„Man aldrei neinn hvað gerðist fyrir áramót í þessum íþróttum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2023 20:01 Martin verður frá næstu 8-10 vikurnar eftir aðgerð sem hann fór í morgun. Mike Kireev/NurPhoto via Getty Images Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson gekkst í dag undir aðgerð á hné. Sama hné og hann sleit krossband í fyrir ekki svo löngu. Ákveðið bakslag kom upp en hann vonast til að verða ekki lengi frá. Martin, sem er leikmaður Valencia í ACB deildinni á Spáni, snéri aftur á völlinn í mars á þessu ári eftir að hafa verið frá keppni í tæpt ár vegna krossbandsslita. Hann virtist vera kominn á góðan stað í bataferlinu, en fjarlægja þurfti brjósk úr sama hné og hann sleit krossband í á síðasta ári. „Ég fór á fætur sjö í morgun og beint í aðgerð. Svo kom ég heim seinnipartinn. Þetta var svona frekar sérstakur dagur og ég væri alveg til í það að sleppa því að upplifa annan svona dag,“ segir Martin í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Ætlar að flýta sér hægt „Aðgerðin sjálf gekk bara mjög vel. Þetta var aðgerð sem ég hefði átt að fara í undir lok síðasta tímabils. Þetta var búið að angra mig síðasta mánuðinn á síðasta tímabili. Svo fór ég í myndatöku í sumar og þá sást þetta ekki, þetta brjósk sem átti að vera þarna inni í hnénu. Svo byrjuðu æfingarnar hérna og gekk allt vel en síðustu vikuna eða tvær hefur þetta verið að magnast.“ Martin segist mögulega hafa farið of hratt af stað eftir slitin. „Ég fór strax í galið prógram. Tveir til þrír leikir á viku og ferðalög. Fyrir mann sem er alveg heilbrigður og laus við meiðsli er þetta erfitt. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta er fyrir mann sem er að koma úr tíu mánaða krossbandaslitum. Þá er þetta svolítið mikið álag og ég fékk að gjalda fyrir það.“ Martin býst við því að vera frá keppni í 8 - 10 vikur. „Auðvitað langar manni að vera kominn inn á völlinn sem fyrst en á sama tíma þá man aldrei neinn hvað gerðist fyrir áramót í þessum íþróttum. Núna er ég mjög rólegur og býst við því að vera kominn til baka í nóvember, kannski desember.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Martin. Spænski körfuboltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Brotist inn til Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit Littler ánægður að geta sýnt grimmdina Dómari blóðugur eftir slagsmál Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Sjá meira
Martin, sem er leikmaður Valencia í ACB deildinni á Spáni, snéri aftur á völlinn í mars á þessu ári eftir að hafa verið frá keppni í tæpt ár vegna krossbandsslita. Hann virtist vera kominn á góðan stað í bataferlinu, en fjarlægja þurfti brjósk úr sama hné og hann sleit krossband í á síðasta ári. „Ég fór á fætur sjö í morgun og beint í aðgerð. Svo kom ég heim seinnipartinn. Þetta var svona frekar sérstakur dagur og ég væri alveg til í það að sleppa því að upplifa annan svona dag,“ segir Martin í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Ætlar að flýta sér hægt „Aðgerðin sjálf gekk bara mjög vel. Þetta var aðgerð sem ég hefði átt að fara í undir lok síðasta tímabils. Þetta var búið að angra mig síðasta mánuðinn á síðasta tímabili. Svo fór ég í myndatöku í sumar og þá sást þetta ekki, þetta brjósk sem átti að vera þarna inni í hnénu. Svo byrjuðu æfingarnar hérna og gekk allt vel en síðustu vikuna eða tvær hefur þetta verið að magnast.“ Martin segist mögulega hafa farið of hratt af stað eftir slitin. „Ég fór strax í galið prógram. Tveir til þrír leikir á viku og ferðalög. Fyrir mann sem er alveg heilbrigður og laus við meiðsli er þetta erfitt. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta er fyrir mann sem er að koma úr tíu mánaða krossbandaslitum. Þá er þetta svolítið mikið álag og ég fékk að gjalda fyrir það.“ Martin býst við því að vera frá keppni í 8 - 10 vikur. „Auðvitað langar manni að vera kominn inn á völlinn sem fyrst en á sama tíma þá man aldrei neinn hvað gerðist fyrir áramót í þessum íþróttum. Núna er ég mjög rólegur og býst við því að vera kominn til baka í nóvember, kannski desember.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Martin.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Brotist inn til Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit Littler ánægður að geta sýnt grimmdina Dómari blóðugur eftir slagsmál Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Sjá meira