Almennir borgarar koma samlöndum sínum til hjálpar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. september 2023 11:39 Skjálftinn hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu í þorpum og bæjum frá Atlas-fjöllum til Marrakesh. Yfir 2.800 eru látnir. epa/Jerome Favre Allt að 3.000 eru taldir látnir og fleiri en 5.000 særðir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Marokkó á föstudag. Herinn hefur sett upp tímabundin sjúkrahús þar sem neyðin er sem mest en vonir dvína um að finna fleiri á lífi. Skjálftinn mældist 6,8 að stærð og er sá stærsti sem hefur orðið í landinu frá því fyrir 1900. Viðbrögð yfirvalda í kjölfar harmleiksins hafa verið harðlega gagnrýnd, meðal annars tregða þeirra til að óska eftir aðstoð erlendis frá. Konungurinn Mohammed VI heimsótti særða á spítala í stórborginni Marrakech í gær en ekkert hefur heyrst af fyrirhugaðri heimsókn á þau svæði sem verst urðu úti. Svo virðist sem pólitík hafi orðið mönnum fjötur um fót en sérfræðingur í málefnum Marokkó við Stanford University í Kaliforníu segir opinbera embættismenn hafa freistað þess að bregðast við án þess þó að varpa skugga á viðbragð konungshallarinnar. Þúsundir almennra borgara eru hins vegar sagðir hafa lagt land undir fót til að koma neyðarbirgðum og annarri aðstoð til samlanda sinna. Bifreiðar bíða í löngum röðum á fjallavegum, hlaðnar dýnum, rúmfötum og fatnaði. Guardian ræddi meðal annars við sextán unga menn í þremur bílum, sem sögðu það hafa tekið sig heilan dag að ná til Talat N'Yaaqoub, sem liggur í um 20 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans og varð einna verst úti. „Við erum með mat og föt og peninga sem við söfnuðum fyrir fórnarlömb jarðskjálftans. Okkur fannst við þurfa að gera eitthvað,“ sögðu mennirnir, allir stuðningsmenn knattspyrnuliðsins Raja Casablanca. Aðal markaðurinn í Talat N'Yaaqoub er sagður gjöreyðilagður og þá eru gólfin í fjölda verslana og skrifstofubygginga sögð hafa hrunið. Turn moskvu í bænum gnæfir yfir rústirnar. Guardian ræddi við konu sem missti manninn sinn í skjálftanum og sagðist ekki enn geta tjáð sig um hvað gerðist. Búið er að setja upp tjöld í mörgum þorpum en þörfin er langt umfram framboðið. „Við erum ekki enn komin með tjald,“ segir Hayat ait Louchine, 24 ára, sem missti sex ára frænku sína. „Við virkilega þörfnumst þess, það er svo kalt hérna í fjöllunum. Við höfum áhyggjur af því að það fari að rigna en við vitum ekki hvert við eigum að leita til að fá tjald.“ Jarðskjálfti í Marokkó Marokkó Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Skjálftinn mældist 6,8 að stærð og er sá stærsti sem hefur orðið í landinu frá því fyrir 1900. Viðbrögð yfirvalda í kjölfar harmleiksins hafa verið harðlega gagnrýnd, meðal annars tregða þeirra til að óska eftir aðstoð erlendis frá. Konungurinn Mohammed VI heimsótti særða á spítala í stórborginni Marrakech í gær en ekkert hefur heyrst af fyrirhugaðri heimsókn á þau svæði sem verst urðu úti. Svo virðist sem pólitík hafi orðið mönnum fjötur um fót en sérfræðingur í málefnum Marokkó við Stanford University í Kaliforníu segir opinbera embættismenn hafa freistað þess að bregðast við án þess þó að varpa skugga á viðbragð konungshallarinnar. Þúsundir almennra borgara eru hins vegar sagðir hafa lagt land undir fót til að koma neyðarbirgðum og annarri aðstoð til samlanda sinna. Bifreiðar bíða í löngum röðum á fjallavegum, hlaðnar dýnum, rúmfötum og fatnaði. Guardian ræddi meðal annars við sextán unga menn í þremur bílum, sem sögðu það hafa tekið sig heilan dag að ná til Talat N'Yaaqoub, sem liggur í um 20 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans og varð einna verst úti. „Við erum með mat og föt og peninga sem við söfnuðum fyrir fórnarlömb jarðskjálftans. Okkur fannst við þurfa að gera eitthvað,“ sögðu mennirnir, allir stuðningsmenn knattspyrnuliðsins Raja Casablanca. Aðal markaðurinn í Talat N'Yaaqoub er sagður gjöreyðilagður og þá eru gólfin í fjölda verslana og skrifstofubygginga sögð hafa hrunið. Turn moskvu í bænum gnæfir yfir rústirnar. Guardian ræddi við konu sem missti manninn sinn í skjálftanum og sagðist ekki enn geta tjáð sig um hvað gerðist. Búið er að setja upp tjöld í mörgum þorpum en þörfin er langt umfram framboðið. „Við erum ekki enn komin með tjald,“ segir Hayat ait Louchine, 24 ára, sem missti sex ára frænku sína. „Við virkilega þörfnumst þess, það er svo kalt hérna í fjöllunum. Við höfum áhyggjur af því að það fari að rigna en við vitum ekki hvert við eigum að leita til að fá tjald.“
Jarðskjálfti í Marokkó Marokkó Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira