi við okkur báða. Í stöðunni 5-3 voru einhverjir Spánverjar sem kölluðu á milli fyrstu og annarar uppgjafar en þeir geta farið og lagt sig núna.“
Tennis Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira