Þjóðverjar heimsmeistarar í fyrsta sinn Smári Jökull Jónsson skrifar 10. september 2023 14:44 Dennis Schröder var frábær í liði Þjóðverja. Vísir/Getty Þjóðverjar eru heimsmeistarar í körfubolta í fyrsta sinn eftir sigur á Serbum í úrslitaleik. Þetta eru önnur verðlaun Þjóðverja á heimsmeistaramóti frá upphafi en þeir unnu alla leiki sína á mótinu. Bæði lið hafa komið nokkuð á óvart á mótinu og þau voru ekki efst á lista yfir þær þjóðir sem taldar voru líklegastar til afreka. Fyrir undanúrslitaleikina gegn Bandaríkjunum og Kanada voru þjóðirnar í vestri báðar taldar líklegri aðilinn í leikjunum en annað kom á daginn. Fyrri hálfleikur í úrslitaleiknum í dag var jafn og spennandi. Liðin skiptust margoft á forystunni og í þeim anda var staðan að sjálfsögðu jöfn í hálfleik. Staðan þá 47-47. Í þriðja leikhluta var hins vegar eins og Serbarnir einfaldlega frysu í sóknarleik sínum. Þeir áttu í stökustu vandræðum á meðan Þjóðverjar léku við hvern sinn fingur. First two-digit lead in the game Germany extend their lead to 11 in the Q3!#FIBAWC x #WinForDeutschland pic.twitter.com/mIsIpWMz7w— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Dennis Schröder sem leikur með Toronto Raptors í NBA-deildinni var allt í öllu og skoraði hverja körfuna á fætur annarri. Hann skoraði 10 stig í þriðja leikhluta og var maðurinn á bakvið tólf stiga forskot Þjóðverja fyrir lokafjórðunginn. Aleksa Avramovic var síðan maðurinn á bakvið áhlaup Serba í byrjun fjórða leikhluta. Hann minnkaði muninn í fjögur stig með þriggja stiga skoti í horninu en Johannes Voigtmann svaraði með risastórum þristi hinu megin og slökkti aðeins í Serbum. ALEKSAAAAAAAAAAAAAAAAA#FIBAWC x #WinForAll pic.twitter.com/jqvOJyZoZ5— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Í kjölfarið urðu sóknartilburðir Serba nokkuð örvæntingafullir. Avramovic tók hins vegar til sinna ráða og kom muninum niður í þrjú stig nánast einn síns liðs. Serbar stálu í kjölfarið boltanum af Þjóðverjum og fengu galopinn þrist til að jafna en skot Marko Guduric skoppaði af hringnum. Schröder jók muninn í fjögur stig af vítalínunni og Guduric svo aftur niður í tvö af línunni hinu megin. Hann fór reyndar illa með færi til að skora um leið og brotið var á honum og munurinn þá mögulega getað orðið minni. Þjóðverjar héldu í sókn með um 30 sekúndur á klukkunni. Dennis Schröder keyrði á Avramovic, sem verið hefur einn besti varnarmaður mótsins, og fór framhjá honum eins og ekkert væri og munurinn fjögur stig á ný. DENNIS SCHRÖDER! CLUTCH #FIBAWC pic.twitter.com/EdvXcpUhVL— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Serbar fóru illa með næstu sókn sína og Þjóðverjar kláruðu leikinn á vítalínunni. Lokatölur 83-77. Þeir fögnuðu gríðarlega í leikslok sínum fyrsta heimsmeistaratitli en Þýskaland vann alla leiki sína á heimsmeistaramótinu. Dennis Schröder var frábær í leiknum eins og áður segir. Dennis Schröder var stigahæstur í þýska liðinu með 28 stig en Franz Wagner og Johannes Voigtmann áttu frábæran leik sömuleiðis. Í liði Serba var Avramovic stigahæstur með 21 stig. Stórstjarnan Bogdan Bogdanovic skoraði 17 stig en hann hefði þurft að taka meira af skarið undir lokin þegar Serbar þurftu á því að halda. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira
Bæði lið hafa komið nokkuð á óvart á mótinu og þau voru ekki efst á lista yfir þær þjóðir sem taldar voru líklegastar til afreka. Fyrir undanúrslitaleikina gegn Bandaríkjunum og Kanada voru þjóðirnar í vestri báðar taldar líklegri aðilinn í leikjunum en annað kom á daginn. Fyrri hálfleikur í úrslitaleiknum í dag var jafn og spennandi. Liðin skiptust margoft á forystunni og í þeim anda var staðan að sjálfsögðu jöfn í hálfleik. Staðan þá 47-47. Í þriðja leikhluta var hins vegar eins og Serbarnir einfaldlega frysu í sóknarleik sínum. Þeir áttu í stökustu vandræðum á meðan Þjóðverjar léku við hvern sinn fingur. First two-digit lead in the game Germany extend their lead to 11 in the Q3!#FIBAWC x #WinForDeutschland pic.twitter.com/mIsIpWMz7w— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Dennis Schröder sem leikur með Toronto Raptors í NBA-deildinni var allt í öllu og skoraði hverja körfuna á fætur annarri. Hann skoraði 10 stig í þriðja leikhluta og var maðurinn á bakvið tólf stiga forskot Þjóðverja fyrir lokafjórðunginn. Aleksa Avramovic var síðan maðurinn á bakvið áhlaup Serba í byrjun fjórða leikhluta. Hann minnkaði muninn í fjögur stig með þriggja stiga skoti í horninu en Johannes Voigtmann svaraði með risastórum þristi hinu megin og slökkti aðeins í Serbum. ALEKSAAAAAAAAAAAAAAAAA#FIBAWC x #WinForAll pic.twitter.com/jqvOJyZoZ5— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Í kjölfarið urðu sóknartilburðir Serba nokkuð örvæntingafullir. Avramovic tók hins vegar til sinna ráða og kom muninum niður í þrjú stig nánast einn síns liðs. Serbar stálu í kjölfarið boltanum af Þjóðverjum og fengu galopinn þrist til að jafna en skot Marko Guduric skoppaði af hringnum. Schröder jók muninn í fjögur stig af vítalínunni og Guduric svo aftur niður í tvö af línunni hinu megin. Hann fór reyndar illa með færi til að skora um leið og brotið var á honum og munurinn þá mögulega getað orðið minni. Þjóðverjar héldu í sókn með um 30 sekúndur á klukkunni. Dennis Schröder keyrði á Avramovic, sem verið hefur einn besti varnarmaður mótsins, og fór framhjá honum eins og ekkert væri og munurinn fjögur stig á ný. DENNIS SCHRÖDER! CLUTCH #FIBAWC pic.twitter.com/EdvXcpUhVL— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Serbar fóru illa með næstu sókn sína og Þjóðverjar kláruðu leikinn á vítalínunni. Lokatölur 83-77. Þeir fögnuðu gríðarlega í leikslok sínum fyrsta heimsmeistaratitli en Þýskaland vann alla leiki sína á heimsmeistaramótinu. Dennis Schröder var frábær í leiknum eins og áður segir. Dennis Schröder var stigahæstur í þýska liðinu með 28 stig en Franz Wagner og Johannes Voigtmann áttu frábæran leik sömuleiðis. Í liði Serba var Avramovic stigahæstur með 21 stig. Stórstjarnan Bogdan Bogdanovic skoraði 17 stig en hann hefði þurft að taka meira af skarið undir lokin þegar Serbar þurftu á því að halda.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira