West Ham útilokar ekki að sækja félagslausan Lingard Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2023 11:00 Jesse Lingard átti frábært tímabil með West Ham er hann gekk til liðs við félagið á láni árið 2021. Justin Tallis - Pool/Getty Images Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hafi lokað fyrir tæpum tveimur vikum síðan berast enn fréttir af mögulegum félagsskiptum leikmanna. Lið geta enn sótt leikmenn sem eru án félags og því er enn möguleiki á að bæta við sig fyrir tímabilið sem nú er nýhafið. Einn þeirra leikmanna sem eru án félags er Englendingurinn Jesse Lingard, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Lingard var á láni hjá West Ham seinni hluta tímabilsins 2020-2021 eftir nokkur mögur ár hjá uppeldisfélagi sínu, Manchester United. Hjá West Ham blómstraði Lingard og skoraði níu mörk í 16 deildarleikjum fyrir félagið. Hann ákvað þó að snúa aftur til United að lánstímanum loknum, en tækifærin í Manchester-borg voru af skornum skammti. Hann gekk að lokum í raðir Nottingham Forest fyrir síðasta tímabil, en yfirgaf félagið í sumar og er nú án félags. Þessi þrítugi fyrrverandi landsliðsmaður Englands hefur hins vegar æft með West Ham undanfarnar vikur og Davið Moyes, þjálfari liðsins, útilokar ekki að Lingard gæti unnið sér inn samning við liðið. 🗣️🎙️David Moyes on Jesse LingardThoughts? ( @talkSPORT ) pic.twitter.com/GXjVHD4ysQ— West Ham Network (@westhamnetwork) September 12, 2023 „Jesse er búinn að æfa með okkur síðustu þrjár vikur og er búinn að bæta sig mikið síðan þá,“ sagði Moyes í útvarpsþættinum The Sports Breakfast Show. „Hann er í góðu formi. Mun betra formi en þegar hann kom til okkar og ég verð að segja að þegar Jesse gekk til liðs við okkur fyrir tveimur árum þá held ég að hann hafi skorað níu mörk í 15 leikjum og átti virkilega stóran þátt í að koma okkur í Evrópukeppni í fyrsta sinn.“ „Ég vil að hann fái tækifæri til að koma sér aftur í gott stand og svo sjáum við til hvernig honum gengur,“ bætti Moyes við. Enski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Lið geta enn sótt leikmenn sem eru án félags og því er enn möguleiki á að bæta við sig fyrir tímabilið sem nú er nýhafið. Einn þeirra leikmanna sem eru án félags er Englendingurinn Jesse Lingard, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Lingard var á láni hjá West Ham seinni hluta tímabilsins 2020-2021 eftir nokkur mögur ár hjá uppeldisfélagi sínu, Manchester United. Hjá West Ham blómstraði Lingard og skoraði níu mörk í 16 deildarleikjum fyrir félagið. Hann ákvað þó að snúa aftur til United að lánstímanum loknum, en tækifærin í Manchester-borg voru af skornum skammti. Hann gekk að lokum í raðir Nottingham Forest fyrir síðasta tímabil, en yfirgaf félagið í sumar og er nú án félags. Þessi þrítugi fyrrverandi landsliðsmaður Englands hefur hins vegar æft með West Ham undanfarnar vikur og Davið Moyes, þjálfari liðsins, útilokar ekki að Lingard gæti unnið sér inn samning við liðið. 🗣️🎙️David Moyes on Jesse LingardThoughts? ( @talkSPORT ) pic.twitter.com/GXjVHD4ysQ— West Ham Network (@westhamnetwork) September 12, 2023 „Jesse er búinn að æfa með okkur síðustu þrjár vikur og er búinn að bæta sig mikið síðan þá,“ sagði Moyes í útvarpsþættinum The Sports Breakfast Show. „Hann er í góðu formi. Mun betra formi en þegar hann kom til okkar og ég verð að segja að þegar Jesse gekk til liðs við okkur fyrir tveimur árum þá held ég að hann hafi skorað níu mörk í 15 leikjum og átti virkilega stóran þátt í að koma okkur í Evrópukeppni í fyrsta sinn.“ „Ég vil að hann fái tækifæri til að koma sér aftur í gott stand og svo sjáum við til hvernig honum gengur,“ bætti Moyes við.
Enski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira