Leikurinn fór fjörlega af stað og Grótta komst yfir á 8. mínútu. Heimamenn fengu víti og Tómas Johannessen tók vítið og skoraði.
Staðan í hálfleik var 1-0.
Það dró til tíðinda á 71. mínútu þegar Patrik Orri Pétursson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald.
Grótta sem var einum færri það sem eftir var leiks náði halda út og krækti í afar mikilvæg þrjú stig fyrir lokaumferðina.
Grótta hefur gott sem bjargað sér frá falli en liðið er með þremur stigum meira en Þróttur, Njarðvík og Selfoss sem eru öll með 23 stig. Grótta er með -1 í markatölu en Selfoss er með -11 í markatölu