„Stærsta verkefnið í íslenskri íþróttasögu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. september 2023 10:00 Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ. Vísir/Sigurjón Ein stærsta stefnubreyting íslensks íþróttalífs í áraraðir er í farvatninu samkvæmt Vésteini Hafsteinssyni, nýjum afreksstjóra ÍSÍ. Fjármagn frá öllum sviðum þarf hins vegar að fylgja. Vésteinn hefur starfað sem frjálsíþróttaþjálfari í Svíþjóð með frábærum árangri undanfarin ár en sneri heim til Íslands í vor og tók við starfi afreksstjóra hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Hans starf er að reisa rána í íslensku íþróttalífi en árangur í einstaklingsíþróttum hefur verið dræmur síðustu ár. Margt má betur fara ef Ísland er borið saman við nágrannalöndin. „Við erum á eftir í ýmsum hlutum og þess vegna er þetta spennandi að geta hjálpað til að laga ýmislegt sem betur má fara,“ segir Vésteinn. Gaman að því hversu margt má laga Á meðal þess sem betur má fara er til að mynda aðstöðumál, réttindi íþróttafólks en fyrst og fremst sé þörf á allsherjar samrýmingu á stefnu á öllum sviðum. „Til dæmis hjá sveitarfélögunum í mannvirkjamálum og í mannauðsmálum. Samræmda stefnu á íþróttabrautum í framhaldsskólum, samvinnu milli háskólanna í sambandi við rannsóknir og mælingar. Allt þetta er hægt að bæta,“ „Þannig að ég er ofboðslega hress og kátur í vinnunni af því að það er svo mikið sem hægt er að bæta.“ seghir Vésteinn. Góður árangur miðað við stöðuna Að sama skapi þykir Vésteini virðingarvert hversu góður árangurinn hefur þó náðst, á miðað við stöðuna síðustu ár. „Allt þetta fólk sem vinnur í þessari hreyfingu sem er á handahlaupum með lítið fjármagn og fátt starfsfólk, að ná samt sem áður góðum árangri miðað við hvað við erum lítil þjóð. Það er það sem er ofboðslega jákvætt, það er rosalega mikill andi, kappsemi, eljusemi og dugnaður í Íslendingum. Það er meðal annars þess vegna sem ég kom heim - mig langar að vinna með Íslendingum,“ segir Vésteinn. Söguleg breyting Hann segir því von á einni stærstu stefnubreytingu íslensks íþróttalífs í áraraðir. „Ástæðan fyrir því að ég kom hérna heim er samstarf ÍSÍ og ráðuneytisins og það er stærsta verkefnið sem ráðuneytisfólkið segir að hafi verið framkvæmt í íslenskri íþróttasögu í sambandi við stefnubreytingu,“ „Ég hef enga trú á öðru en að þessi stefna verði sett upp. Annars væri ég ekki hér, vegna þess að við erum öll hér,“ segir Vésteinn. Ekki eins manns verk og kostar sitt Það er hins vegar margra handa verk og líkt og með flest annað snýst það um fjármagn. „Ef að umgjörð okkar hér verður jafn góð og í nágrannalöndunum, þá kostar það rosalega mikið fjármagn. Það verður að koma frá ríkinu, það kemur óbeint og beint frá sveitarfélögunum og síðan verður það að koma frá atvinnulífinu líka. Þannig að við erum að tala um margfalt fjármagn miðað við hvað er í dag,“ „Ef það verður gert sé ég enga ástæðu til annars en að við getum orðið best í heimi í ákveðnum íþróttagreinum.“ segir Vésteinn. Ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan. ÍSÍ Íþróttir barna Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Sjá meira
Vésteinn hefur starfað sem frjálsíþróttaþjálfari í Svíþjóð með frábærum árangri undanfarin ár en sneri heim til Íslands í vor og tók við starfi afreksstjóra hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Hans starf er að reisa rána í íslensku íþróttalífi en árangur í einstaklingsíþróttum hefur verið dræmur síðustu ár. Margt má betur fara ef Ísland er borið saman við nágrannalöndin. „Við erum á eftir í ýmsum hlutum og þess vegna er þetta spennandi að geta hjálpað til að laga ýmislegt sem betur má fara,“ segir Vésteinn. Gaman að því hversu margt má laga Á meðal þess sem betur má fara er til að mynda aðstöðumál, réttindi íþróttafólks en fyrst og fremst sé þörf á allsherjar samrýmingu á stefnu á öllum sviðum. „Til dæmis hjá sveitarfélögunum í mannvirkjamálum og í mannauðsmálum. Samræmda stefnu á íþróttabrautum í framhaldsskólum, samvinnu milli háskólanna í sambandi við rannsóknir og mælingar. Allt þetta er hægt að bæta,“ „Þannig að ég er ofboðslega hress og kátur í vinnunni af því að það er svo mikið sem hægt er að bæta.“ seghir Vésteinn. Góður árangur miðað við stöðuna Að sama skapi þykir Vésteini virðingarvert hversu góður árangurinn hefur þó náðst, á miðað við stöðuna síðustu ár. „Allt þetta fólk sem vinnur í þessari hreyfingu sem er á handahlaupum með lítið fjármagn og fátt starfsfólk, að ná samt sem áður góðum árangri miðað við hvað við erum lítil þjóð. Það er það sem er ofboðslega jákvætt, það er rosalega mikill andi, kappsemi, eljusemi og dugnaður í Íslendingum. Það er meðal annars þess vegna sem ég kom heim - mig langar að vinna með Íslendingum,“ segir Vésteinn. Söguleg breyting Hann segir því von á einni stærstu stefnubreytingu íslensks íþróttalífs í áraraðir. „Ástæðan fyrir því að ég kom hérna heim er samstarf ÍSÍ og ráðuneytisins og það er stærsta verkefnið sem ráðuneytisfólkið segir að hafi verið framkvæmt í íslenskri íþróttasögu í sambandi við stefnubreytingu,“ „Ég hef enga trú á öðru en að þessi stefna verði sett upp. Annars væri ég ekki hér, vegna þess að við erum öll hér,“ segir Vésteinn. Ekki eins manns verk og kostar sitt Það er hins vegar margra handa verk og líkt og með flest annað snýst það um fjármagn. „Ef að umgjörð okkar hér verður jafn góð og í nágrannalöndunum, þá kostar það rosalega mikið fjármagn. Það verður að koma frá ríkinu, það kemur óbeint og beint frá sveitarfélögunum og síðan verður það að koma frá atvinnulífinu líka. Þannig að við erum að tala um margfalt fjármagn miðað við hvað er í dag,“ „Ef það verður gert sé ég enga ástæðu til annars en að við getum orðið best í heimi í ákveðnum íþróttagreinum.“ segir Vésteinn. Ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan.
ÍSÍ Íþróttir barna Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Sjá meira