Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfumuninn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2023 12:02 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Hulda Margrét „Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu. Ísland mátti þola neyðarlegt tap gegn Lúxemborg fyrir helgi og hefur liðið nú aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni. Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld og getur jafnað met sem er tengt við það lið Íslands sem sökk hvað lægst árið 2007. „Ég er frekar að leita að stöðugri frammistöðu sem getur gefið okkur stig heldur en að vonast eftir sigri. Við verðum að spila vel til að vinna, það er okkar fókus. Við þurfum síðan að byggja ofan á það. Við erum án þriggja leikmanna sem voru með okkur í júní og við þurfum alla okkar bestu leikmenn til að ná stöðugleika,“ bætti Åge við. Åge hefur áður stýrt norska og danska landsliðinu þar sem það er töluvert meira af leikmönnum til að velja úr. „Leikurinn ákveður hversu hratt við getum byggt upp sjálfstraust og spilað á stöðugu liði. Þess vegna eru úrslit svona mikilvæg í fótbolta. Það er ekki nóg að spila vel og tapa, framför næst hraðar með sigrum.“ „Í undankeppnum sem þessari, með fáa leiki, þá verður liðið að spila vel til að ná stöðugleika. Vissulega geta þjóðir eins og Danmörk eða Noregur valið úr fleiri leikmönnum en Ísland en það sem er jákvætt við Ísland er að það er sterk tenging, ungir leikmenn að koma upp og við þurfum að standa í báða fæturna. Bæði þegar kemur að þessari undankeppni og þegar kemur að því að byggja upp lið til framtíðar. það er mjög mikilvægt.“ „Það er mikið af virkilega hæfileikaríkum leikmönnum að koma upp. Margir þeirra eru hérna í hópnum hjá okkur og vonandi getum við tekið inn fleiri. Leikmaður eins og Hákon (Arnar Haraldsson) spilaði virkilega vel gegn Lúxemborg og skoraði mark. Þannig leikmönnum erum við að vonast eftir núna.“ Åge ræddi einnig leikinn gegn Lúxemborg í þaula en hann var ekki sammála að leikmenn hafi skort vilja eða baráttu. Klippa: Åge Hareide treystir hópnum og hefur trú á ungum leikmönnum Íslands Það kom á óvart hversu slök frammistaðan var „Maður vonast alltaf eftir þróun eftir að hafa verið svona nálægt því að ná í úrslit gegn Portúgal og Slóvakíu. Er mjög stoltur af frammistöðunni í þeim leikjum en stundum er fótbolti skrítinn. Gerir öll mistök heimsins í einum og sama leiknum, færð á þig víti og missir mann af velli. Það er ekkert sem hægt er að gera þá. Vonandi getum við lyft andanum upp og spilað betur gegn Bosníu.“ „Við verðum að sækja gegn Bosníu og Hersegóvínu en við verðum að geta varist líka. Virkar í báðar áttir. Við munum gera breytingar, ég treysti hópnum og að ferskir fætur geti komið inn og unnið hart að því að sanna sig,“ sagði Åge Hareide að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá ofar í fréttinni. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Ísland mátti þola neyðarlegt tap gegn Lúxemborg fyrir helgi og hefur liðið nú aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni. Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld og getur jafnað met sem er tengt við það lið Íslands sem sökk hvað lægst árið 2007. „Ég er frekar að leita að stöðugri frammistöðu sem getur gefið okkur stig heldur en að vonast eftir sigri. Við verðum að spila vel til að vinna, það er okkar fókus. Við þurfum síðan að byggja ofan á það. Við erum án þriggja leikmanna sem voru með okkur í júní og við þurfum alla okkar bestu leikmenn til að ná stöðugleika,“ bætti Åge við. Åge hefur áður stýrt norska og danska landsliðinu þar sem það er töluvert meira af leikmönnum til að velja úr. „Leikurinn ákveður hversu hratt við getum byggt upp sjálfstraust og spilað á stöðugu liði. Þess vegna eru úrslit svona mikilvæg í fótbolta. Það er ekki nóg að spila vel og tapa, framför næst hraðar með sigrum.“ „Í undankeppnum sem þessari, með fáa leiki, þá verður liðið að spila vel til að ná stöðugleika. Vissulega geta þjóðir eins og Danmörk eða Noregur valið úr fleiri leikmönnum en Ísland en það sem er jákvætt við Ísland er að það er sterk tenging, ungir leikmenn að koma upp og við þurfum að standa í báða fæturna. Bæði þegar kemur að þessari undankeppni og þegar kemur að því að byggja upp lið til framtíðar. það er mjög mikilvægt.“ „Það er mikið af virkilega hæfileikaríkum leikmönnum að koma upp. Margir þeirra eru hérna í hópnum hjá okkur og vonandi getum við tekið inn fleiri. Leikmaður eins og Hákon (Arnar Haraldsson) spilaði virkilega vel gegn Lúxemborg og skoraði mark. Þannig leikmönnum erum við að vonast eftir núna.“ Åge ræddi einnig leikinn gegn Lúxemborg í þaula en hann var ekki sammála að leikmenn hafi skort vilja eða baráttu. Klippa: Åge Hareide treystir hópnum og hefur trú á ungum leikmönnum Íslands Það kom á óvart hversu slök frammistaðan var „Maður vonast alltaf eftir þróun eftir að hafa verið svona nálægt því að ná í úrslit gegn Portúgal og Slóvakíu. Er mjög stoltur af frammistöðunni í þeim leikjum en stundum er fótbolti skrítinn. Gerir öll mistök heimsins í einum og sama leiknum, færð á þig víti og missir mann af velli. Það er ekkert sem hægt er að gera þá. Vonandi getum við lyft andanum upp og spilað betur gegn Bosníu.“ „Við verðum að sækja gegn Bosníu og Hersegóvínu en við verðum að geta varist líka. Virkar í báðar áttir. Við munum gera breytingar, ég treysti hópnum og að ferskir fætur geti komið inn og unnið hart að því að sanna sig,“ sagði Åge Hareide að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá ofar í fréttinni. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira