Þegar ráðherra á sér draum Simon Cramer Larsen skrifar 13. september 2023 13:30 Undanfarin misseri hafa málefni framhaldsskólastigsins mjög verið í brennidepli. Í þeim efnum hefur að vanda gamalkunnug kanína verið dregin upp úr hatti ráðuneytis menntamála: Að til standi að sameina framhaldsskóla til hagsbóta fyrir nemendur þegar umræðan hverfist í reynd um fátt annað en sparnað. Hið þjóðþekkta skáld Káinn orti: Ég sá og þekkti systur tvær,/ en Synd og Glötun hétu þær. Þetta vísukorn kom ósjálfrátt upp í hugann þegar ég hugleiddi orðræðu ráðuneytis menntamála í málefnum framhaldsskólans. Líkt og Káinn sá ég fyrir mér „systur tvær“ nema hvað nú hét sú fyrri Stytting, en hún var fyrst kynnt til leiks árið 1994 og boðaði þá töfralausn að stytta skyldi framhaldsskólann. Sú seinni var kynnt til sögunnar nú, nærri 30 árum síðar, og Skerðing skal hún heita. Yngri systirin vill ekki láta sitt eftir liggja og tungulipur er hún, ekki síður en sú eldri sem boðaði forðum að styttingin myndi skila nemendum fyrr út á vinnumarkaðinn, lofaði bættum námsárangri og hét auknu fjármagni inn í framhaldsskólakerfið. Draumur fyrrverandi ráðherra menntamála, var þar dýru verði keyptur. Þátttaka nemenda í félagslífi skólanna minnkaði vegna þess að allt í einu varð framhaldsskólinn einu ári styttri. Líðan nemenda breyttist jafnframt og enn fremur hefur heyrst að nemendur, sem ekki ná að ljúka námi á framhaldsskólastigi á tilsettum tíma innan þriggja ára, upplifi vanlíðan, séu haldnir kvíða eða finnist þeir stundum sem hornreka hjábörn. Nú skal aftur blásið til sóknar í menntamálum og yngri systirin, Skerðing, kölluð til leiks. Hún er trú orðræðu eldri systur sinnar. Nú skal sparað og því skal skerða, fækka skólum og búa til risasíló þar sem leiðarstefið er að nýta sem best húsnæði. Í skýrslu stýrihópsum eflingu framhaldsskóla má sjá margvísleg fögur fyrirheit varðandi sameiningu Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri. Samt virðist margnefnd yngri systirin hafa náð að lauma þar til bærum völdum setningum inn í skjalið. Meðal annars stendur í minnisblaði frá PwC í skýrslu stýrihópsins að: „... gera má ráð fyrir að starfsmönnum sem varða tæknimál megi fækka með tíð og tíma ef af sameiningu verður og námsráðgjöfum verði hægt að fækka úr sex stöðugildum niður í tvö eða þrjú.“ Það sama hlýtur því að gilda um starfandi sálfræðinga við skólana, sem og aðra stoðþjónustu. Hvernig ýtir slíkt undir farsæld barna? Benda má á að skýrsla og tillögur stýrihóps mennta- og barnamálaráðuneytisins um eflingu framhaldsskólans hafa verið gagnrýndar af skólasamfélaginu, jafnt nemendum og kennurum, sem og af stjórnmálamönnum. „Eflum“ framhaldsskólann Ef litið er til Bandaríkjanna sýna rannsóknir þaðan að nemendur í risaskólum missa af því að verða hluti af lærdómssamfélaginu; að aðstoðin sem stundum er þörf á fáist sjaldan; og að tengslamyndun nemendanna gangi erfiðlega. Er þetta sá raunveruleiki sem ráðherra mennta- og barnamála vill bjóða eyfirskum ungmennum og nærsveitungum þeirra upp á árið 2023? Er þetta sá raunveruleiki sem við munum svo sjá víðar á landinu? Ég spyr mig að því hvernig það gagnist nemendum að brjóta upp tvo skóla og búa til einn risaskóla þar sem persónuleg þjónusta við nemendur er fjær þeim? Sú mikla og góða nánd sem hefur einkennt skólasamfélagið fyrir norðan mun sennilegast hverfa smám saman. Dapurleg þróun blasir við okkur. Í raun afturför sem reynt er að pakka fallega inn í loforð um farsæld barna, bætta skólaþjónustu og fögur fyrirheit um að síðar bíði betri tíð með blóm í haga. Verum minnug þess að hið sama var líka gert í aðdraganda styttingar framhaldsskólans. Raunin varð önnur: Fyrst kom Stytting, síðan Skerðing. Í þessu skerðingarferli vakna ýmsar spurningar, eins og til dæmis: Hversu gegnsætt er ferlið? Hvar er samráðið við nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa? Og hver er í raun hinn endanlegi tilgangur? Spurningin er hvers vegna ráðherra skipar svo einsleitan hóp fólks til setu í áðurnefndum stýrihópi um eflingu framhaldsskólans? Hóp sem greinilega er uppteknari af fermetratölu húsnæðis framhaldsskólans fremur en orðræðu skólaþróunar. Ég hefði t.a.m. kosið sjálfur að í hópnum væru náms- og starfsráðgjafar, kennarar, nemendur og aðilar með annað móðurmál en íslensku. Draumur ráðherra Hugboðið segir mér samt að draumur ráðherra um farsæld barna og skólaþjónustu sé sannur og frábær – það er varla spurning. Menntakerfið á Íslandi á að vera í stakk búið til að veita börnum og ungmennum þá þjónustu sem þörf er á hverju sinni og á sama tíma veita framúrskarandi og samkeppnishæfa menntun. Framhaldsskólinn á að vera eftirsóttur vinnustaður, sem og menntastofnun þar sem kennurum, nemendum og öðru starfsfólki líður vel. Spurning er hins vegar hvernig því markmiði verði náð? Er rétta leiðin að framhaldsskólinn sé í gíslingu stjórnmálamanna og enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Að mínu mati er sú hraðferð, sem við erum á núna, ekki leiðin að „framhaldsskóla draumanna“. Spurningar mínar til embættismanna eru því þessar: Hvers vegna á framhaldsskólinn enn og aftur að fjármagna draum ráðherra í ljósi hagræðingar og á þessum methraða? Framtíð okkar sem þjóðar er í höndum ungmenna okkar. Mér er því spurn hvers vegna hæstvirtur fjármálaráðherra hafi ekki meiri áhuga á að fjárfesta í menntun ungmenna okkar? Hvers vegna eru kennarar og nemendur sem starfa innan framhaldsskólakerfisins ekki hafðir með í ráðum þegar ráðist er í breytingar sem varða vinnustað þeirra? Með því að skipa fjölbreyttari stýrihópa um eflingu náms á framhaldsskólastigi fæst önnur sýn en þessar systur standa fyrir. Við skulum muna að tillögur, sem boða risastórar skólaeiningar, þjóna ekki þeim sem á einhvern hátt standa höllum fæti í skólakerfinu. Þess vegna er nauðsynlegt að staldra við, kalla fjölbreyttari hóp að borðinu og sýna þann pólitíska dug að sækja meira fjármagn til að láta drauma ráðherrans verða að veruleika. Að endingu vil ég árétta að ráðherra sem á sér draum þarf að búa yfir þeim pólitíska styrk að geta sótt fjármagn til að framkvæma drauma sína annað en með því að leita í smiðju þeirra systra, Skerðingar og Styttingar. Minna má á loforð um fjármögnun sem gefið var þegar farsældarlögin voru kynnt til leiks (sbr. Samþætting þjónustu). Höfum þetta í huga þegar við leggjum af stað í hagræðingarvegferð innan skólakerfisins – stöldrum aðeins við, tökum stöðuna og spyrjum okkur hvort að við séum að færast nær markmiðinu. Er það sem við gerum í dag í rauninni til bóta menntakerfinu á morgun? Skólamál eru okkar mál! Höfundur er framhaldsskólakennari og formaður Skólamálanefndar Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa málefni framhaldsskólastigsins mjög verið í brennidepli. Í þeim efnum hefur að vanda gamalkunnug kanína verið dregin upp úr hatti ráðuneytis menntamála: Að til standi að sameina framhaldsskóla til hagsbóta fyrir nemendur þegar umræðan hverfist í reynd um fátt annað en sparnað. Hið þjóðþekkta skáld Káinn orti: Ég sá og þekkti systur tvær,/ en Synd og Glötun hétu þær. Þetta vísukorn kom ósjálfrátt upp í hugann þegar ég hugleiddi orðræðu ráðuneytis menntamála í málefnum framhaldsskólans. Líkt og Káinn sá ég fyrir mér „systur tvær“ nema hvað nú hét sú fyrri Stytting, en hún var fyrst kynnt til leiks árið 1994 og boðaði þá töfralausn að stytta skyldi framhaldsskólann. Sú seinni var kynnt til sögunnar nú, nærri 30 árum síðar, og Skerðing skal hún heita. Yngri systirin vill ekki láta sitt eftir liggja og tungulipur er hún, ekki síður en sú eldri sem boðaði forðum að styttingin myndi skila nemendum fyrr út á vinnumarkaðinn, lofaði bættum námsárangri og hét auknu fjármagni inn í framhaldsskólakerfið. Draumur fyrrverandi ráðherra menntamála, var þar dýru verði keyptur. Þátttaka nemenda í félagslífi skólanna minnkaði vegna þess að allt í einu varð framhaldsskólinn einu ári styttri. Líðan nemenda breyttist jafnframt og enn fremur hefur heyrst að nemendur, sem ekki ná að ljúka námi á framhaldsskólastigi á tilsettum tíma innan þriggja ára, upplifi vanlíðan, séu haldnir kvíða eða finnist þeir stundum sem hornreka hjábörn. Nú skal aftur blásið til sóknar í menntamálum og yngri systirin, Skerðing, kölluð til leiks. Hún er trú orðræðu eldri systur sinnar. Nú skal sparað og því skal skerða, fækka skólum og búa til risasíló þar sem leiðarstefið er að nýta sem best húsnæði. Í skýrslu stýrihópsum eflingu framhaldsskóla má sjá margvísleg fögur fyrirheit varðandi sameiningu Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri. Samt virðist margnefnd yngri systirin hafa náð að lauma þar til bærum völdum setningum inn í skjalið. Meðal annars stendur í minnisblaði frá PwC í skýrslu stýrihópsins að: „... gera má ráð fyrir að starfsmönnum sem varða tæknimál megi fækka með tíð og tíma ef af sameiningu verður og námsráðgjöfum verði hægt að fækka úr sex stöðugildum niður í tvö eða þrjú.“ Það sama hlýtur því að gilda um starfandi sálfræðinga við skólana, sem og aðra stoðþjónustu. Hvernig ýtir slíkt undir farsæld barna? Benda má á að skýrsla og tillögur stýrihóps mennta- og barnamálaráðuneytisins um eflingu framhaldsskólans hafa verið gagnrýndar af skólasamfélaginu, jafnt nemendum og kennurum, sem og af stjórnmálamönnum. „Eflum“ framhaldsskólann Ef litið er til Bandaríkjanna sýna rannsóknir þaðan að nemendur í risaskólum missa af því að verða hluti af lærdómssamfélaginu; að aðstoðin sem stundum er þörf á fáist sjaldan; og að tengslamyndun nemendanna gangi erfiðlega. Er þetta sá raunveruleiki sem ráðherra mennta- og barnamála vill bjóða eyfirskum ungmennum og nærsveitungum þeirra upp á árið 2023? Er þetta sá raunveruleiki sem við munum svo sjá víðar á landinu? Ég spyr mig að því hvernig það gagnist nemendum að brjóta upp tvo skóla og búa til einn risaskóla þar sem persónuleg þjónusta við nemendur er fjær þeim? Sú mikla og góða nánd sem hefur einkennt skólasamfélagið fyrir norðan mun sennilegast hverfa smám saman. Dapurleg þróun blasir við okkur. Í raun afturför sem reynt er að pakka fallega inn í loforð um farsæld barna, bætta skólaþjónustu og fögur fyrirheit um að síðar bíði betri tíð með blóm í haga. Verum minnug þess að hið sama var líka gert í aðdraganda styttingar framhaldsskólans. Raunin varð önnur: Fyrst kom Stytting, síðan Skerðing. Í þessu skerðingarferli vakna ýmsar spurningar, eins og til dæmis: Hversu gegnsætt er ferlið? Hvar er samráðið við nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa? Og hver er í raun hinn endanlegi tilgangur? Spurningin er hvers vegna ráðherra skipar svo einsleitan hóp fólks til setu í áðurnefndum stýrihópi um eflingu framhaldsskólans? Hóp sem greinilega er uppteknari af fermetratölu húsnæðis framhaldsskólans fremur en orðræðu skólaþróunar. Ég hefði t.a.m. kosið sjálfur að í hópnum væru náms- og starfsráðgjafar, kennarar, nemendur og aðilar með annað móðurmál en íslensku. Draumur ráðherra Hugboðið segir mér samt að draumur ráðherra um farsæld barna og skólaþjónustu sé sannur og frábær – það er varla spurning. Menntakerfið á Íslandi á að vera í stakk búið til að veita börnum og ungmennum þá þjónustu sem þörf er á hverju sinni og á sama tíma veita framúrskarandi og samkeppnishæfa menntun. Framhaldsskólinn á að vera eftirsóttur vinnustaður, sem og menntastofnun þar sem kennurum, nemendum og öðru starfsfólki líður vel. Spurning er hins vegar hvernig því markmiði verði náð? Er rétta leiðin að framhaldsskólinn sé í gíslingu stjórnmálamanna og enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Að mínu mati er sú hraðferð, sem við erum á núna, ekki leiðin að „framhaldsskóla draumanna“. Spurningar mínar til embættismanna eru því þessar: Hvers vegna á framhaldsskólinn enn og aftur að fjármagna draum ráðherra í ljósi hagræðingar og á þessum methraða? Framtíð okkar sem þjóðar er í höndum ungmenna okkar. Mér er því spurn hvers vegna hæstvirtur fjármálaráðherra hafi ekki meiri áhuga á að fjárfesta í menntun ungmenna okkar? Hvers vegna eru kennarar og nemendur sem starfa innan framhaldsskólakerfisins ekki hafðir með í ráðum þegar ráðist er í breytingar sem varða vinnustað þeirra? Með því að skipa fjölbreyttari stýrihópa um eflingu náms á framhaldsskólastigi fæst önnur sýn en þessar systur standa fyrir. Við skulum muna að tillögur, sem boða risastórar skólaeiningar, þjóna ekki þeim sem á einhvern hátt standa höllum fæti í skólakerfinu. Þess vegna er nauðsynlegt að staldra við, kalla fjölbreyttari hóp að borðinu og sýna þann pólitíska dug að sækja meira fjármagn til að láta drauma ráðherrans verða að veruleika. Að endingu vil ég árétta að ráðherra sem á sér draum þarf að búa yfir þeim pólitíska styrk að geta sótt fjármagn til að framkvæma drauma sína annað en með því að leita í smiðju þeirra systra, Skerðingar og Styttingar. Minna má á loforð um fjármögnun sem gefið var þegar farsældarlögin voru kynnt til leiks (sbr. Samþætting þjónustu). Höfum þetta í huga þegar við leggjum af stað í hagræðingarvegferð innan skólakerfisins – stöldrum aðeins við, tökum stöðuna og spyrjum okkur hvort að við séum að færast nær markmiðinu. Er það sem við gerum í dag í rauninni til bóta menntakerfinu á morgun? Skólamál eru okkar mál! Höfundur er framhaldsskólakennari og formaður Skólamálanefndar Félags framhaldsskólakennara.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun