Nýir símar, úr og heyrnartól Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2023 23:16 Tim Cook, forstjóri Apple á kynningunni í dag. AP/Jeff Chiu Forsvarsmenn Apple kynntu í dag nýja kynslóð snjallsíma, heyrnartóla og snjallúra á kynningu í Cupertino í Bandaríkjunum. Nýr iPhone, sem er nú búinn USB-C hleðslutengi, leit dagsins ljós, í fjórum mismunandi útgáfum. iPhone 15 og 15 Plus eru tvær af nýju símaútgáfunum sem opinberaðar voru í dag. Útliti símanna hefur verið breytt nokkuð á milli kynslóða en símarnir hafa einnig verið uppfærðir að innan. Það helsta er að myndavélar þeirra hafa verið uppfærðar og símarnir eru búnir nýjum örgjörvum sem Apple segir að nýtist vel í að spila tölvuleiki. Ástæðan fyrir því að iPhone 15 er ekki lengur með eigið hleðslutengi, sem kallaðist Lightning, er ný reglugerð innan Evrópusambandsins. Sú reglugerð skuldbindur raftækjaframleiðendur til að nota sömu tengjategundina. Sjá einnig: Sama hleðslutengi á alla síma fyrir 2024 Frekari upplýsingar um símana má finna hér á vef Apple og í spilurunum hér að neðan. Á kynningunni var ný kynslóð snjallúra Apple opinberuð. Apple Watch Series 9 úrin eru, samkvæmt starfsmönnum Apple, mun hraðari en fyrri kynslóðir. Það er segja, þau eru fljótari að vinna. Þau ganga ekki hraðar en önnur úr. Í frétt Tech Crunch er haft eftir forsvarsmanni úradeildar fyrirtækisins að þessi úr séu þau öflugustu hingað til. Heyrnartól Apple, Airpods Pro 2, hafa einnig fengið USB-C hleðslutengi og verða þau fáanleg seinna í þessum mánuði. Apple Tækni Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
iPhone 15 og 15 Plus eru tvær af nýju símaútgáfunum sem opinberaðar voru í dag. Útliti símanna hefur verið breytt nokkuð á milli kynslóða en símarnir hafa einnig verið uppfærðir að innan. Það helsta er að myndavélar þeirra hafa verið uppfærðar og símarnir eru búnir nýjum örgjörvum sem Apple segir að nýtist vel í að spila tölvuleiki. Ástæðan fyrir því að iPhone 15 er ekki lengur með eigið hleðslutengi, sem kallaðist Lightning, er ný reglugerð innan Evrópusambandsins. Sú reglugerð skuldbindur raftækjaframleiðendur til að nota sömu tengjategundina. Sjá einnig: Sama hleðslutengi á alla síma fyrir 2024 Frekari upplýsingar um símana má finna hér á vef Apple og í spilurunum hér að neðan. Á kynningunni var ný kynslóð snjallúra Apple opinberuð. Apple Watch Series 9 úrin eru, samkvæmt starfsmönnum Apple, mun hraðari en fyrri kynslóðir. Það er segja, þau eru fljótari að vinna. Þau ganga ekki hraðar en önnur úr. Í frétt Tech Crunch er haft eftir forsvarsmanni úradeildar fyrirtækisins að þessi úr séu þau öflugustu hingað til. Heyrnartól Apple, Airpods Pro 2, hafa einnig fengið USB-C hleðslutengi og verða þau fáanleg seinna í þessum mánuði.
Apple Tækni Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira