Fótbolti

Ítalska lyfja­eftir­litið setur Pogba í bann

Aron Guðmundsson skrifar
Pogba í leik með Juventus
Pogba í leik með Juventus Twitter@juventusfc

Franski miðjumaðurinn Paul Pogba, leikmaður ítalska úrvalsdeildarfélagsins Juventus, hefur verið úrskurðarður í tímabundið bann frá knattspyrnuiðkun eftir að mikið magn testósteróns greindist í lyfjaprófi sem hann tók á dögunum.

Ítalska lyfaeftirlitið hefur komist að þessari niðurstöðu og er því alls ekki víst hvenær Pogba mun fá leyfi til þess að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn. 

Of hátt magn testósteróns greindist í sýni Pogba sem var tekið eftir leik Udinese og Juventus í 1. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar 20. ágúst.

Pogba hefur aðeins spilað tvo leiki á yfirstandandi tímabili með liði Juventus. Frakkinn hefur verið að glíma við langvarandi meiðsli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×