Innherji

Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verð­bólgunni

Hörður Ægisson skrifar
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, sem Bjarni Benediktsson kynnti í gær, verður um eins prósenta halli á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári. Stefnt er að jákvæðum heildarjöfnuði „áður en langt um líður“.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, sem Bjarni Benediktsson kynnti í gær, verður um eins prósenta halli á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári. Stefnt er að jákvæðum heildarjöfnuði „áður en langt um líður“.

Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan.


Tengdar fréttir

„Við þurfum að fara fram á að­hald í ríkis­rekstrinum“

Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×