„Við verðum að gera betur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 11:00 Hákon Arnar í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Hulda Margrét Hákon Arnar Haraldsson skoraði mark Íslands í tapinu gegn Lúxemborg í gær. Hann sagði liðið hafa fengið færi til að skora fleiri mörk í leiknum. „Þetta er drullusvekkjandi. Við gefum þeim þrjú mörk og mér finnst ótrúlegt að við fáum á okkur þrjú mörk og skorum ekki fleiri. Þetta er svekkjandi eftir á,“ sagði Hákon Arnar í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í gær. „Mér finnst við fá helling af góðum stöðum sem við nýtum ekki nógu vel. Við hefðum alveg getað búið til fleiri hættuleg færi en við fáum samt alveg helling af færum til að skora fleiri mörk.“ Hákon Arnar var spurður að því hvernig væri að spila leik þar sem dómari flautaði jafn mikið og georgíski dómarinn Goca Kikacheishvili gerði í gær. „Það er pirrandi stundum. Þeir skora snemma og fara strax í að tefja. Það er þeirra leikur og stundum er þetta þannig. Þá þarf maður sjálfur að gíra upp tempóið og mér finnst við gera það alveg ágætlega á köflum. Við verðum að gera betur.“ Eins og áður segir skoraði Hákon Arnar eina mark Íslands í gær. Hann skoraði þá með góðu skoti í fjærhornið. „Ég sný með boltann í millisvæðinu. Orri (Steinn Óskarsson) tekur gott hlaup og opnar allt svæðið fyrir mig. Ég hleyp og skýt og skora.“ Staða Íslands í riðlinum er erfið. Liðið er með þrjú stig eftir fimm umferðir og von um sæti á EM í Þýskalandi á næsta ári afar veik. „Auðvitað verður þetta erfiðara. Við gefumst aldrei upp og þurfum að horfa fram á við og vinna næsta leik á mánudag. Það er heima og við þurfum allan stuðning. Það er stefnt á að fá þrjú stig þar og sjá hvað gerist.“ Allt viðtalið við Hákon Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hákon Arnar - Viðtal Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
„Þetta er drullusvekkjandi. Við gefum þeim þrjú mörk og mér finnst ótrúlegt að við fáum á okkur þrjú mörk og skorum ekki fleiri. Þetta er svekkjandi eftir á,“ sagði Hákon Arnar í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í gær. „Mér finnst við fá helling af góðum stöðum sem við nýtum ekki nógu vel. Við hefðum alveg getað búið til fleiri hættuleg færi en við fáum samt alveg helling af færum til að skora fleiri mörk.“ Hákon Arnar var spurður að því hvernig væri að spila leik þar sem dómari flautaði jafn mikið og georgíski dómarinn Goca Kikacheishvili gerði í gær. „Það er pirrandi stundum. Þeir skora snemma og fara strax í að tefja. Það er þeirra leikur og stundum er þetta þannig. Þá þarf maður sjálfur að gíra upp tempóið og mér finnst við gera það alveg ágætlega á köflum. Við verðum að gera betur.“ Eins og áður segir skoraði Hákon Arnar eina mark Íslands í gær. Hann skoraði þá með góðu skoti í fjærhornið. „Ég sný með boltann í millisvæðinu. Orri (Steinn Óskarsson) tekur gott hlaup og opnar allt svæðið fyrir mig. Ég hleyp og skýt og skora.“ Staða Íslands í riðlinum er erfið. Liðið er með þrjú stig eftir fimm umferðir og von um sæti á EM í Þýskalandi á næsta ári afar veik. „Auðvitað verður þetta erfiðara. Við gefumst aldrei upp og þurfum að horfa fram á við og vinna næsta leik á mánudag. Það er heima og við þurfum allan stuðning. Það er stefnt á að fá þrjú stig þar og sjá hvað gerist.“ Allt viðtalið við Hákon Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hákon Arnar - Viðtal
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira