„Maður þarf ekki alltaf að vera sterkasta manneskjan í herberginu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. september 2023 07:01 Magnea Björg Jónsdóttir hefur vakið athygli í raunveruleikaseríunni LXS. Hún ræddi við blaðamann um lífið og tilveruna. Vísir/Dóra Júlía LXS raunveruleikastjarnan og sporðdrekinn Magnea Björg Jónsdóttir er 28 ára gömul og þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki sér viðburðaríkt líf. Hún er alin upp í Breiðholtinu frá sjö ára aldri og bjó þar þangað til hún fluttist til Los Angeles nítján ára gömul. Hún segir flutninginn út hafa verið bestu ákvörðun sem hún hefur tekið á sínum tíma en að sama skapi hafi besta ákvörðunin svo verið að flytja aftur heim. Blaðamaður hitti Magneu í kaffi og fékk að heyra nánar frá hennar lífi. Flutti ein til LA nítján ára „Ég flutti til LA til að breyta aðeins um umhverfi en ég þurfti virkilega á því að halda á þessum tíma. Það voru ótrúlega fínir tímar, þrátt fyrir að ég hafi verið aðeins of lengi þarna, segir Magnea og bætir við að hún hafi búið þar í fimm ár.“ Hún segir að þegar hún hafi fyrst flutt út hafi hún að sjálfsögðu verið virkilega spennt fyrir því. „Ég var líka viss um að þetta væri besta ákvörðun sem ég gat tekið, upp á það að vernda sjálfa mig og geta breytt um umhverfi. Besta ákvörðun sem ég gerði eftir það var svo að flytja aftur heim, af því að þá byrjaði ballið.“ Hún segist oft hafa hugsað til baka og velt því fyrir sér hvernig lífið hefði verið ef hún hefði ekki tekið þá afdrifaríku ákvörðun að skella sér í nám í Los Angeles en í dag líður henni eins og hún sé á hárréttum stað. „Þegar ég var yngri var ég ótrúlega mikið að fylgjast með öllu sem var í gangi í tónlistinni og bíómyndum og mér fannst lífið vestanhafs líta út fyrir að vera ótrúlega spennandi. Mamma mín var með fyrirtæki á þessum tíma og hún var að kaupa vörur af fyrirtæki í LA. Þegar ég var nýbyrjuð í framhaldsskóla hringir mamma svo allt í einu í mig klukkan níu um morguninn og segir bara komdu heim, við erum að fara til LA eftir þrjá tíma. Þetta var bókstaflega draumurinn minn var á þeim tíma þannig að ég þýt heim, pakka einhverju smá í ferðatösku og við erum svo bara farnar upp á flugvöll. Þegar ég lenti svo úti fór ég bara að hágráta, draumurinn í lífinu mínu var bara að rætast.“ Þegar Magnea var yngri dreymdi hana um að fara til Los Angeles. Sá draumur átti svo sannarlega eftir að rætast.Vísir/Hulda Margrét Ísland fór að kalla Nokkrum mánuðum síðar fer Magnea að vinna í fataversluninni Júník sem keypti gjarnan vörur frá Los Angeles og því hélt tengingin áfram. „Ég held að þetta hafi allt dregið mig út,“ segir Magnea. Á þeim tíma var hún fegin að fara frá Íslandi en segist í dag eiga í allt öðru sambandi við heimalandið. „Þetta er smá svona þú veist ekki hvað þú átt fyrr en þú hefur misst það. Þegar ég var fyrst úti leið mér eins og allt væri svo glatað á Íslandi og ég tengdi ekkert við lífið hér heima. Svo nokkrum árum síðar fór ég að horfa á vini mína hérna heima að byggja upp sitt líf, allir komnir með þessi iittala glös heim til sín, Kartell lampann og í skandinavískum klæðnaði og ég fann bara að allt í einu langaði mig svo í þetta líf,“ segir Magnea hlæjandi og bætir við: „Þá fannst mér ég líka bara vera búin að gera allt sem mig langaði að gera úti og Ísland fór að kalla.“ Hún segist ekki hafa farið aftur út eftir að hún flutti heim og það kalli ekki sérstaklega á hana. Flestir vinir hennar sem hún kynntist úti voru líka frá öðrum löndum og séu nú farnir til baka heim. Stöðugt að henda sér í djúpu laugina Magnea segir að árin úti hafi sannarlega mótað sig mikið og þá sérstaklega að hafa flutt ein út og verið ein í burtu í svona langan tíma. „Maður þurfti að hugsa um sjálfan sig og henda sér stöðugt út í djúpu laugina. Þú þurftir bara að fara út og kynnast fólki ef þú ætlaðir ekki að vera bara einn heima alltaf. Það breytti rosalega miklu, það eykur sjálfstraustið, maður verður opnari og líður betur þegar maður ögrar sér. Ég hef reyndar alltaf verið þessi týpa sem hoppar svolítið út í djúpu laugina.“ Magnea segir það hafa mótað sig mikið að búa ein erlendis.Vísir/Dóra Júlía Alltaf þurft að vera sjálfstæð Magnea segist alla tíð hafa verið mjög sjálfstæð en uppvaxtar ár hennar voru að sama skapi mjög mótandi fyrir það hver hún er í dag. „Ég átti erfitt heimilishald og það að búa inn á heimili þar sem voru erfiðleikar mótar mann rosalega mikið. Maður þarf að vera sjálfstæður og sterkur. Ég er mjög sterkur karakter og ég viðurkenni það alveg sjálf. Ég hef verið svoleiðis alla tíð, manneskja sem er svolítið á hlaupum og það er mikil orka í mér. Ég hef alltaf verið mjög opin og langað að vera uppi á sviði, alltaf verið mikill spjallari og ég eiginlega man ekki eftir sjálfri mér öðruvísi. Ég held að allir í minni fjölskyldu myndu segja það sama.“ Hún segir mikilvægt að kunna að vera stolt af sjálfri sér og hefur alltaf passað upp á að vera það. „Maður er búinn að eiga erfiða tíma, erfiða æsku til dæmis, en maður stendur enn uppréttur og sama þó maður detti niður þá getur maður alltaf risið aftur upp. Þannig að ég er mjög stolt af því hjá mér. Það eru auðvitað alls konar hlutir sem mann hefur langað að breyta en þegar ég lít til baka síðustu tíu ár til dæmis þá hugsa ég að þar sem ég er núna sé líklega staðurinn sem mig langaði alltaf að vera á.“ Hún segir að fyrst eftir að hún flutti heim hafi hún verið svolítið hrædd við það að átta sig á því hvað hún vildi gera í lífinu. „Ég var svolítið týnd fyrst og það var svolítið erfitt að taka ákvörðun um hvað ég ætti að gera. Ég byrjaði að vinna í World Class og þá kom drifkrafturinn til mín, ég kláraði skólann og boltinn fór að rúlla. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi komið til manns en ég held að þegar maður er opinn þá sér maður fleiri tækifæri í kringum mann.“ Þá bætir hún við hve mikilvægt það er að vera öruggur og taka tækifærunum. Les kommentin en tekur þeim ekki persónulega LXS þættirnir hafa verið áberandi í umræðunni síðustu misseri en sería tvö var frumsýnd á dögunum. Þá var einnig tilkynnt að sería þrjú sé í bígerð. Samtalið berst að kommentakerfinu og blaðamaður spyr Magneu hvort hún taki neikvæðum athugasemdum persónulega. „Ég á auðvitað bara engin orð yfir kommentakerfin, þetta er fólk sem hefur ekkert að gera og leggur sig allt fram við leiðindi. En ég er ekkert að pæla í þessu eða láta þetta ná til mín. Ég ætla ekkert að neita fyrir það að ég les þessi komment en ég tek þau ekki inn á mig. Af því að ég veit að þetta er ekki sannleikurinn. Fólk má auðvitað hafa sínar skoðanir og allt svoleiðis en er þeim að fara að líða eitthvað betur að tala svona um mann á netinu? Nei.“ View this post on Instagram A post shared by Magnea Björg Jónsdóttir (@magneabj) Karakterinn mikilvægastur Magnea segist una sér vel í sjónvarpinu. „Ég ætlaði mér alltaf að fara í leiklistarskóla en einhvern veginn varð aldrei að því. Ég var alltaf að horfa á Stelpurnar og Fóstbræður út frá því langaði mig mikið að byrja að leika. Ég fór þó klárlega aðra leið, á samfélagsmiðla og í LXS raunveruleikaþættina en planið var að verða fræg leikkona. Eða söngkona, ég er samt ömurleg að syngja, segir Magnea og hlær. „Mér finnst mjög gaman að vera uppi á sviði og eiga góð samtöl en ég er ekki mikið fyrir myndirnar. Ég nenni ekki að eyða löngum tíma í myndatökur og ég er miklu öruggari þegar það er verið að taka myndband af mér heldur en myndir, sem er kannski ekki algengt. Mig langar einhvern veginn frekar að karakterinn minn komi fram heldur en útlitið. Karakterinn minn er það sem gefur mér mig.“ Magnea ásamt kollegum sínum Sunnevu Einarsdóttur og Ástrósu Traustadóttur á LXS forsýningu fyrir seríu tvö.Vísir/Hulda Margrét Lærdómsríkt ferli í LXS Hún segir tökuferlið hafa verið ótrúlega skemmtilegt og þættirnir séu frábært tækifæri. „Maður er að læra svakalega mikið af þessu. Við stelpurnar erum að kynnast frekar seint í lífinu margar okkar og það er ákveðin áskorun en við erum allar ólíkar sem er svo skemmtilegt. Við erum líka klárlega að opna okkur meira í þessari seríu en þeirri fyrri og svo vonandi verður enn meira af því í seríu þrjú.“ Aðspurð hvort það sé stressandi að opna sig svona fyrir framan alþjóð segir Magnea: „Auðvitað veldur það manni stressi að sýna frá svona miklu í sjónvarpi, þó að ég hafi alltaf verið á Snapchat í gamla daga að sýna frá helvíti miklu. En núna einhvern veginn er maður orðinn eldri og þroskaðri og þetta er öðruvísi. Mér finnst alveg erfitt að það sé til dæmis að koma atriði af mér svolítið berskjaldaðri. Mér finnst ekkert að því að ég sé að gráta en kannski finnst mér meira stressandi að velta fyrir mér hvort ég sé í röngu eða réttu þarna.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá stiklu úr nýjustu seríu LXS: Bílaáhuginn kviknaði snemma Magnea segist alla tíð hafa haft mikinn áhuga á bílum en samhliða þáttunum og samfélagsmiðlum starfar hún hjá Heklu. „Ég var algjör svona tomboy inn á milli þegar ég var yngri þó ég hafi á sama tíma verið algjör skvísa sem elskaði bleikan, barbie og bratz. Ég var endalaust að safna bílum, átti bílateppi heima hjá pabba og helling af bílum, trukkum og gröfum. Þannig að ég var alveg 50/50 eftir því í hvernig stuði ég var. Mamma og pabbi eru skilin og þegar ég fór til pabba þá vorum við oft að rúnta og skoða bílasölur og pabbi var alltaf á flottum bíl. Mér fannst alltaf geggjað þegar pabbi kom að sækja mig í skólann á einhverjum geggjuðum bíl sem var kannski stór trukkur eða Jimny jeppi. Svo hef ég alltaf haft auga fyrir fallegum bílum á götunum og þegar ég fór með mömmu til LA tók ég alveg endalaust af bílamyndum, mjög fyndið. Helmingurinn af Facebook albúmi sem ég birti á sínum tíma var bara bílamyndir,“ segir Magnea og hlær. View this post on Instagram A post shared by Magnea Björg Jónsdóttir (@magneabj) Lúxus að fá að keyra lúxuskerrur Hún rifjar upp að þær mægður hafi leigt bláan Mustang blæjubíl í ferðinni til LA og það hafi verið rosaleg upplifun. „Þegar ég flutti svo til LA fékk ég svo tækifæri til að vera endalaust í kringum flotta bíla og fékk meðal annars að keyra Lamborghini, Rolls Royce, Ferrari, McLaren og allan pakkann. Einn af mínum bestu vinum úti rak lúxus bílaleigu og ég var mikið að hjálpa honum. Hann leyfði mér að skutla til dæmis bílunum í þrif, í tökur á alls konar tónlistarmyndbönd og á sett í bíómyndum. Og það var algjör lúxus að fá að keyra þessar lúxuskerrur. Svo þegar ég kem til Íslands þá kom þetta einhvern veginn til mín, það þróast alltaf þannig að ég enda aftur í bílunum. Svo er ýmislegt spennandi á döfinni tengt þessu,“ segir Magnea sposk. View this post on Instagram A post shared by Magnea Björg Jónsdóttir (@magneabj) Ástin kviknaði í spa-inu Talið berst svo að ástinni en Magnea á kærasta sem heitir Ágúst og segir hún þau vera skemmtilega ólík. „Hann er ekki á samfélagsmiðlum og er ekkert rosalega mikið fyrir athygli,“ segir Magnea kímin og bætir við: „Við erum búin að vera saman í þrjú og hálft ár núna. Við kynntumst í spa-inu í World Class sem var mjög krúttlegt. Við vorum að kaupa okkur íbúð sem er búinn að vera draumur lengi og það er magnað að eiga sína eigin íbúð og samastað.“ Þegar hún flutti fyrst heim til Íslands bjó hún um tíma í hesthúsi á meðan hún var að safna sér fyrir íbúð. „Þetta var samt alveg mjög huggulegt og það voru engir hestar þarna inni. Maður var kannski ekki mikið að bjóða í heimsókn en það var fínt að geta fengið að vera einhvers staðar á meðan maður var að safna. En það er svo mikið og kærkomið öryggi í því að vera loksins búin að kaupa. Markmiðið þegar ég flutti heim var fyrst að klára að mennta mig og svo að kaupa mér íbúð. Ég kláraði viðskiptafræði heima á Íslandi núna í sumar, við erum komin með íbúð og það er allt á uppleið.“ View this post on Instagram A post shared by Magnea Björg Jónsdóttir (@magneabj) Þarf ekki alltaf að vera sterk Magnea segir magnað að hugsa til þess hvað tíminn líður hratt og hversu mikið hefur breyst hjá henni á undanförnum árum. Hún ætlar að halda ótrauð áfram að elta drauma sína og segir eitt það mikilvægasta að vera sönn sjálfri sér. „Ég er með mottó í lífinu sem er að þora alltaf að tjá mig og alltaf frekar að spyrja og fá nei. Ef þú vilt eitthvað og þú biður ekki um það þá færðu það ekki. Það sakar aldrei að spyrja og það er líka bara allt í lagi að fá nei.“ Hún segist hafa upplifað smá hugarbreytingu þegar það kemur að því að þurfa að vera sterk. „Ég er svona nýlega búin að læra inn á það að maður þarf ekki alltaf að vera sterkur. Það má alveg stundum líða illa og vera lítill í sér. Maður þarf ekki alltaf að vera sterkasta manneskjan í herberginu. Ég hef alltaf verið ógeðslega sterk og ég er búin að ganga í gegnum svo ótrúlega erfiða hluti í gegnum lífið. Mér hefur alltaf fundist ég verða að vera svo sterk, fyrir mig og aðra, og hugsað að til þess að komast áfram í lífinu þurfi ég að vera sterk. En ég veit núna að það er allt í lagi að eiga slæma daga og líka bara að slaka á og tjilla. Ég kann ekki að tjilla. Mér líður alltaf eins og ég þurfi að vera að gera eitthvað en ég er að læra núna að ég geti alveg verið heima að lesa bók eða horfa á sjónvarpið og slakað á. Sérstaklega þar sem við Ágúst erum komin með okkar heimili sem ég er örugg inn á.“ Ágúst og Magnea eru búin að vera saman í bráðum fjögur ár.Rakel Rún Framtíðin björt Hún segist fylgja kvöldrútínu og elskar að geta farið snemma að sofa. „Ég er eiginlega bara orðin gömul kona. Fer upp í rúm fyrir klukkan níu og vakna hálf sjö á morgnana. Mér finnst æðislegt að fara bara ein í ræktina og vera með sjálfri sér. Líkamsræktin er svo mikilvæg fyrir mér, ég er ekki jafn fersk yfir daginn ef ég sleppi henni og ég reyni alltaf að vera eins fersk og mögulegt er. Svo á ég vonandi enn alveg góð 75 ár eftir þannig að það er eins gott að ég haldi ótrauð áfram.“ Aðspurð að lokum hvað framtíðin ber í skauti sér svarar Magnea „Ég vona að það komi fleiri LXS þættir og vonandi fleiri tækifæri í sjónvarpinu. Svo langar mig að halda áfram vera hamingjusöm með fjölskyldu og á góðum stað í atvinnulífinu, mann langar að stækka við sér, halda áfram að blómstra og elska hversdagsleikann í þessu íslenska lífi. Og auðvitað fylla inn í iittala stellið,“ segir Magnea að lokum og hlær. Ástin og lífið LXS Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Sjá meira
Flutti ein til LA nítján ára „Ég flutti til LA til að breyta aðeins um umhverfi en ég þurfti virkilega á því að halda á þessum tíma. Það voru ótrúlega fínir tímar, þrátt fyrir að ég hafi verið aðeins of lengi þarna, segir Magnea og bætir við að hún hafi búið þar í fimm ár.“ Hún segir að þegar hún hafi fyrst flutt út hafi hún að sjálfsögðu verið virkilega spennt fyrir því. „Ég var líka viss um að þetta væri besta ákvörðun sem ég gat tekið, upp á það að vernda sjálfa mig og geta breytt um umhverfi. Besta ákvörðun sem ég gerði eftir það var svo að flytja aftur heim, af því að þá byrjaði ballið.“ Hún segist oft hafa hugsað til baka og velt því fyrir sér hvernig lífið hefði verið ef hún hefði ekki tekið þá afdrifaríku ákvörðun að skella sér í nám í Los Angeles en í dag líður henni eins og hún sé á hárréttum stað. „Þegar ég var yngri var ég ótrúlega mikið að fylgjast með öllu sem var í gangi í tónlistinni og bíómyndum og mér fannst lífið vestanhafs líta út fyrir að vera ótrúlega spennandi. Mamma mín var með fyrirtæki á þessum tíma og hún var að kaupa vörur af fyrirtæki í LA. Þegar ég var nýbyrjuð í framhaldsskóla hringir mamma svo allt í einu í mig klukkan níu um morguninn og segir bara komdu heim, við erum að fara til LA eftir þrjá tíma. Þetta var bókstaflega draumurinn minn var á þeim tíma þannig að ég þýt heim, pakka einhverju smá í ferðatösku og við erum svo bara farnar upp á flugvöll. Þegar ég lenti svo úti fór ég bara að hágráta, draumurinn í lífinu mínu var bara að rætast.“ Þegar Magnea var yngri dreymdi hana um að fara til Los Angeles. Sá draumur átti svo sannarlega eftir að rætast.Vísir/Hulda Margrét Ísland fór að kalla Nokkrum mánuðum síðar fer Magnea að vinna í fataversluninni Júník sem keypti gjarnan vörur frá Los Angeles og því hélt tengingin áfram. „Ég held að þetta hafi allt dregið mig út,“ segir Magnea. Á þeim tíma var hún fegin að fara frá Íslandi en segist í dag eiga í allt öðru sambandi við heimalandið. „Þetta er smá svona þú veist ekki hvað þú átt fyrr en þú hefur misst það. Þegar ég var fyrst úti leið mér eins og allt væri svo glatað á Íslandi og ég tengdi ekkert við lífið hér heima. Svo nokkrum árum síðar fór ég að horfa á vini mína hérna heima að byggja upp sitt líf, allir komnir með þessi iittala glös heim til sín, Kartell lampann og í skandinavískum klæðnaði og ég fann bara að allt í einu langaði mig svo í þetta líf,“ segir Magnea hlæjandi og bætir við: „Þá fannst mér ég líka bara vera búin að gera allt sem mig langaði að gera úti og Ísland fór að kalla.“ Hún segist ekki hafa farið aftur út eftir að hún flutti heim og það kalli ekki sérstaklega á hana. Flestir vinir hennar sem hún kynntist úti voru líka frá öðrum löndum og séu nú farnir til baka heim. Stöðugt að henda sér í djúpu laugina Magnea segir að árin úti hafi sannarlega mótað sig mikið og þá sérstaklega að hafa flutt ein út og verið ein í burtu í svona langan tíma. „Maður þurfti að hugsa um sjálfan sig og henda sér stöðugt út í djúpu laugina. Þú þurftir bara að fara út og kynnast fólki ef þú ætlaðir ekki að vera bara einn heima alltaf. Það breytti rosalega miklu, það eykur sjálfstraustið, maður verður opnari og líður betur þegar maður ögrar sér. Ég hef reyndar alltaf verið þessi týpa sem hoppar svolítið út í djúpu laugina.“ Magnea segir það hafa mótað sig mikið að búa ein erlendis.Vísir/Dóra Júlía Alltaf þurft að vera sjálfstæð Magnea segist alla tíð hafa verið mjög sjálfstæð en uppvaxtar ár hennar voru að sama skapi mjög mótandi fyrir það hver hún er í dag. „Ég átti erfitt heimilishald og það að búa inn á heimili þar sem voru erfiðleikar mótar mann rosalega mikið. Maður þarf að vera sjálfstæður og sterkur. Ég er mjög sterkur karakter og ég viðurkenni það alveg sjálf. Ég hef verið svoleiðis alla tíð, manneskja sem er svolítið á hlaupum og það er mikil orka í mér. Ég hef alltaf verið mjög opin og langað að vera uppi á sviði, alltaf verið mikill spjallari og ég eiginlega man ekki eftir sjálfri mér öðruvísi. Ég held að allir í minni fjölskyldu myndu segja það sama.“ Hún segir mikilvægt að kunna að vera stolt af sjálfri sér og hefur alltaf passað upp á að vera það. „Maður er búinn að eiga erfiða tíma, erfiða æsku til dæmis, en maður stendur enn uppréttur og sama þó maður detti niður þá getur maður alltaf risið aftur upp. Þannig að ég er mjög stolt af því hjá mér. Það eru auðvitað alls konar hlutir sem mann hefur langað að breyta en þegar ég lít til baka síðustu tíu ár til dæmis þá hugsa ég að þar sem ég er núna sé líklega staðurinn sem mig langaði alltaf að vera á.“ Hún segir að fyrst eftir að hún flutti heim hafi hún verið svolítið hrædd við það að átta sig á því hvað hún vildi gera í lífinu. „Ég var svolítið týnd fyrst og það var svolítið erfitt að taka ákvörðun um hvað ég ætti að gera. Ég byrjaði að vinna í World Class og þá kom drifkrafturinn til mín, ég kláraði skólann og boltinn fór að rúlla. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi komið til manns en ég held að þegar maður er opinn þá sér maður fleiri tækifæri í kringum mann.“ Þá bætir hún við hve mikilvægt það er að vera öruggur og taka tækifærunum. Les kommentin en tekur þeim ekki persónulega LXS þættirnir hafa verið áberandi í umræðunni síðustu misseri en sería tvö var frumsýnd á dögunum. Þá var einnig tilkynnt að sería þrjú sé í bígerð. Samtalið berst að kommentakerfinu og blaðamaður spyr Magneu hvort hún taki neikvæðum athugasemdum persónulega. „Ég á auðvitað bara engin orð yfir kommentakerfin, þetta er fólk sem hefur ekkert að gera og leggur sig allt fram við leiðindi. En ég er ekkert að pæla í þessu eða láta þetta ná til mín. Ég ætla ekkert að neita fyrir það að ég les þessi komment en ég tek þau ekki inn á mig. Af því að ég veit að þetta er ekki sannleikurinn. Fólk má auðvitað hafa sínar skoðanir og allt svoleiðis en er þeim að fara að líða eitthvað betur að tala svona um mann á netinu? Nei.“ View this post on Instagram A post shared by Magnea Björg Jónsdóttir (@magneabj) Karakterinn mikilvægastur Magnea segist una sér vel í sjónvarpinu. „Ég ætlaði mér alltaf að fara í leiklistarskóla en einhvern veginn varð aldrei að því. Ég var alltaf að horfa á Stelpurnar og Fóstbræður út frá því langaði mig mikið að byrja að leika. Ég fór þó klárlega aðra leið, á samfélagsmiðla og í LXS raunveruleikaþættina en planið var að verða fræg leikkona. Eða söngkona, ég er samt ömurleg að syngja, segir Magnea og hlær. „Mér finnst mjög gaman að vera uppi á sviði og eiga góð samtöl en ég er ekki mikið fyrir myndirnar. Ég nenni ekki að eyða löngum tíma í myndatökur og ég er miklu öruggari þegar það er verið að taka myndband af mér heldur en myndir, sem er kannski ekki algengt. Mig langar einhvern veginn frekar að karakterinn minn komi fram heldur en útlitið. Karakterinn minn er það sem gefur mér mig.“ Magnea ásamt kollegum sínum Sunnevu Einarsdóttur og Ástrósu Traustadóttur á LXS forsýningu fyrir seríu tvö.Vísir/Hulda Margrét Lærdómsríkt ferli í LXS Hún segir tökuferlið hafa verið ótrúlega skemmtilegt og þættirnir séu frábært tækifæri. „Maður er að læra svakalega mikið af þessu. Við stelpurnar erum að kynnast frekar seint í lífinu margar okkar og það er ákveðin áskorun en við erum allar ólíkar sem er svo skemmtilegt. Við erum líka klárlega að opna okkur meira í þessari seríu en þeirri fyrri og svo vonandi verður enn meira af því í seríu þrjú.“ Aðspurð hvort það sé stressandi að opna sig svona fyrir framan alþjóð segir Magnea: „Auðvitað veldur það manni stressi að sýna frá svona miklu í sjónvarpi, þó að ég hafi alltaf verið á Snapchat í gamla daga að sýna frá helvíti miklu. En núna einhvern veginn er maður orðinn eldri og þroskaðri og þetta er öðruvísi. Mér finnst alveg erfitt að það sé til dæmis að koma atriði af mér svolítið berskjaldaðri. Mér finnst ekkert að því að ég sé að gráta en kannski finnst mér meira stressandi að velta fyrir mér hvort ég sé í röngu eða réttu þarna.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá stiklu úr nýjustu seríu LXS: Bílaáhuginn kviknaði snemma Magnea segist alla tíð hafa haft mikinn áhuga á bílum en samhliða þáttunum og samfélagsmiðlum starfar hún hjá Heklu. „Ég var algjör svona tomboy inn á milli þegar ég var yngri þó ég hafi á sama tíma verið algjör skvísa sem elskaði bleikan, barbie og bratz. Ég var endalaust að safna bílum, átti bílateppi heima hjá pabba og helling af bílum, trukkum og gröfum. Þannig að ég var alveg 50/50 eftir því í hvernig stuði ég var. Mamma og pabbi eru skilin og þegar ég fór til pabba þá vorum við oft að rúnta og skoða bílasölur og pabbi var alltaf á flottum bíl. Mér fannst alltaf geggjað þegar pabbi kom að sækja mig í skólann á einhverjum geggjuðum bíl sem var kannski stór trukkur eða Jimny jeppi. Svo hef ég alltaf haft auga fyrir fallegum bílum á götunum og þegar ég fór með mömmu til LA tók ég alveg endalaust af bílamyndum, mjög fyndið. Helmingurinn af Facebook albúmi sem ég birti á sínum tíma var bara bílamyndir,“ segir Magnea og hlær. View this post on Instagram A post shared by Magnea Björg Jónsdóttir (@magneabj) Lúxus að fá að keyra lúxuskerrur Hún rifjar upp að þær mægður hafi leigt bláan Mustang blæjubíl í ferðinni til LA og það hafi verið rosaleg upplifun. „Þegar ég flutti svo til LA fékk ég svo tækifæri til að vera endalaust í kringum flotta bíla og fékk meðal annars að keyra Lamborghini, Rolls Royce, Ferrari, McLaren og allan pakkann. Einn af mínum bestu vinum úti rak lúxus bílaleigu og ég var mikið að hjálpa honum. Hann leyfði mér að skutla til dæmis bílunum í þrif, í tökur á alls konar tónlistarmyndbönd og á sett í bíómyndum. Og það var algjör lúxus að fá að keyra þessar lúxuskerrur. Svo þegar ég kem til Íslands þá kom þetta einhvern veginn til mín, það þróast alltaf þannig að ég enda aftur í bílunum. Svo er ýmislegt spennandi á döfinni tengt þessu,“ segir Magnea sposk. View this post on Instagram A post shared by Magnea Björg Jónsdóttir (@magneabj) Ástin kviknaði í spa-inu Talið berst svo að ástinni en Magnea á kærasta sem heitir Ágúst og segir hún þau vera skemmtilega ólík. „Hann er ekki á samfélagsmiðlum og er ekkert rosalega mikið fyrir athygli,“ segir Magnea kímin og bætir við: „Við erum búin að vera saman í þrjú og hálft ár núna. Við kynntumst í spa-inu í World Class sem var mjög krúttlegt. Við vorum að kaupa okkur íbúð sem er búinn að vera draumur lengi og það er magnað að eiga sína eigin íbúð og samastað.