„Þurfum að finna stöðugt lið, byggja út frá því og sjá hvert það tekur okkur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2023 09:01 Jóhann Berg Guðmundsson í leik gegn Portúgal fyrr á árinu. Vísir/Hulda Margrét „Hann hefur verið betri og allir gríðarlega svekktir að hafa tapað þessum leik. Frammistaðan ekki nægilega góð, eins og við vitum,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson um tap Íslands gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. Ísland beið afhroð gegn Lúxemborg ytra á dögunum. Eftir naum töp gegn Portúgal og Slóvakíu fyrr í sumar, þar sem frammistaðan var heilt yfir góð, þá var liðið hvorki fugl né fiskur gegn Lúxemborg. „Við gefum þeim þrjú mörk sem er auðvitað ekki hægt en það er bara næsti leikur. Gamla klisjan, gleyma þessum Lúxemborg leik og reyna gera betur á morgun.“ „Ég hreinlega veit það ekki. Sumarglugginn var mjög flottur frammistöðulega séð, ætluðum að byggja á því og ná í sex punkta í þessu verkefni en það gekk ekki eftir. Þetta er ekki sama lið og spilaði báða þá leiki, í gegnum þessa undankeppni hefur ekki náðst að mynda hrygg sem nær í gegnum liðið. Menn hafa verið að meiðast og við höfum ekki náð nógu góð skriði (e. momentum). Held það hafi sést á móti Lúxemborg,“ sagði landsliðsfyrirliðinn aðspurður út í hvað útskýrði slaka frammistöðu í síðasta leik. Ísland fær kjörið tækifæri til að sýna hvað í sér býr þegar það tekur á móti Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld. Jóhann Berg var spurður hvað þarf að laga fyrir leik kvöldsins sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Held við þurfum að vera aðeins þéttari en í þessum leik voru ákveðin einstaklingsmistök sem við verðum að koma í veg fyrir. Fyrsta markið hjá þeim eftir fimm mínútur er eitthvað sem við eigum að díla við. Á þessu getustigi gerum við kröfur á það að díla við svona, þá er þetta allt annar leikur.“ „Að lenda 1-0 undir á útivelli eftir fimm mínútur er allt annar leikur, þá þurfum við að fara sækja eftir að gefa þeim sjálfstraust. Það var allt með þeim í þessum leik, svona er fótboltinn.“ Þá var landsliðsfyrirliðinn spurður út í ummæli Kára Árnasonar og Lárusar Orra Sigurðssonar en Kári talaði um að það skorti leiðtoga í lið Íslands. Um Bosníu „Þeir spila annað leikkerfi [en Lúxemborg] og eru með flotta fótboltamenn. Við þurfum að gera svipað og í sumar, vera þéttir eins og við vorum gegn Portúgal. Þurfum að sýna að við erum erfiðir, sérstaklega á Laugardalsvelli.“ „Þeir spila með þriggja miðvarðakerfi sem við þurfum að reyna draga svolítið úr stöðum og reyna að sækja á bakvið þá. Þetta er verkefni sem okkur hlakkar til að takast á við.“ Klippa: Jóhann Berg fyrir leik Íslands og Bosníu og Hersegóvínu Annað sætið í riðlinum úr sögunni en umspil möguleiki þökk sé Þjóðadeildinni. „Ég held við séum ekki að hugsa um 2. sætið núna, erum bara að hugsa um næsta leik og að reyna vinna hann. Sjáum svo til hvað gerist.“ „Þurfum að hafa alla okkar menn til taks í október og nóvember verkefninu. Þurfum að byggja upp lið hérna, það er alveg klárt. Er búið að vera of mikið að skipta og breyta því menn eru ekki tilbúnir, meiddir eða hvað sem það er. Þurfum að finna stöðugt lið, byggja út frá því og sjá hvert það tekur okkur,“ sagði Jóhann Berg að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Ísland beið afhroð gegn Lúxemborg ytra á dögunum. Eftir naum töp gegn Portúgal og Slóvakíu fyrr í sumar, þar sem frammistaðan var heilt yfir góð, þá var liðið hvorki fugl né fiskur gegn Lúxemborg. „Við gefum þeim þrjú mörk sem er auðvitað ekki hægt en það er bara næsti leikur. Gamla klisjan, gleyma þessum Lúxemborg leik og reyna gera betur á morgun.“ „Ég hreinlega veit það ekki. Sumarglugginn var mjög flottur frammistöðulega séð, ætluðum að byggja á því og ná í sex punkta í þessu verkefni en það gekk ekki eftir. Þetta er ekki sama lið og spilaði báða þá leiki, í gegnum þessa undankeppni hefur ekki náðst að mynda hrygg sem nær í gegnum liðið. Menn hafa verið að meiðast og við höfum ekki náð nógu góð skriði (e. momentum). Held það hafi sést á móti Lúxemborg,“ sagði landsliðsfyrirliðinn aðspurður út í hvað útskýrði slaka frammistöðu í síðasta leik. Ísland fær kjörið tækifæri til að sýna hvað í sér býr þegar það tekur á móti Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld. Jóhann Berg var spurður hvað þarf að laga fyrir leik kvöldsins sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Held við þurfum að vera aðeins þéttari en í þessum leik voru ákveðin einstaklingsmistök sem við verðum að koma í veg fyrir. Fyrsta markið hjá þeim eftir fimm mínútur er eitthvað sem við eigum að díla við. Á þessu getustigi gerum við kröfur á það að díla við svona, þá er þetta allt annar leikur.“ „Að lenda 1-0 undir á útivelli eftir fimm mínútur er allt annar leikur, þá þurfum við að fara sækja eftir að gefa þeim sjálfstraust. Það var allt með þeim í þessum leik, svona er fótboltinn.“ Þá var landsliðsfyrirliðinn spurður út í ummæli Kára Árnasonar og Lárusar Orra Sigurðssonar en Kári talaði um að það skorti leiðtoga í lið Íslands. Um Bosníu „Þeir spila annað leikkerfi [en Lúxemborg] og eru með flotta fótboltamenn. Við þurfum að gera svipað og í sumar, vera þéttir eins og við vorum gegn Portúgal. Þurfum að sýna að við erum erfiðir, sérstaklega á Laugardalsvelli.“ „Þeir spila með þriggja miðvarðakerfi sem við þurfum að reyna draga svolítið úr stöðum og reyna að sækja á bakvið þá. Þetta er verkefni sem okkur hlakkar til að takast á við.“ Klippa: Jóhann Berg fyrir leik Íslands og Bosníu og Hersegóvínu Annað sætið í riðlinum úr sögunni en umspil möguleiki þökk sé Þjóðadeildinni. „Ég held við séum ekki að hugsa um 2. sætið núna, erum bara að hugsa um næsta leik og að reyna vinna hann. Sjáum svo til hvað gerist.“ „Þurfum að hafa alla okkar menn til taks í október og nóvember verkefninu. Þurfum að byggja upp lið hérna, það er alveg klárt. Er búið að vera of mikið að skipta og breyta því menn eru ekki tilbúnir, meiddir eða hvað sem það er. Þurfum að finna stöðugt lið, byggja út frá því og sjá hvert það tekur okkur,“ sagði Jóhann Berg að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti