Vill að fólk hætti að skrifa minningargreinar um lið sitt í kjölfar áfallsins mikla Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2023 10:31 Rodgers í leiknum gegn Bills í gær áður en allt endaði með ósköpum. Vísir/Getty Þjálfari NFL-deildar liðsins New York Jets biður fólk vinsamlegast um að hætta að skrifa minningargreinar um lið sitt nú þegar að ljóst er að aðalleikstjórnandi Jets verður frá út tímabilið. Í gær var það staðfest að hinn 39 ára gamli Aaron Rodgers, sem meiddist í sínum fyrsta leik fyrir lið New York Jets, hefði slitið hásin og yrði frá út tímabilið. Í kjölfarið hefur trú veðbanka á góðu gengi Jets á yfirstandandi tímabili fjarað út en Robert Saleh, þjálfari Jets, segir of snemmt að afskrifa liðið. „Ég veit ekki af hverju fólk hefur verið að rita minningargreinar um okkur,“ sagði Saleh við blaðamenn ytra í gegnum Zoom samskiptaforritið. Robert Saleh, þjálfari New York JetsVísir/Getty Í Rodgers hafa þeir misst sinn reynslumesta leikmann sem hefur í fjórgang verið valinn verðmætasti leikmaður NFL-deildarinnar og einu sinni orðið Super Bowl meistari. Fjarvera hans út tímabilið, og möguleg endalok á ferli hans, hafa hrundið af stað orðrómum um það hvaða hringekja fari nú í gang hjá Jets en Saleh reyndi sitt allra besta að kveða þá niður. Zach Wilson er nú fyrsta val Jets í leikstjórnandastöðuna en búist er við því að Jets sæki einnig reynslumeiri leikstjórnanda. Mikil ábyrgð verður lögð á herðar hins reynslulitla Zach Wilson, sem þarf að stíga upp í fjarveru RodgersVísir/Getty „Ég vil að það sé alveg ljóst að Zach er okkar leikstjórnandi og við höfum mikla trú á honum,“ sagði Saleh um leikstjórnandastöðu Jets. „Þetta er liðið hans Zach og við höldum tryggð við hann.“ Zach Wilson átti erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og mun á sunnudaginn kemur byrja sinn 23 leik á NFL-ferlinum. Rodgers þurfi að svara fyrir spurningar um framtíð sína Robert Saleh var einnig spurður út í framtíð Aaron Rodgers en vildi lítið láta draga sig í einhverjar spekúlasjónir. „Eins og þið getið rétt ímyndað ykkur þá er hann niðurbrotinn núna. Ég mun leyfa honum að svara þessum spurningum um framtíð hans. “ Hvað tekur við hjá Aaron Rodgers? Í það minnsta endurhæfing og svo verður staðan tekin. „Það er samtal sem mun þurfa að eiga sér stað á öðrum degi. Eftir allt það sem hann hefur lagt í þetta, þá er hann að sjálfsögðu vonsvikinn núna.“ Hann vill hins vegar hafa Rodgers eins nálægt Jets liðinu og hann getur. NFL Tengdar fréttir Tímabilinu lokið hjá Rodgers: Sleit hásin gegn Bills Aaron Rodgers, leikstjórnandi NFL liðsins New York Jets, sleit hásin í fyrsta leik liðsins á yfirstandandi tímabili gegn Buffalo Bills í nótt og verður frá út tímabilið. Þetta herma heimildir ESPN. 12. september 2023 16:14 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Í gær var það staðfest að hinn 39 ára gamli Aaron Rodgers, sem meiddist í sínum fyrsta leik fyrir lið New York Jets, hefði slitið hásin og yrði frá út tímabilið. Í kjölfarið hefur trú veðbanka á góðu gengi Jets á yfirstandandi tímabili fjarað út en Robert Saleh, þjálfari Jets, segir of snemmt að afskrifa liðið. „Ég veit ekki af hverju fólk hefur verið að rita minningargreinar um okkur,“ sagði Saleh við blaðamenn ytra í gegnum Zoom samskiptaforritið. Robert Saleh, þjálfari New York JetsVísir/Getty Í Rodgers hafa þeir misst sinn reynslumesta leikmann sem hefur í fjórgang verið valinn verðmætasti leikmaður NFL-deildarinnar og einu sinni orðið Super Bowl meistari. Fjarvera hans út tímabilið, og möguleg endalok á ferli hans, hafa hrundið af stað orðrómum um það hvaða hringekja fari nú í gang hjá Jets en Saleh reyndi sitt allra besta að kveða þá niður. Zach Wilson er nú fyrsta val Jets í leikstjórnandastöðuna en búist er við því að Jets sæki einnig reynslumeiri leikstjórnanda. Mikil ábyrgð verður lögð á herðar hins reynslulitla Zach Wilson, sem þarf að stíga upp í fjarveru RodgersVísir/Getty „Ég vil að það sé alveg ljóst að Zach er okkar leikstjórnandi og við höfum mikla trú á honum,“ sagði Saleh um leikstjórnandastöðu Jets. „Þetta er liðið hans Zach og við höldum tryggð við hann.“ Zach Wilson átti erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og mun á sunnudaginn kemur byrja sinn 23 leik á NFL-ferlinum. Rodgers þurfi að svara fyrir spurningar um framtíð sína Robert Saleh var einnig spurður út í framtíð Aaron Rodgers en vildi lítið láta draga sig í einhverjar spekúlasjónir. „Eins og þið getið rétt ímyndað ykkur þá er hann niðurbrotinn núna. Ég mun leyfa honum að svara þessum spurningum um framtíð hans. “ Hvað tekur við hjá Aaron Rodgers? Í það minnsta endurhæfing og svo verður staðan tekin. „Það er samtal sem mun þurfa að eiga sér stað á öðrum degi. Eftir allt það sem hann hefur lagt í þetta, þá er hann að sjálfsögðu vonsvikinn núna.“ Hann vill hins vegar hafa Rodgers eins nálægt Jets liðinu og hann getur.
NFL Tengdar fréttir Tímabilinu lokið hjá Rodgers: Sleit hásin gegn Bills Aaron Rodgers, leikstjórnandi NFL liðsins New York Jets, sleit hásin í fyrsta leik liðsins á yfirstandandi tímabili gegn Buffalo Bills í nótt og verður frá út tímabilið. Þetta herma heimildir ESPN. 12. september 2023 16:14 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Tímabilinu lokið hjá Rodgers: Sleit hásin gegn Bills Aaron Rodgers, leikstjórnandi NFL liðsins New York Jets, sleit hásin í fyrsta leik liðsins á yfirstandandi tímabili gegn Buffalo Bills í nótt og verður frá út tímabilið. Þetta herma heimildir ESPN. 12. september 2023 16:14