„Þetta er gríðarlegt högg“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. september 2023 14:15 Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Vísir Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir það gríðarlegt högg að sjá að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna samtakanna í fjárlagafrumvarpi ársins 2024. Hann kveðst þó vongóður um að því fáist breytt, verkefni samtakanna haldi áfram að stækka líkt og umræðan síðustu daga sýni fram á. Uppfært kl. 17:16: Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að rangt sé að Samtökin '78 fái ekki fjárframlag í fjárlagafrumvarpinu. Gert sé ráð fyrir að þær 40 milljónir sem runnið hafi til samtakanna á undanförnum árum geri það áfram. Nánar má lesa um það hér. Sá texti sem hér fer á eftir er úr upprunalegu fréttinni, áður en tilkynning barst frá forsætisráðuneytinu. Forsætisráðherra sagðist í fyrra ætla að beita sér fyrir því að stærri hluti framlaga ríkisins til Samtakanna '78 yrði gerður varanlegur. Kynnt var í fyrra að samtökin fengju 15 milljónir á ári í svokölluð varanleg framlög. Sagði Katrín framlög stjórnvalda til samtakanna hafa aukist jafnt og þétt frá því hún tók við forsætisráðuneytinu árið 2017. Þau hafi verið ríflega sex milljónir þá, en staðið í 40 milljónum árið 2021. 15 milljónirnar hafi bara verið hluti af framlögum til samtakanna. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2024 eru þær 15 milljónir felldar niður. Fjárheimildir til jafnréttismála eru lækkaðar um 35 milljónir króna og segir að það sé vegna tímabundinna verkefna sem falla niður. Annars vegar 20 milljóna króna framlag vegna aðgerða gegn hatursorðræðu, þingsályktunartillaga og hins vegar 15 milljóna króna framlag til Samtakanna '78. Vonar að þingfólk verði með þeim í liði „Þetta er gríðarlegt högg og það er erfitt að horfa upp á þetta. Það er augljóst miðað við samfélagsumræðuna síðustu daga að verkefnið verður stærra og stærra og við vonum innilega að þingfólk verði með okkur í liði,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78 í samtali við Vísi. Hann bendir á að samtökin séu meðal fimm stærstu félagasamtaka hér á landi sem sinni ráðgjöf á vegum ríkisins. Samtökin fái þó ekki sambærilegt fjármagn og önnur félagasamtök. „Þetta er þjónusta sem við veitum ríkinu og þetta er einstaklega slæmt vegna þess að verkefnunum fjölgar. Við eigum enn í smaningaviðræðum við hið opinbera um fjármögnun og ég vona að þær gangi vel. Við sjáum það að það hefur aldrei verið eins mikil þörf og nú á þjónustu Samtakanna '78 og ég trúi því ekki að einhver vilji að samtökin hætti að vieta þessa þjónustu.“ Hann segir fjárframlög ríkisins til Samtakanna '78 ekki standast samanburð við þau fjárframlög sem veitt séu til sambærilegra félagasamtaka á norðurlöndum. Ekki megi gleyma því að ekki sé um að ræða styrki. Þúsundir reiði sig á þjónustuna „Þetta eru ekki styrkir til okkar, þetta eru verkefni sem ríkið hefur sjálft farið fram á að við sinnum. Það vill að hér sé sinnt ráðgjöf til hinsegin fólks, til fagfólks og það vill að hér sé öflug fræðslustarfsemi og í heilbrigðum lýðræðissamfélögum eru mannréttindafélög líka styrkt af hinu opinbera. Það er ákveðið sjokk að sjá fjárframlög í núlli en ég er mjög vongóður um að okkar samtöl við ráðuneyti og þingfólk á næstu dögum muni skila árangri og að þetta verði ekki svona.“ Hann segir þúsundir manneskja reiða sig á þjónustu og sérfræðiþekkingu samtakanna í hverjum mánuði. Þar séu fagaðilar, kennarar, mannauðsstjórar, stjórnendur, hið opinbera og fleiri. „En þetta er líka fólk í viðkvæmri stöðu, fólk með sjálfsskaða, fólk sem þarf ráð, fólk sem þarf stuðning og á samfélaginu að halda. Ég leyfi mér stórlega að efast um að ríkið og Alþingi vilji að þessi þjónusta sé takmörkuð og skert.“ Fjárlagafrumvarp 2024 Hinsegin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Félagasamtök Tengdar fréttir „Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25 Gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum Gert er ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum í nýju fjárlagafrumvarpi. Innleitt verður nýtt tekjuöflunarkerfi í tveimur áföngum. Fjármálaráðherra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildartekjum vegna rafbíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl. 12. september 2023 10:06 Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Gert er ráð fyrir því í ársbyrjun 2024 að persónuafsláttur hækki um rúmlega fimm þúsund krónur á mánuði og að skattleysismörk hækki um rúmlega 16 þúsund krónur. 12. september 2023 11:04 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Uppfært kl. 17:16: Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að rangt sé að Samtökin '78 fái ekki fjárframlag í fjárlagafrumvarpinu. Gert sé ráð fyrir að þær 40 milljónir sem runnið hafi til samtakanna á undanförnum árum geri það áfram. Nánar má lesa um það hér. Sá texti sem hér fer á eftir er úr upprunalegu fréttinni, áður en tilkynning barst frá forsætisráðuneytinu. Forsætisráðherra sagðist í fyrra ætla að beita sér fyrir því að stærri hluti framlaga ríkisins til Samtakanna '78 yrði gerður varanlegur. Kynnt var í fyrra að samtökin fengju 15 milljónir á ári í svokölluð varanleg framlög. Sagði Katrín framlög stjórnvalda til samtakanna hafa aukist jafnt og þétt frá því hún tók við forsætisráðuneytinu árið 2017. Þau hafi verið ríflega sex milljónir þá, en staðið í 40 milljónum árið 2021. 15 milljónirnar hafi bara verið hluti af framlögum til samtakanna. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2024 eru þær 15 milljónir felldar niður. Fjárheimildir til jafnréttismála eru lækkaðar um 35 milljónir króna og segir að það sé vegna tímabundinna verkefna sem falla niður. Annars vegar 20 milljóna króna framlag vegna aðgerða gegn hatursorðræðu, þingsályktunartillaga og hins vegar 15 milljóna króna framlag til Samtakanna '78. Vonar að þingfólk verði með þeim í liði „Þetta er gríðarlegt högg og það er erfitt að horfa upp á þetta. Það er augljóst miðað við samfélagsumræðuna síðustu daga að verkefnið verður stærra og stærra og við vonum innilega að þingfólk verði með okkur í liði,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78 í samtali við Vísi. Hann bendir á að samtökin séu meðal fimm stærstu félagasamtaka hér á landi sem sinni ráðgjöf á vegum ríkisins. Samtökin fái þó ekki sambærilegt fjármagn og önnur félagasamtök. „Þetta er þjónusta sem við veitum ríkinu og þetta er einstaklega slæmt vegna þess að verkefnunum fjölgar. Við eigum enn í smaningaviðræðum við hið opinbera um fjármögnun og ég vona að þær gangi vel. Við sjáum það að það hefur aldrei verið eins mikil þörf og nú á þjónustu Samtakanna '78 og ég trúi því ekki að einhver vilji að samtökin hætti að vieta þessa þjónustu.“ Hann segir fjárframlög ríkisins til Samtakanna '78 ekki standast samanburð við þau fjárframlög sem veitt séu til sambærilegra félagasamtaka á norðurlöndum. Ekki megi gleyma því að ekki sé um að ræða styrki. Þúsundir reiði sig á þjónustuna „Þetta eru ekki styrkir til okkar, þetta eru verkefni sem ríkið hefur sjálft farið fram á að við sinnum. Það vill að hér sé sinnt ráðgjöf til hinsegin fólks, til fagfólks og það vill að hér sé öflug fræðslustarfsemi og í heilbrigðum lýðræðissamfélögum eru mannréttindafélög líka styrkt af hinu opinbera. Það er ákveðið sjokk að sjá fjárframlög í núlli en ég er mjög vongóður um að okkar samtöl við ráðuneyti og þingfólk á næstu dögum muni skila árangri og að þetta verði ekki svona.“ Hann segir þúsundir manneskja reiða sig á þjónustu og sérfræðiþekkingu samtakanna í hverjum mánuði. Þar séu fagaðilar, kennarar, mannauðsstjórar, stjórnendur, hið opinbera og fleiri. „En þetta er líka fólk í viðkvæmri stöðu, fólk með sjálfsskaða, fólk sem þarf ráð, fólk sem þarf stuðning og á samfélaginu að halda. Ég leyfi mér stórlega að efast um að ríkið og Alþingi vilji að þessi þjónusta sé takmörkuð og skert.“
Fjárlagafrumvarp 2024 Hinsegin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Félagasamtök Tengdar fréttir „Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25 Gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum Gert er ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum í nýju fjárlagafrumvarpi. Innleitt verður nýtt tekjuöflunarkerfi í tveimur áföngum. Fjármálaráðherra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildartekjum vegna rafbíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl. 12. september 2023 10:06 Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Gert er ráð fyrir því í ársbyrjun 2024 að persónuafsláttur hækki um rúmlega fimm þúsund krónur á mánuði og að skattleysismörk hækki um rúmlega 16 þúsund krónur. 12. september 2023 11:04 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
„Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25
Gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum Gert er ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum í nýju fjárlagafrumvarpi. Innleitt verður nýtt tekjuöflunarkerfi í tveimur áföngum. Fjármálaráðherra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildartekjum vegna rafbíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl. 12. september 2023 10:06
Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Gert er ráð fyrir því í ársbyrjun 2024 að persónuafsláttur hækki um rúmlega fimm þúsund krónur á mánuði og að skattleysismörk hækki um rúmlega 16 þúsund krónur. 12. september 2023 11:04