“ Þegar hún flutti fyrst heim til Íslands bjó hún um tíma í hesthúsi á meðan hún var að safna sér fyrir íbúð. „Þetta var samt alveg mjög huggulegt og það voru engir hestar þarna inni. Maður var kannski ekki mikið að bjóða í heimsókn en það var fínt að geta fengið að vera einhvers staðar á meðan maður var að safna. En það er svo mikið og kærkomið öryggi í því að vera loksins búin að kaupa. Markmiðið þegar ég flutti heim var fyrst að klára að mennta mig og svo að kaupa mér íbúð. Ég kláraði viðskiptafræði heima á Íslandi núna í sumar, við erum komin með íbúð og það er allt á uppleið.“ View this post on Instagram A post shared by Magnea Björg Jónsdóttir (@magneabj) Þarf ekki alltaf að vera sterk Magnea segir magnað að hugsa til þess hvað tíminn líður hratt og hversu mikið hefur breyst hjá henni á undanförnum árum. Hún ætlar að halda ótrauð áfram að elta drauma sína og segir eitt það mikilvægasta að vera sönn sjálfri sér. „Ég er með mottó í lífinu sem er að þora alltaf að tjá mig og alltaf frekar að spyrja og fá nei. Ef þú vilt eitthvað og þú biður ekki um það þá færðu það ekki. Það sakar aldrei að spyrja og það er líka bara allt í lagi að fá nei.“ Hún segist hafa upplifað smá hugarbreytingu þegar það kemur að því að þurfa að vera sterk. „Ég er svona nýlega búin að læra inn á það að maður þarf ekki alltaf að vera sterkur. Það má alveg stundum líða illa og vera lítill í sér. Maður þarf ekki alltaf að vera sterkasta manneskjan í herberginu. Ég hef alltaf verið ógeðslega sterk og ég er búin að ganga í gegnum svo ótrúlega erfiða hluti í gegnum lífið. Mér hefur alltaf fundist ég verða að vera svo sterk, fyrir mig og aðra, og hugsað að til þess að komast áfram í lífinu þurfi ég að vera sterk. En ég veit núna að það er allt í lagi að eiga slæma daga og líka bara að slaka á og tjilla. Ég kann ekki að tjilla. Mér líður alltaf eins og ég þurfi að vera að gera eitthvað en ég er að læra núna að ég geti alveg verið heima að lesa bók eða horfa á sjónvarpið og slakað á. Sérstaklega þar sem við Ágúst erum komin með okkar heimili sem ég er örugg inn á.“ Ágúst og Magnea eru búin að vera saman í bráðum fjögur ár.Rakel Rún Framtíðin björt Hún segist fylgja kvöldrútínu og elskar að geta farið snemma að sofa. „Ég er eiginlega bara orðin gömul kona. Fer upp í rúm fyrir klukkan níu og vakna hálf sjö á morgnana. Mér finnst æðislegt að fara bara ein í ræktina og vera með sjálfri sér. Líkamsræktin er svo mikilvæg fyrir mér, ég er ekki jafn fersk yfir daginn ef ég sleppi henni og ég reyni alltaf að vera eins fersk og mögulegt er. Svo á ég vonandi enn alveg góð 75 ár eftir þannig að það er eins gott að ég haldi ótrauð áfram.“ Aðspurð að lokum hvað framtíðin ber í skauti sér svarar Magnea „Ég vona að það komi fleiri LXS þættir og vonandi fleiri tækifæri í sjónvarpinu. Svo langar mig að halda áfram vera hamingjusöm með fjölskyldu og á góðum stað í atvinnulífinu, mann langar að stækka við sér, halda áfram að blómstra og elska hversdagsleikann í þessu íslenska lífi. Og auðvitað fylla inn í iittala stellið,“ segir Magnea að lokum og hlær.
Ástin og lífið LXS Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Sjá meira